Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 21 Þung braui í þrístökki. í þrístökki voru aöstæður mjög erf- iðar, þvi að brautin var bæði þung og lin. Árangurinn varð og eftir aðStæðum, þvi flestir keppendur stukku um það bil hálfum metri styttra en þeir eru T'anir. Fyrstu þrír menn voru mjög jafnir og var methafinn sjálfur Stefán Sörensson þó jafnbeztur. Átti hann 4 stökk yfir 13 m., hinir 2 hvor. Fyrstu 4 menn eru allir utanbæjarmenn og tveir fyrstu báðir frá sama sambandi. Héraðssambandi Þingeyinga. Það má teljast lofsvert að keppendur, sem voru 10 á skrá mættu allir til leiks. Úrslit. íslandsmeistari 1947: Stefán Sörensson HSÞ. 13,27 m. 2. Óli P. Kristjánsson, H- SÞ. 13,14 m. 3. Þorkell Jóhannesson, FH. 13,13 m. 4. Kári Sólmundarson, Skallagr. 12,81 m. Meistari í fyrra: Sami 13,82. Ásm. Bjarnason sézt hér sigra í 200 m. hlaupi. Til vinstri er Þorbjörn Pétursson. KR-ingarnir Magnús Jónsson og Trausti Eyjólfsson. Skúli fyrsti íslendingurinn undir 16 sek. Þótt þátttakan væri litil i 400 m. gr,- hlaupinu (3 menn) var hún þá enn minni i 110 m. grindahlaupinu, sem þó er búið að vera á dagskrá í 36 ár. Má þetta alls eklti ganga svona til lengur. Af 3 keppendum á skrá gekk einn úr. Var það methafinn Finnbjörn Þorvaldsson. Urðu það mörgum vonbrigði, þar sem þeir Skúli hafa ekki keppt saman siðan 1945, en Skúli hinsvegar aldrei tapað grindahlaupi. Þótt Skúli hefði þannig litla samkeppni, hljóp hann svo greitt og ákveðið alla leið, að engu var Hkara en liann liugði Finnbjörn vera við hlið- ina á sér. Þrátt fyrir frekar þunga braut tókst Skúla að lækka íslandsmet Finnbjarnar úr 16,2 sek. niður í 15,8 sek. Er metið nú orðið vel sambærilegt við flest önnur met okkar og gefur rétt 800 stig. Það muu ekki orka tvímælis, að Skúli sé bezti grindahlaupari sem við höfum átt, því að hann hugsar fyrst og fremst um að lilaupa grindahlaupið, en ekki stiikkva það í gegn eins og marg- ir gera. Úrsiii. íslandsmeistari 1947: — Skúli Guðmundsson, KR. 15,8 sek. (nýtt íslandsmet) 2. Ólafur Nielsen, Á. 17,2 sek. Meistari í fyrra: Finnbjörn 16,2 sek. Spennandi keppni í sleggjukasti. Af 5 skráðum keppendum komu 6 til leiks svo að heimtur Voru meira en 100 %! Aðalkeppnin varð milli Vestmanna- eyinganna Simons Waagfjörð og Áka Granz sem nú keppir fyrir Selfoss. — Þegar síoasta limferð hófst, hafði Áki kastað lengst 38,60 m., en Símon 38,18 m. Áki kastaði fyrst og mistókst (35,58 m.). Iíom nú röðin að Símoni og tókst honum að ná svipaðri lengd og bezta kast Aka. Var mikill spenningur um það hvort kastið væri lengra. Við ná- kvæma mælingu reyndist það vera 38, 61 m. og vann Símon því íslandsmeist- aratitilinn á 1 cm. Báðir kasta þeir ágætlega en eru nokkuð léttir fyrir þessa íþróttagrein. Úrslit: íslandsmeist- ari: Símon Waagfjörð, ÍBV, 38,61 m. 2. Áki Grans, Self. 38,60 m. 3. Þórður Sigurðsson, KR, 33,23 m. 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 32,39. Meistari í fyrra: Vilhj. Guðmundsson, KR, 38,34 3. dagur mótsins, 13. ágúst. Haukur hleypur 200 metrana á mettíma. Þar sem það hafði heyrst að fram- Skúli Guömundsson. kvæmdanefnd mótsins myndi ætla að haga framhaldi meistaramótsins eftir veðri og hentugleikum, var nokkur ó- vissa uni hvaða greinar yrðu teknar. þriðja dag mótsins þótt leikskráin sýndi bæði boðhlaupin og fimmtárþrautina. Þar sem Veður var óhagstætt, kaldi og nokkur vindur af suðvestan, var á- kveðið að bíða með úrslit 100 m. hlaups- ins, sem frestað hafði verið daginn áður, en taka í þess stað úrslit í 200 m. hlaupinu frá fyrsta degi mótsins. Voru keppendur látnir hlaupa syðri beygjuna vegna vindsins. Haukur dró 1. braut, Finnbjörn 2. Trausti 3. og Ásm. 4. Sýndi Haukur nú greinilega að Iiann er orðinn sterkari en Finn- björn á þessari vegalengd — og sigr- aði örugglega. Vann hann stöðugt á frá byrjun og hljóp framúrskarandi vel. Finnbjörn var í daufara lagi en Ásm. og Trausti hinir sprækustu og ekki ýkja langt á eftir honum. Tími Hauks reyndist vera 22,1 sek. eða ná- kvæmlega jafn meti Finnbjarnar og því nokkurnveginn öruggt að hann yrði valinn í Norðurlandaliðið á þessa vega- lengd. Úrslit urðu þessi: íslandsmeistari 1947: Haukur Clau- sen, ÍR, 22,1 sek. 2. Finnbjörn Þorvalds- son, ÍR, 22,4 sek. 3. Ásm. Bjarnason, KR, 22,9 sek. 4. Trausti Eyjólfsson, KR, 23,3 sek. Meistari i fyrra: Finnbj. 22,6 sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.