Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 23

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 23
Úrleik Alianza Lima við FC Santos í meistarakeppni Suður-Ameríku árið 1964. Perúbúinn Tenemas sparkar í brjóstið á brasilíska markverðinum Giimar, áðuren Peie og aðrir leikmenn brasiliska liðsins koma til hjálpar. sem stjórnmálamenn hafa gert að henni undanfama áratugi. Ekki fer á milli mála að íþrótt- um og stjórnmálum er rækilega blandað saman. Segja má að allt að því sjúklegur metnaður sem stundum mætti fremur flokka undir þjóðemishroka birtist í íþróttunum, og þær eru óspart notaðar til þess að sanna að eitt þjóðfélagskerfi sé öðrum betra. Þannig hafa t.d. Austur-Evrópu- þjóðirnar talið það þjóðskipulagi sínu til ágætis hve vel íþróttafólk þessara þjóða hefur staðið sig á alþjóðlegum vettvangi, og ekkert hefur verið til sparað til þess að ná árangri. Eru næsta óhuggu- legar lýsingar á því hvernig börn eru bókstaflega tekin frá foreldr- um sínum og alin upp á ríkis- stofnunum til þess að verða síðan afburða íþróttafólk. En þessi mál hafa líka bjartari hliðar. Flestum mun sennilega í fersku minni að Bandaríkin og Kína notuðu á sínum tíma íþróttafólk, borðtennisleikara, til þess að opna bambustjaldið. íþróttafólk ruddi þar brautina til friðsamlegri sambúðar. En það er ekki bara hjá stjórn- málamönnunum sem ófriður ríkir þegar íþróttir eru annars vegar. í sumum ríkjum eru íþróttamenn nánast hermenn sem sendir eru í stríð, ýmist til þess að sigra landa sína í öðrum liðum, eða þá útlendinga. Það gleymist að íþróttimar eru í eðli sínu leikur, sem eiga að veita þátttakendum hvort sem er á íþróttavöllunum eða á áhorf- endapöllunum gleði og ánægju. Hatrið er haft í fyrirrúmi, og oft sjást ótrúlegustu bolabrögð og illmennska á keppnisvöllunum. íslenskir íþróttaáhugamenn heyrast t.d. oft kvarta yfir því hve knattspyrnan á íslandi sé gróf og ruddaleg, og víst er að margir knattspymumenn meiðast árlega vegna þess að andstæðingar þeirra gleyma sér í hita leiksins og sýna af sér óþarfa bellibrögð. En það sem gerist á völlunum á íslandi er hreinn barnaleikur miðað við það sem tíðkast víðast annars staðar — ekki síst í hinum harða heimi atvinnuknattspyrn- unnar, þar sem leikmenn velja stundum þann kost frekar að misþyrma andstæðingnum en að láta í minni pokann. 23

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.