Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 5

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 5
Efn isvfi rl it ÍÞRÓTTABLAÐIÐ brá undir sig betri fætinum, heimsótti Mílanóá Ítalíu og hitti að máli einn besta knattspyrnu- mann fyrr og síðar, Ruud Gullit. í athyglisverðu viðtali segir Gullit frá þeim vandamálum sem fylgja því að vera knattspyrnumaður á Ítalíu og hann gefur lesendum ÍÞRÓTTA- BLAÐSINS innsýn í einkalíf sitt. Enn- fremur segir hann frá kynnum sínum af Pétri Péturssyni og svarar spurn- ingunni um hvað honum detti fyrst í hug þegar hann heyrir ísland nefnt á nafn. Sigurför íslenska landsliðsins í hand- knattleik til Frakklands verður lengi í minnum höfð því glæsilegri árangri hefur ísland ekki náð í keppni í hóp- íþrótt á erlendum vettvangi. En hvað gerðist bak við tjöldin? Geir Sveins- son, einn landsliðsmanna, hélt dag- bók fyrir ÍÞRÓTTABLAÐIÐ og segir m.a. í léttum dúr frá andrúmsloftinu sem var ríkjandi í herbúðum lands- liðsins í keppninni og samskiptum leikmanna við Bogdan. Jón Kr. Gíslason körfuknattleiksmað- ur og þjálfari hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Hann hefur náð einstökum árangri sem íþróttamaður og fyrir utan það að leiða Keflavík til sigurs í úrvalsdeild- inni, gerði hann meistaraflokk kvenna að íslands- og bikarmeistur- um. í hressilegu viðtali talar Jón Kr. tæpitungulaust um körfuknattleik á íslandi og segir álit sitt á mönnum og málefnum. Auk þess segir hann frá því hver sé lykillinn að eigin vel- gengni í körfubolta. 5

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.