Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 37
Linda Steinunn íbyggin á svip fyrir æfingar á jafnvægisslá. Þjálfarar hennar,
Hlín Árnadóttir og Chen Jain eru aldrei langt undan.
Linda Steinunn hlaut samtals
71,712 stig í fjölþraut, Fjóla varð í 2.
sæti með 69,275 stig og Bryndís með
69,013 stig Í3. sæti. ífrjálsu æfingun-
um sýndi Linda mikið öryggi og fór
áfallalaust í gegnum þær.
Linda er 14 ára gömul og hefur
stundað fimleika frá sex ára aldri.
„Við byrjuðum saman fimm vinkon-
ur og höfum haldið hópinn nokkuð
vel síðan. Á þeim tíma voru þær
Brynhildur og Karólína fremstar í
flokki í Björku og vitaskuld voru þær
mín fyrirmynd."
Linda hefur ekki komist slysalaust í
gegnum íþrótt sína því á Norður-
landamótinu í Finnlandi ífyrra hand-
leggsbrotnaði hún og varð að hætta
keppni. Hún var þá í 2. sæti í fjöl-
þraut og átti góða möguleika á verð-
launasæti. „Jú, vitanlega var hrika-
lega svekkjandi að meiðast á þessum
tíma en maður eflist bara við mótlæt-
ið."
Það eru orð að sönnu hjá Lindu því
síðastliðið haust ökklabrotnaði hún
svo illa að fæstir bjuggust við að hún
myndi ná sér fyrir íslandsmótið. „Ég
gat farið að reyna almennilega á fót-
inn að nýju upp úr síöustu áramótum
en ég þarf enn að „teipa" mig á æf-
ingum og í keppni því ég er ekki
alveg búin að ná upp fyrri styrkleika.
Það sem var kannski erfiðast við
þetta íslandsmót var hve stuttan tíma
við höfðum til að ná tökum á skyldu-
æfingunum. Eftir Ólympíuleikana í
Seoul voru teknar upp nýjar æfingar
sem voru kynntar fyrir okkur í janúar
síðastliðnum. Fyrirvarinn var þvíekki
mikill."
— Undirbjóstu þig öðruvísi fyrir
þetta mót en önnur?
„Nei, ég æfði bara vel og passaði
upp á svefninn og mataræðið. Það
sem skiptir hvað mestu máli á svona
móti er að vera yfirvegaður því það
þarf svo lítið út af að bera til þess að
allt fari úrskeiðis. Örlítil mistök geta
skipt sköpum. Vitanlega var ég dálít-
ið stressuð fyrir mótið en um leið og
ég var komin af stað fann égekki fyrir
því. Ég á tiltölulega auðvelt með að
útiloka áhorfendur og annað sem
getur haft áhrif á einbeitinguna.
Mótið var líka erfitt vegna þess að
það spannaði tvær helgar og voru
keppendur orðnir dauðþreyttir í lok-
in. Auk þess er gólfið í Laugardals-
höllinni mun verraen keppendureru
vanir á æfingum því það gefur ekki
nægilega mikinn kraft. Ég hætti til að
mynda við að taka tvöfalt heljarstökk
vegna þess að ég treysti mér ekki til
þesságólfinu. En sem beturferstend-
urtil að fá nýttgólfá næstunni."
Linda Steinunn sagði að tvísláin
hefði verið henni erfið í gegnum árin
og því væri hún að vinna að því að
bæta sig þar. „Bestfinnst mér ég ráða
við gólfæfingarnar og stökkið."
Þetta er greinilega spurning um að
nota „réttu græjurnar" í fimleikum.
Linda undirbýr sig fyrir æfingar á
tvíslá.
37