Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13
Öskar Jónsson setur met í 1500 metra hlaupi. Næst var 400 m. hlaupið, en það var B riðill, (Daginn eftir átti aS keppa i A-riðli). í þessu hlaupi varð Reynir Sigurðsson 4. á 52,1 sek., en sigurvegar- inn Roy Hansen hljóp á 51,2. Áhorfend- ur virtust vera mjög hrifnir af íslend- ingum og „virtust liinir amerísku í- þróttamenn falla i skugga“, eins og norsku blöðin orðuðu það daginn eftir. Næsta grein var 1500 m. hlaupið. Um það hefur mikið verið rætt, en ég mun þó minnast á það nokkuð. Strax eftir viðbragðið hélt Óskar sig aftarlega, en Hulse frá U. S. A. og Sponborg frá Noregi voru fyrstir. Er um 300 m. voru eftir virtist sem Norðmaðurinn ætlaði að sigra, því að þá var hann kominn fram úr Hulse. En þá kom eins og eitt norsku blaðanna sagði, „hvitklædd vera frá íslandi ])jótandi og geystist fram úr Hulse og Sponborg, þegar um 100 m. voru eftir.“ Hrifning áhorfendanna ætl- aði aldrei að linna, þegar Óskar Jóns- son kom fyrstur að marki á nýju ísl. meti 3:53,4 mín. Ummæli norsku blað- anna daginn eftir um þennan íslending, sem alls ekki hafði verið reiknað með, voru í einu orði sagt lofsamleg. Tími Óskars er 5 sek. betri en gamla metið, sem hann setti á Evrópumeistara- mótinu í fyrra og jafnframt fyrsta met- ið, sem gefur yfir 1000 stig eða rétt 1008 stig. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 í langstökki fengu Norðmenn I. og 2. sætið en 3. og 4. fengu íslendingar. Stenerud var fyrstur með 0,93 m. Lang- bakke 2. með 6,85, Örn Clausen 3. með 0,77 m. og Magnús Baldvinsson 4. með 6,61 m. Síðasta greinin sem við tókum þátt i þennan dag var 4x100 m. boðhlaup. í ÍR-sveitinni voru þeir Finnbjörn, Reyn- ir, Örn og Haukur. F’innbjörn hljóp fyrsta sprettinn mjög vel og dró mikið á alla keppendurna, en skiptingin hjá Finnbirni og Reyni tókst mjög illa og var ÍR-sveitin orðin síðust eftir aðra skiptingu, sem tókst iúnsvcgar vel og einnig sú þriðja. Eftir síðustu skiptingu var ÍR 6—7 metrum á eftir Tjavle- félaginu og 2 metra á eftir Ready-félag- inu, en þá skeði dálitið óvænt. Haukur náði Block, sem hljóp fyrir Ready, og kom 1 metra á undan lionum i markið, og samhliða Tjavle-manninum, sem fékk keflið 6—7 metrum á undan. „Það var eitthvað „Dillardskt" við þennan 18 ára íslending í þessu lilaupi,“ sagði Arbej- derbladet daginn eftir. Sveit U. S. A. varð fyrst og hljóp á 42,0. Tjavle og ÍR urðu nr. 2 og 3 á 43,2, sem er nýtt íslenzkt met, en Ready 4. á 43,3 sek. Þá var fyrri deginum lokið og biaða- ummælin birt daginn eftir voru mjög lofsamleg í garð íslendinga. „Dagur Bandarikjanna og íslands á Bislet i gær“ sagði Arbejderbladet i aðalfyrir- sögn, og segir þar m. a. á þessa leið: „íslendingarnir vöktu alveg sérstaka athygli i gær. Kom glöggt í ljós hve góðir þeir eru spretthlaupararnir Thor- valdsson og Clausen. og endasprettur- inn hjá Óskari Jónssyni i 1500 m. var hrein „sensasjon." Og ennfremur: „íþróttafélag Reykja- víkur heitir félagið, sem íslenzku í- þróttamennirnir eru í. Það er forustu- félag i frjálsum íþróttum á íslandi og í flokknum, sem hér er nú, eru allt mjög ungir menn.“ .... „íslendingarn- ir voru afar vinsælir á Bislet í gær og kepptu mjög við amerísku íþróttamenn- ina um hylli áhorfenda.“ Og „Morgenposten“ segir: „Enda þótt Ameríkanarnir hafi náð frábærum á- rangri, voru það engu síður fulltrúarn- ir frá sögueyjunni, sem nutu hylli okk- ar i gær.“ Aðalfyrirsögnin í Aftenposten er þessi: „íslendingurinn Óskar Jónsson setti nýtt íslandsmet í 1500 m. — Sigr- aði hann óvænt bæði Sponborg og Hulse. — Stór dagur fyrir íslendinga.“ Viðbragðið í 100 m. hlaupinu á Oslóleik unum. Frá vinstri: Finnbjörn, Bloch, Haukur, Guida, Dillard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.