Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 14

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 14
— Hvernig stendur á því að Hol- land elur af sér svo marga afburða knattspyrnumenn um þessar mundir og nægir þar að nefna þig, Van Bast- en, Rijkaard og Koeman? „Þetta er bara tímabundið að mínu mati. Eftir nokkur ár verða hugsan- lega leikmenn frá öðru landi mikið í sviðsljósinu. Holland hefur verið mikið inni í umræðunni eftir sigurinn í Evrópukeppninni og sömuleiðis eft- ir sigur PSV í Evrópukeppni félags- liða. Þar af leiðandi hafa hollenskir leikmenn verið áberandi og þeir urðu einnig í fjórum efstu sætunum í kjöri knattspyrnumanns Evrópu. Svona gengur þetta og gerist í knattspyrn- unni og mun ætíð verða sveiflu- kennt." — Telur þú að sigur ykkar í Evrópukeppninni hafi verið sigur leikgleðinnar í knattspyrnu? „Já, og einnig sigur knattspyrnunn- ar sem við lékum. Við höfðum allir ákaflega gaman af því sem við vorum að gera og hlökkuðum til hvers leiks." Ruud Gullitgerðist leikmaður með AC Milan sumarið 1987, sama ár og hann var kjörinn besti knattspyrnu- maður heims eins og áður sagði. Strax á sínu fyrsta keppnistímabili varð hann Italíumeistari og hann virt- ist ekki þurfa langan tíma til þess að aðlagast nýrri leikaðferð. En var hann taugaóstyrkur þegar hann lék sinn fyrsta leik með AC Milan? „Ég var ekki taugaóstyrkur en spenningurinn var mikill. Munurinn á knattspyrnu í Hollandi ogá Ítalíu er sá að á Ítalíu fylgjast allir með af lífi og sál. Þetta er eins og sirkus. Dag- blöð keppast um að skrifa um knatt- spyrnu í sem mestum mæli, uppselt er á nánast hvern einasta leik og allir vilja eiga svolítið í hverjum leik- manni. Þetta getur verið gríðarlega erfitt og tekur stundum á taugarnar." í upphafi keppnistímabilsins átti Gullit við meiðsli í ökkla og lær- vöðva að stríða og gekk liðinu ekki sem skyldi. Hann var inntur álits á því hvers vegna liðið tók ekki við sér fyrr en undir mitt mót? „Nokkrir leikmenn áttu við meiðsli að stríða í upphafi sem gerði það að verkum að við gátum sjaldan stillt upp sama liðinu. Á undanförnum vikum hefur verið hægt að keyra á sama mannskapnum leik eftir leik og þá hefur ekki verið að sökum að spyrja. Við höfum leikið betur með hverjum leiknum að undanförnu og erum búnir að ná upp fyrri styrkleika að mínu mati." — Er mikill rígur og samkeppni meðal leikmanna á æfingum, því baráttan um sæti í liðinu hlýtur að vera mikil? „Nei, þótt ótrúlegt megi virðast þá er svo ekki. Leikmannahópurinn er nánast eins og ein fjölskylda og and- rúmsloftið gott. Menn gefa sér alltaf tíma til þess að brosa og hlæja." — Mérsýndistþú vera hrókur alls fagnaðar á æfingunum og hlæja mest. Er eitthvað til í þvi? „Ég veit það ekki, ég hef einfald- lega gaman af því sem ég er að gera. Það myndi ekki hæfa mér að setja 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.