Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 25

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 25
IÞRÓTTABLAÐIÐ 15 Til viðbótar þessari látlausu frá- sögn Ara GuSmundssonar, ber að geta þess aS hann tók þátt í keppni á 100 metra frjálsri aðferð milli þeirra, sem ekki höfðu komizt í úr- slit. Náði hann þar mun betri árangri en á aðalmótinu, eða 1:02,9 mín, og samsvaraði sá tími meti hans (1:01,5 mín.), sem sett er hér heima í helm- ingi styttri laug (25 m.). Frakklandsförum fagnað. 25. sept s.l. hélt Sundráð Reykja- víkur móttökusamsæti fyrir sundmenn þá, sem þátt tóku í Evrópumeistara- mótinu í Monte Carlo. ,Ión I). Jónsson varaform ráðsins bauð sundmennina og fararstjóra þeirra velkomna og þakkaði þeim fyrir góða frammistöðu. Færði hann Sigurði KR-ing blóma- bikar fyrir það frækilega afrek að komast í úrslit í 200 m. bringusundi. Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage, tók í sama streng og afhenti Sigurði silfur- bikar frá Í.S.Í. í viðurkenningarskyni fyrir það, að hann er fyrsti íslenzki sundmaðurinn, sem kemst í úrslit á alþjóðasundmóti. Þá tók til máls Eringur Pálsson fararstjóri sundmanna. Þakkaði hann móttökurnar og sagði siðan ferðasög- una, sem var hin viðburðarikasta. Kom þar í Ijós að þrátt fyrir ervitt ferðalag og slæma aðstöðu íslending- anna hefði árangur þeirra orðið vel saöibærilegur við ýmsar aðrar stærri þjóðir. Varð ísland 11. í röðinni af 14 þjóðum (í karlasundinu) með 1 stig, en Finnland, Sviss og Grikkland fengu ekkert stig. Að lokum mælti Jón Pálsson lands- jijálfari í sundi nokkur hvatningar- lorð til sundmanna og siðan var sam- sætinu slitið. íþróttablaðið kann öllum, sem lánað liafa blaðinu myndir á þessu ári, hinar beztu þakltir. Meðal þeirra, sem mest hafa stutt blað- ið á þennan hátt má nefna Friðrik Clau- sen, Steingrím Hermannsson, Gunnar Hjaltason, Sigurð S. Ólafsson, Brynjólf Ingólfsson, Inga Þorsteinsson, Ölaf K. Magnúss., Sigurð Norðdahl, Örn Clau- sen, Ara og Þorbjörn Guðmundssyni. Sigurður Greip Eldr er bestr með ýta sonum og sólar sýn, heilindi sitt ef hafa náir ok án lösts at lifa. Það er ekki ætlunin með línum þessum, að fara að rita langt mál um Sigurð Greipsson þó að vissulega væri ástæða til þess, heldur hitt, að minn- ast hans með örfáum orðum hér í íþróttablaðinu, nú á þessum tímamót- um í ævi hans. Sigurður er fæddur i Haukadal 22. ágúst 1897', sonur Greips bónda Sig- urðssonar í Haukadal og Katrínar Guð- mundsdóttur frá Stóra-Fljóti i Biskups- tungum, en forfeður Sigurðar hafa um langan aldur húið í Haukadal. Hugur Sigurðar snérist snemma að félags- og íþróttamálum og má í þvi sambandi geta þess, að á s.l. ári var liann búinn að vera sambandsstjóri Héraðssambandsins „Skarphéðins“ um 25 ára skeið og að íþróttaskólinn í Haukadal átti einnig 20 ára starfsaf- mæli á því ári. Þess er einnig vert að geta, að þrátt fyrir margþætt á- hugamál og störf, hefir Sigurður Greips son aldrei gleymt æskuhugsjón sinni að verða myndarlegur bóndi og skil- ur hann manna bezt gildi sveitalífs- ins fyrir islenzka æsku og menningu og manndóm þjóðarinnar. Sigurður er bæði vel menntaður og viðlesinn, má um hann segja að hann hafi bæði framast innan lands og utan I einni utanför sinni kynntist hann Niels Bukh í Ollerup og ákvað þá, að fara á iþrótta-lýðháskólann hjá hon- um með þeim einbeitta ásetningi að koma sem fljótast upp skóla hér heima fyrir landa sína og láta þá njóta góðs af áhugaeldi þeim, sem brann i hans eigin huga, svo að aukin líkamsrækt mætti breiðast víðar út um byggðir landsins. — Stofnun íþróttaskólans í Ilaukadal mun ætíð verða minnst sem mikils þrekvirkis af bláfátækum manni með skuldir frá námsárunum á herðum sér. Slíkt gat sá einn leyst af hendi, sem hafði stálvilja og framsýni til sson íimmtugur að bera. Auk þess, sem íþróttaskólinn í Haukadal undir handleiðslu Sigurð- ar Greipssonar vinnur markvisst að andlegri og líkamlegri vaxtarrækt, þá hefir skólastjórinn Sigurður Greips- son sérstakt lag, vegna síns andlega at- gervis, á að beina liuga nemenda. sinna frá leti, deyfð og dáðleysi eiturnautna og slæpingjalífi, í áttina til starfs og sjálfstrausts. Hver sú þjóð, sem á slíkum mönnum á að skipa sem Sigurði Greipssyni, er rík. Það hefir stundum verið sagt um Sigurð Greipsson að hann væri hinn ókrýndi konungur sveitanna, svo hefir hann þótt af öðrum mönnum bera. Enn eiga Sunnlendingar sinn höfðingja búsettan í Haukadal. Eins og áður er áminnst þá hefur Sigurður látið félagsmálin mjög til sín taka, á hann nú sæti í stjórn ÍSÍ og hefir átt þar sæti í mörg undanfarin ár. Málefni Ungmennafélaganna hefir hann og látið mikið til sín taka. Sigurður Greipsson, var glimukappi íslands frá 1922 til 1927 og fékk hann aldrei byltu í þeim Íslandsglímum, sem hann tók þátt í. Sigurður er gift- ur Sigrúnu Bjarnadóttur, ágætiskonu og eiga þau hjónin fjóra sonu á lífi. Eg óska Sigurði Greipssyni innilega til hamingju með hans mikla starf og mörgu og umfangsmiklu áhugamál. Kjartan Bergmann.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.