Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 29
ÍÞRÖTTABLAÐIÐ 19 Jóel Sigurösson, 1. R. stökk, en Halldór Lánisson lengdi sig smátt og smátt upp i 6,81 m., sem er óvenju góður árangur og mun betri en hann hefur náö áður. Úrslit: ís- landsmeistari 1947: Finnbjörn Þorvalds- son, ÍR 7,14 m. 2. Oliver Steinn, FH 6,86 m. 3. Halldór Lárusson, Ums. K. 6,81 m. m. 4. Magnús Baldvinsson, ÍR 6,64 m. 5. Þorbjörn Pétursson* Á. 6,39 m. 6. Óli P. Kristjánsson, HSÞ. 6,35 m. 7. Stefán Sör- ensson, HSÞ. 6,27 m. Meistari i fyrra, Oliver Steinn 6,99 m. Fyrsti íslendingur yfir 60 metra. Loks komst spjótið yfir hið langþráða takmark 60 metra. Jóel var i essinu sínu og kastaði strax í fyrsta kasti vel yfir 60 metra merkið, sem síðar reyndist ná- kvæmlega 60,82 m. Hin köstin voru öll styttri, enda var takmarkinu náð með fyrsta kastinu. Fyrra metið sem Jóel setti á Afmælismóti IR. var 59,07 m. svo að hann bætti það um 1,75 metra. Til fróðleiks má geta þess, að þetta kast Jó- els er 1 cm. lengra en Evrópumeistarinn Atterwall kastaði á afmælismótinu i júlí. Hjálmar Torfason, HSÞ, sýndi að hann er í stöðugri framför. Kastaði 55,17 'm., en á þó eftir að geta bætt sig mikið með bættum stíl. Aðrir voru fyrir neðan 50 metra. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Jóel Sigurðsson ÍR. 60,82 m., 2. Hjálmar Torfason, HSÞ. 55,17 m. 3. Halldór Sig- urgeirsson, Á. 49,97 m. 4. Gísli Kristjáns- son, ÍR, 47,24 m. Meistari i fyrra: Jóel 58,01. Sama áhugaleysið fyrir langhlaupum. Af 4 skráðum þátttakendum 5000 m. hlaupsins mættu aðeins 2 til leiks, þeir gömlu kapparnir Sigurgeir og Indriði. Fóru þeir sér að engu óðslega í þessu leiðinlega veðri þar til síðustu metrana, að það kom i ljós, að báðir vildu vinna. Aðeins öðrum þeirra tókst það að sjálf- sögðu — og féll það í hlut Sigurgeirs. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Sigurgeir Ársælsson, Á. 17:31,2 mín. 2. Indriði Jónsson, KR. 17:32,0 mín. Meistari í fyrra: Indriði 16:29,6 mín. Nýtt met í 400 m. grindahlaupi. Af 5 skráðum þátttakendum mættu aðeins 3 til leiks. Haukur Clausen hætti við þátttöku, en ahnennt hafði verið búist við að hann setti met ef hann keppti. Þrátt fyrir fjarveru Hauks var sett nýtt met í hlaupinu. Gerði það hinn bráðefnilegi hlaupari, Reynir Sigurðs- son, IR. sem enn er drengur að aldri og tími hans því jafnframt drengjamet. Gamla metið var 59,7 sek. sett af Brynj. Ingólfssyni, KR. í fyrra. Þetta nýja met — 59,0 sek. — gefur 740 stig og sam- svara 16,2 — 16,3 i 110 m. grindahlaupi. Er því sjáanlegt að efniviður er hér ágætur i góða grindahlaupara, enda þótt áhugaleysið og þátttökufæð hafi enn sem komið er komið i veg fyrir fyrsta flokks árangur í þessari grein. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Reynir Sigurðsson ÍR. 59,0 sek. nýtt isl. met. 2. Ólafur Niels son, Á. 63,5 sek. 3. Örn Eiðsson, lR. 65,1 sek. Meistari i fyrra: Brynj. Ingólfsson, IvR. 59,7 sek. Annar dagur, þriðjudagur 12 ágúst. 3 íslandsmet í viðbót. Nú var veður mun betra en kvöld- ið áður, lygnt og hlýtt, en brautir nokkuð blautar. Árangurinn varð og eftir veðrinu, því að alls voru sett 3 glæsileg íslandsmet. Sú óhyggilega ráðstöfun varð gerð í sambandi við 100 metra hlaupið að láta 8 menn hlaupa i 3 riðlum og síðan tveim milli- riðlum, en fresta siðan úrslitahlaup- inu um óákveðinn tima, þótt tímarn- ir í undanrásunum (íslandsmetið) hefði átt að sannfæra menn um að hlaupaskilyrði voru hagstæð. Mun þessi ráðstöfun hafa haft mikil áhrif á úr- slit hlaupsins og jafnvel komið i veg fyrir enn betra met en sett var i milli- riðlinum. Finnbjörn 10,7 — Haukur 10,9. Af 11 skráðum þátttakendum mættu 9 til leiks. Var þeim skipt í 3 þriggja manna riðla. Úrslit urðu þessi: 1. riðill: 1. Haukur Clausen, ÍR. 11,2 sek. 2. Reynir Gunnarsson, Á. 11,5 sek. 3. kepp- Reynir Sigurösson, 1. R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.