Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 12

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 12
Gullit og Van Basten hafa leikið geysilega vel með AC Milan í vetur og eru lykilmenn liðsins. Hluti af félagsaðstöðunni á æfinga- svæði AC Milan í Milanello. þig að fara frá Haarlem yfir til Feyen- oord og síðar til PSV Eindhoven? „Já, það má með sanni segja þvíég var ekki vanur að æfa tvisvar á dag. Áður hafði ég verið hálf-atvinnumað- ur og hjá Haarlem voru hlutirnir ekki teknireins alvarlega. Fyrstu þrír mán- uðurnir hjá Feyenoord voru mjög erf- iðiroggerði égfáttannaðen að hvíla mig á milli æfinga." — Voru þið Pétur góðir kunningj- ar? „Já, við vorum það og ég kunni ákaflega vel við hann. Hann tók Iff- inu létt en fótboltann tók hann alvar- lega. Og hann var mjög hæfileikarík- ur knattspyrnumaður og erfitt að leika á móti honum á æfingum." Gullit var mjög sigursæll knatt- spyrnumaður þegar hann lék í Hol- landi. Hann lék með Feyenoord á árunum 1982-'85 og skoraði 30 mörk í 85 leikjum. Árið 1984 varð Feyen- oord bæði Hollandsmeistari og bik- armeistari ogátti Gullitstærstan þáttí því. Með PSV Eindhoven lék hann á árunum 1985-'87 og varð tvívegis meistari. Árið 1985 var hann kjörinn besti knattspyrnumaður Hollands og árið 1987 hlotnaðist honum sá heið- ur að vera kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og besti knattspyrnumaður heims. Alls lék Gullit 68 leiki með PSV og skoraði 46 mörk. Ætli það hafi komið honum á óvart að stórlið eins og AC Milan skyldi falast eftir honum? „Já, það kom mér á óvart því AC Milan er eitt besta og virtasta knatt- spyrnufélag heims. Ég hafði heyrt og séð margt frá ítalska fótboltanum og hann heillaði mig. Auk þess var PSV orðið það mikið yfirburðalið í Hol- landi að við lékum örfáa leiki á ári sem voru virkilega erfiðir. Með fullri virðingu fyrir hollenskum fótbolta eru of fá topplið þar. Þess vegna varð ég að hugsa mér til hreyfings. Hver leikur á Ítalíu er sem úrslitaleikur og það voru því töluverð viðbrigði að byrja að leika þar. Sé maður ekki í 100% keppnisformi á maður litla möguleika." Gullit sagði að önnur stórlið hefðu ekki haftsambandviðsigáþeimtíma sem AC Milan var að falast eftir hon- um en þó las hann í blöðunum að Real Madrid ogjuventus hefðu einn- ig áhuga. „Sweeper“ stað- an of auðveld“ — Er það rétt að þegar AC Milan falaðist fyrst eftir þér hafi liðið haft í huga að kaupa þig sem „sweeper"? „Já, það er rétt en hins vegar gerði ég þeim það strax Ijóst að á þeirri stöðu hafði égengan áhuga. Ekki það að mér leiðist sú staða heldur nýt ég mín mun betur annars staðar á vellin- um. Mér finnst „sweeper" staðan of auðveld og ég fæ ekki nógu mikið út úr því að leika í vörninni. Því nær sem ég er marki andstæðinganna því betur líður mér." — Heldur þú að með frammi- stöðu sinni í Evrópukeppni landsliða í Þýskalandi í fyrra hafi varnar- mennirnir Frank Rijkaard og Roland Koeman breytt ímynd varnarmanns- ins? Nú er ekki lengur aðalatriðið að geta bara hreinsað sem lengst og skallað að vítateig andstæðinganna. „Þeir léku einfaldlega eins og varnarmenn í Hollandi eru þjálfaðir. Þetta er hinn hollenski stíll. Varnar- menn eru hluti af sókninni. í vörninni hefjast flestar sóknaraðgerðir og því verða varnarmenn að skila boltanum vel frá sér og vera framsæknir sé þess þörf. Frammistaða þeirra kom mér ekkert á óvart en kannski öðrum." — Kom það þér á óvart að hol- lenska landsliðið skyldi sigra í Evr- ópukeppninni? „Já, í raun og veru kom það mér á 12

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.