Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 17
hundleiðinlega leiki en þeir eru færri núna að ég held. Mjög margir stór- skemmtilegir leikir fara fram árlega og leikmenn eru fjölhæfari en áður. Varnarmenn skila betur frá sér bolt- anum og það hefur keðjuverkandi áhrif." — Hvað með gleðina í leikjum, brosa leikmenn of sjaldan og ræðast við í góðu tómi? „Þaðferallteftirþvíhverstaðan er í leiknum," sagði Gullit hlæjandi og bætti við að menn væru yfirleitt létt- ari þegar annað liðið væri öruggt með sigur." — Veltirðu því stundum fyrir þér mataræði þínu? „Stundum, en oftast borða ég það sem mig langar f. Og mér þykir ákaf- lega gott að borða." — Ertu kominn á toppinn sem knattspyrnumaður eða áttu enn eftir að bæta þig töluvert? „Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki staðnaður og vonandi get ég bætt mig töluvert. í það minnsta stefni ég að því að verða betri leikmaður í framtíðinni." Þrátt fyrir að hafa verið grýttur með bönunum í síðasta leik sínum með Feyenoord segist Gullit ekki muna eftir því að hafa lent í vandræðum vegna litarháttar síns. í raun rifjaði þýska tímaritið DER SPIEGEL það upp í viðtali við Gullit fyrir tæpu ári að hann hefði 15 ára gamall orðið fyrir barðinu á lögregluþjóni vegna litarháttar síns. Gullit var þá á leið heim úr skólanum með skólatöskuna sína, mætti lögregluþjóni sem greip í handlegginn á honum og sagði: „Geta niggarar líka lært að lesa?" Um það leyti sem Ruud Gullitvar borinn í heiminn var Nelson Mand- ela fangelsaður fyrir skoðanir sínar á misrétti gagnvart lituðum og hefur hann setið í fangelsi æ síðan. Gullit segist fyrst hafa lesið um Mandela í skóla en síðan fylgst grannt með ölI- um hans málum og segist alla tíð munu berjast gegn aðskilnaðarstefn- unni. Þegar hann var kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu tileinkaði hann Mandela verðlaunin og aðspurður sagðist hann vonast til að jafnrétti milli svartra og hvítra yrði að veru- leika íframtíðinni. Gullit sagðist ekki vera hræddur um að þriðja heims- styrjöldin myndi skella á en hann taldi þaðsamtekki útilokað. En hvað með Guð? Er hann til? Leikmenn AC Milan eru gripnir af fjölmiðlamönnum eftir hverja eina einustu æfingu og þurfa að svara fjölda spurninga. Hér er Frank Rijka- ard í sjónvarpsviðtali. „Guð er ekki til“ „Nei, fyrir mér er ekkert til sem heitir Guð. Spurningin um líf eftir dauðann gerir mig forvitinn en ég er ekki sannfærður um að það sé til." — Hvað gerir þig hamingjusam- an? „Lífið yfirhöfuð og gott veður. Ég hef tvisvar komið til íslands og ég man að þar var allskonar veður. Og þar voru heldur engin tré; það fannst mér skrýtið." — Hvernig sérðu sjálfan þig sem gamlan mann? Gullit hló dátt að spurningunni en svaraði svo: „Ég hef aldrei hugleitt það en úr því þú nefnir það þá er ég strax orðinn forvitinn. Ég hef í raun aldrei hugsað mjög langt fram f tím- ann. Mér finnst svo gaman að lifa að það dugar mér fullkomlega." Gullit segir að ef knattspyrnan hefði ekki heillað hefði hann hugsan- lega unnið að einhverju í tengslum við músík. Félagar hans eru í reggae hljómsveit og hefur hann fengið að syngja með þeim á tónleikum annað slagið. „Ég er ekkert meira hrifinn af reggae en annars konar tónlist. Til dæmis hef ég sérstaklega gaman af hljómsveitinni TalkTalk. Án tónlistar væri lífið mér einskis virði. Ég nýt ekki dagsins nema hlusta á tónlist nokkra klukkutíma á dag." — Hvers vegna hefur litað fólk þennan takt í sér? „Ég veit það ekki. Kannski vegna þess að þegar við leikum músík döns- um við við börnin okkar. Stelpurnar mínar mega t.d. ekki heyra músík þá eru þær komnar af stað." — Hvert er mikilvægasta augna- blik lífs þíns? „Þegar litlu stúlkurnar mínarfædd- ust." Varnardúkkurnar léku stórt hlutverk á æfingu. Pétur Pétursson fór ekki með neitt fleipur þegar hann sagði að Gullit væri áreiðanlega enn sami góði drengurinn og hann var áður en hann fórtil Ítalíu. Þráttfyrirfrægðogframa er hann laus við hroka og sjálfs- ánægju. Hann lifir fyrir knattspyrn- una og fjölskylduna sína og segist vera hlynntur algjöru frelsi á öllum sviðum. Það sést greinilega á hár- greiðslunni sem eru hans helstu ein- kenni. Rauði Escortinn með blæjunni beið fyrir utan æfingasvæðið en þegar hann renndi úr hlaði með dýr- mætustu fætur veraldar, fætur Ruud Gullits, varð mér hugsað til orða Franz Beckenbauers: „Gullit er full- komnasti knattspyrnumaður heims." 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.