Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 29

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 29
ÍÞRÖTTABLAÐIÐ 19 Jóel Sigurösson, 1. R. stökk, en Halldór Lánisson lengdi sig smátt og smátt upp i 6,81 m., sem er óvenju góður árangur og mun betri en hann hefur náö áður. Úrslit: ís- landsmeistari 1947: Finnbjörn Þorvalds- son, ÍR 7,14 m. 2. Oliver Steinn, FH 6,86 m. 3. Halldór Lárusson, Ums. K. 6,81 m. m. 4. Magnús Baldvinsson, ÍR 6,64 m. 5. Þorbjörn Pétursson* Á. 6,39 m. 6. Óli P. Kristjánsson, HSÞ. 6,35 m. 7. Stefán Sör- ensson, HSÞ. 6,27 m. Meistari i fyrra, Oliver Steinn 6,99 m. Fyrsti íslendingur yfir 60 metra. Loks komst spjótið yfir hið langþráða takmark 60 metra. Jóel var i essinu sínu og kastaði strax í fyrsta kasti vel yfir 60 metra merkið, sem síðar reyndist ná- kvæmlega 60,82 m. Hin köstin voru öll styttri, enda var takmarkinu náð með fyrsta kastinu. Fyrra metið sem Jóel setti á Afmælismóti IR. var 59,07 m. svo að hann bætti það um 1,75 metra. Til fróðleiks má geta þess, að þetta kast Jó- els er 1 cm. lengra en Evrópumeistarinn Atterwall kastaði á afmælismótinu i júlí. Hjálmar Torfason, HSÞ, sýndi að hann er í stöðugri framför. Kastaði 55,17 'm., en á þó eftir að geta bætt sig mikið með bættum stíl. Aðrir voru fyrir neðan 50 metra. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Jóel Sigurðsson ÍR. 60,82 m., 2. Hjálmar Torfason, HSÞ. 55,17 m. 3. Halldór Sig- urgeirsson, Á. 49,97 m. 4. Gísli Kristjáns- son, ÍR, 47,24 m. Meistari i fyrra: Jóel 58,01. Sama áhugaleysið fyrir langhlaupum. Af 4 skráðum þátttakendum 5000 m. hlaupsins mættu aðeins 2 til leiks, þeir gömlu kapparnir Sigurgeir og Indriði. Fóru þeir sér að engu óðslega í þessu leiðinlega veðri þar til síðustu metrana, að það kom i ljós, að báðir vildu vinna. Aðeins öðrum þeirra tókst það að sjálf- sögðu — og féll það í hlut Sigurgeirs. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Sigurgeir Ársælsson, Á. 17:31,2 mín. 2. Indriði Jónsson, KR. 17:32,0 mín. Meistari í fyrra: Indriði 16:29,6 mín. Nýtt met í 400 m. grindahlaupi. Af 5 skráðum þátttakendum mættu aðeins 3 til leiks. Haukur Clausen hætti við þátttöku, en ahnennt hafði verið búist við að hann setti met ef hann keppti. Þrátt fyrir fjarveru Hauks var sett nýtt met í hlaupinu. Gerði það hinn bráðefnilegi hlaupari, Reynir Sigurðs- son, IR. sem enn er drengur að aldri og tími hans því jafnframt drengjamet. Gamla metið var 59,7 sek. sett af Brynj. Ingólfssyni, KR. í fyrra. Þetta nýja met — 59,0 sek. — gefur 740 stig og sam- svara 16,2 — 16,3 i 110 m. grindahlaupi. Er því sjáanlegt að efniviður er hér ágætur i góða grindahlaupara, enda þótt áhugaleysið og þátttökufæð hafi enn sem komið er komið i veg fyrir fyrsta flokks árangur í þessari grein. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Reynir Sigurðsson ÍR. 59,0 sek. nýtt isl. met. 2. Ólafur Niels son, Á. 63,5 sek. 3. Örn Eiðsson, lR. 65,1 sek. Meistari i fyrra: Brynj. Ingólfsson, IvR. 59,7 sek. Annar dagur, þriðjudagur 12 ágúst. 3 íslandsmet í viðbót. Nú var veður mun betra en kvöld- ið áður, lygnt og hlýtt, en brautir nokkuð blautar. Árangurinn varð og eftir veðrinu, því að alls voru sett 3 glæsileg íslandsmet. Sú óhyggilega ráðstöfun varð gerð í sambandi við 100 metra hlaupið að láta 8 menn hlaupa i 3 riðlum og síðan tveim milli- riðlum, en fresta siðan úrslitahlaup- inu um óákveðinn tima, þótt tímarn- ir í undanrásunum (íslandsmetið) hefði átt að sannfæra menn um að hlaupaskilyrði voru hagstæð. Mun þessi ráðstöfun hafa haft mikil áhrif á úr- slit hlaupsins og jafnvel komið i veg fyrir enn betra met en sett var i milli- riðlinum. Finnbjörn 10,7 — Haukur 10,9. Af 11 skráðum þátttakendum mættu 9 til leiks. Var þeim skipt í 3 þriggja manna riðla. Úrslit urðu þessi: 1. riðill: 1. Haukur Clausen, ÍR. 11,2 sek. 2. Reynir Gunnarsson, Á. 11,5 sek. 3. kepp- Reynir Sigurösson, 1. R.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.