Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 36

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 36
26 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ FINNLANDSFOR ARMANNS Íþróttahátíðin í Finnlandi 1947. Stjórn Iþróttasambands Finnlands hafði i samráði við utanríkismála- ráðuneytið boðið til hátíðarinnar öllum þeim þjóðum, sem Finnar liafa stjórn- málasamband við. Þessar þjóðir tóku boðdnu og sendu íþróttamenn til hátíðahaldanna. Belgia, Danmörk, Egyptaland, Eng- land, Finnland, Holland, ísland, Ítalía Noregur, Portugal, Luxemburg, Ung- verjaland, Rússland, Tékkóslóvakía, Tyrkland og Svíþjóð. Rúmlega 60 þúsund íþróttamenn og konur tóku þátt í þessari miklu í- þróttahátð og fóru alls fram 83 sjálf- stæðar íþróttasýningar og keppnir mótsdagana, í öllum þeim íþróttum, sem iðkaðar eru meðal menningar- þjóða. Sunnudaginn 29. júní kl. 7 árd. áttu þátttakendur að mæta á leikvanginum (Stadion og Bollplan). Því að nú skyldi fara fram sú fjölmennasta og tilkomumesta ganga íþróttamanna, er sést hefði i Vestur-Evrópu. Kl. 8,45 hófst svo ganga þessara 60 þúsund íþróttamanna, fyrst kom fánaborg, síðan allir erlendir íþróttamenn, þjóðirnar eftir stafrófsröð karlmenn sem tóku þátt i hópsýningunum og s. frv. Var bæði tilkomumikið og há- tíðlegt að sjá skrúðgönguna. Gangan stóð yfir i tvær klukkustundir um götur Helsingfors og var fagnað ákaft og innilega af hundruðum þúsunda glaðra Finna í glampandi sólskini. I borginni voru nú að minnsta kosti tvöfalt fleiri íbúar en venjulega. Skrúðgangan staðnæmdist á þren ur aðaltorgum borgarinnar: Stórtorg- inu, Sölutorginu og Járnbrautartorg- inu. Kl. 11 árd. hófst útig'uðsþjónusta og talaði Gulin biskup af tröppum stórkirkjunnar, en þar á torginu fyr- ir framan stóðu um 40 þúsund í- þróttamenn og meðal þeirra allir er- lendu íþróttamennirnár. Biskupinn flutti kveðju finnsku kirkjunnar og þakkaði það samstarf, sem löngu Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns og fararstjóri í Finnlandsförinni. væri hafið milli kirkjunnar og íþrótta hreyfingarinnar. Kl. 2 þennan sama dag hófst svo setning mótsins mjög hátíðlega á Olympsleikvanginum, sem tekur 60 þús- und áhorfendur. — Þar fluttu ræður Kaikoski forseti iþróttasambandsins, Kaskela framkvæmdastjóri hátíðar- haldanna og Paasikivi forseti Finn- lands, sem setti hátíðina. Var hon- um aflient nafnaskrá með rúmum 800 nöfnum (íþróttaboðhlaupið). Finnar söfnuðu peningum á þann hátt til mótsins að hver maður sem skrifaði nafn sitt á nafnaskrána greiddi 20 mörk (ca. 1 krónu). Engin le:ð er að segja frá mótinu í stuttri blaðagrein, en til gamans er hér dagskráin einn daginn: Kl. 8 árd. Skotkeppni, kl. 8 Finnskur knattleik- ur, kl. 9 Áhaldaæfingar fimleika- man'na, kl. 9 Körfubolti, kl. 9 Glímu- keppni, kl. 10 Nútíma fimmtarþraut, kl. 10 Veðreiðar, kl. 10 Frjálsar íþrótt- ir, kl. 11 Herkeppni, kl. 12 kvenleik- fimi, kl. 12 Róður, kl. 13 Veðreiðar, kl. 14 Skilmingar, kl. 15 Kvenleik- fimi, kl. 16 Tennis, kl. 18 Frjálsar íþróttir, kl. 18 Glíma, kl. 19 Hand- knattleikur, kl. 19 Fimleikar, kl. 19,30 Róður, kl. 20 Kvenleikfimi, kl. 22 Hlaup eftir áttavita. Eins og kunnugt er fóru héðan þrír Þátttakendur Islands í skrúögöngunni. Fremst ganga merkisberi, fánaberar, Jón Þorsteinsson, Jens Guðbjörnsson og kona hans, sem skartar ísl. búningi. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.