Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 62

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 62
r A útivelli AFREKSMANNAHLJÓMSVEITIN Tríóið sem virðist þama leika af hjartans list er þekkt fyrir annað en hljóðfæraleik. Það er nefnilega Bjöm Borg sem sveiflar um sig bassagít- amum, kona hans, Mariana Simoneco-Borg er með sóló- gítarinn og maðurinn á trommunum er enginn annar en Jody Scheckter, sá er varð heimsmeistari í kappakstri ár- ið 1979. Það fylgir ekki sög- unni hvernig áheyrendum geðjaðist að tónlistinni, eða hvort hún var yfirleitt nokkur. Dómarínn hafði sam- úð með áhugamanninum Ungverski knattspymu- áhugamaðurinn Nikilai Hor- vath var nýlega kallaður fyrir rétt í heimalandi sínu, og hon- um gefið að sök að hafa kastað múrsteini gegnum rúðu í stór- verslun. Hann gaf þá skýringu á framferði sínu að hann hefði misst stjóm á sér vegna þess að félag hans tapaði knatt- spyrnuleik 2-8. Dómarinn sagði: „Ég sá þennan leik sjálfur, og ég skil tilfinningar þínar. Þú sleppur með aðvör- un, en ég vil gefa þér þá ábendingu að gerast stuðn- ingsmaður annars félags í framtíðinni.“ Menotti reynir fyrir sér í golfinu Cesar Luis Menotti þjálfari og stjómandi argentínska knattspyrnulandsliðsins er nú farinn að leika golf. Það er þó sagt að ekki gangi of vel hjá honum í þeirri íþróttagrein, mest vegna þess að hann þarf að leggja frá sér sígarettuna í hvert skipti sem hann slær boltann. „ÉG SÉ BARA HVERGI MARKIÐ FYRIR ÞEIM” „Hvað á ég að gera — ég sé hreinlega ekki markið,“ gæti hinn frægi þýski handknatt- leiksmaður Erhard Wunder- lich verið að segja, þegar hann lítur hálf ráðleysislega til bekkjarins áður enn hann átti að taka aukakast í landsleik Vestur-Þjóðverja og Sovét- manna sem fram fór í vetur. Sovétmennimir mynda vegg, sem erfitt virðist að koma knettinum framhjá, enda tókst Wunderlich það ekki þótt snjall væri. 62

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.