Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 50
heims. Meðal annarra kunnra leik-
manna í liði AC má nefna bakvörð-
inn Maldini sem sló rækilega í gegn
sem nýliði íEvrópukeppni landsliða í
Þýskalandi í fyrra, Pietro Paolo Vird-
is, Donadoni, Ancelotti, Tassotti og
fyrirliðann Baresi svo einhverjir séu
nefndir. Sem sa^t valinn maður í
hverju rúmi en á Italíu er leyfilegt að
þrír útlendingar leiki með hverju liði.
Van Basten og Donadoni taka upp-
hafsspyrnu leiksins.
AC Milan og Juventus hafa 110
sinnum leikið innbyrðis í deildar-
keppninni og hefur Juventus vinning-
inn þegar á heildina er litið. AC Mil-
an hefur sigrað í 33 leikjum, 39 hefur
lyktað með jafntefli en 38 sinnum
hefur Juventus borið sigur úr býtum.
AC hefur skorað 152 mörk í leikjun-
um gegn 154 mörkum Juventus.
Leikurinn hófst með miklum látum
og stórsókn AC sem varði nánast all-
an leiktímann. Reykmökkur frá blys-
um þakti hluta áhorfendastæðanna
þegar dómarinn flautaði til leiks og
varengu líkaraen sumirværu enn að
upplifa gamlaárskvöld. Þegar
skammt var liðið á leikinn var Ijóst
hvert stefndi. Leikmenn Juventusáttu
sér ekki viðreisnar von gegn frísku
Réttur
þinn
ELLI
LlFEYRIR
til bóta
Tryggingastofnunar ríkisins,
hver er hann? Svariö er aö finna i
bæklingum okkar. Biöjiö um þá.
BÆTUR
TIL EKKNA EKKLA 0G
EINSTÆÐRA FORELDRA
TANNr
IÆKNINGAR
TRYGGINGASTOFNI
RÍKISINS
SLYSA-
BÆTUR
BÆTURI
FÆÐINGAR
ORLOFI
TRYGGI NGAST(
RÍKISINÍ
ÖRORKU-
BÆTUR
SJÚKRA
BÆTUR
IINGASTOFNUN
RIKISINS
Tryggingastof nun ríkisins
Reykur frá blysum í áhorfendastúku-
nni huldi stóran hluta Ieikvangsins í
upphafi leiks.
liði AC. Gullit og Van Basten voru
potturinn og pannan í sóknarleik
liðsins. Rijkaard lék eins og herfor-
ingi í vörninni „a la Guðni Bergsson"
og lét ekkert fram hjá sér fara. Hreint
með ólíkindum hve fljótur hann er
þrátt fyri r að vera 189 sm á hæð og 88
kg-
Eftir 20 mínútna leik var staðan
orðin 2:0 fyrir AC og aðeins undra-
verð markvarsla Tacconi kom í veg
fyrir að þriðja markinu væri bætt við.
Það sem vakti hvað mesta athygli
mína var hversu gífurleg hreyfing var
á leikmönnum AC og hversu fljótir
þeir voru út úr vörninni. Þegar Ju-
ventus var með boltann bökkuðu
sóknarmenn AC aðeins og leyfðu
andstæðingunum að leika fram á
miðjan eigin vallarhelming. Varnar-
menn AC færðu sig síðan fram og
aftur, allt eftir því hvað var viðeigandi
hverju sinni og hvar miðjumenn liðs-
ins voru staðsettir. Ef leikmenn Ju-
ventus, sem voru í sókn, gáfu boltann
aftur á eigin vallarhelming færðu
varnarmenn AC sig framar sem því
nam. Bilið milli sóknarmanna og
50