Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 54

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 54
við í fyrsta sinn og lið Rúmeníu sem við höfðum ekki spilað við síðan í heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986, sællar minningar. Andstæð- ingurinn er grandskoðaður og rætt er fram ogtil baka um hvernigbestsé að spila á móti honum í vörn og sókn. Markmaðurinn er settur undir smásjá og reynt að finna „veiku blettina". Bogdan segir reyndar að lítið gagn sé í því að segja okkur hvar best sé að skjóta á markmenn andstæðinganna því við höfum einstakt lag á að skipa þeim á bekk meðal bestu markvarða heims. Fundirnir sem taka oftast 1 1/2 tíma geta verið ansi erfiðir og vita- skuld eru þeir misgóðir. Fer það oft eftir því í hvernig skapi Bó-Bó er. Við köllum Bogdan jafnan Bó-Bó. Ef hann er í góðu skapi geta menn sleg- ið á létta strengi en ef þungt er í karl- inum hefur hann allt á hornum sér. Ef einhver lætur eitthvað flakka á sá hinn sami von á skömmum og er spurður hvern djöf.... hann sé eigin- lega að gera hérna! Sama gerist oft í leikjum. Bogdan á það til að kalla leikmenn til sín í miðjum leik og spyrja: „Til hvers varst þú eiginlega Alfreð Gíslason les Morgunblaðið áður en það berst lesendum á ís- landi! Íþróttasíðurnar komu alltaf á telefaxi fljótlega eftir miðnætti eftir að búið var að ganga frá þeim undir prentun í Reykjavík. að koma hingað út? Af hverju varstu bara ekki heima? Ég gæti sjálfur stað- ið þarnaoggert jafn vel, ef ekki betur en þú!" Þá vita leikmenn að Bó-Bóer ekki fullkomlega sáttur við frammi- stöðunal! A vídeófundum gerist margt spaugilegt sem lífgar upp á tilveruna. Eitt sinn var verið að skoða leik okkar þar sem upp komu mistök í varnar- leiknum sem menn voru ekki á einu máli um hverjum væri um að kenna. I sókninni á undan hafði Bjarki gert mistök sem kostuðu okkur boltann. Valdi Grímss. var með fjarstýringuna fyrir myndbandstækið í höndunum og í hvert skipti sem við báðum hann að spóla til baka til að skoða þessi ákveðnu varnarmistök aftur spólaði hann alltaf — einhverra hluta vegna — aðeins aftar og staðnæmdist við umrædd sóknarmistök Bjarka. Þegar þetta hafði gengið þannig fyrir sig u.þ.b. fjórum sinnum gripu leikmenn þetta á lofti og sögðu að þarna væri Valdi auðvitað að sýna Bogdan mis- tök Bjarka aftur og aftur svo hann ætti sjálfur meiri möguleika á að spila næsta leik! Braust nú út mikill hlátur INNLEGG VISCOLAS innlegg draga verulega úr höggi á fætur, og eru besta höggeyðandi efni sem um getur. Þeir sem stunda íþróttir, standa við vinnu, ganga á hörðum gólfum eða malbiki finna gjaman fyrir þreytuverkjum í fótum og baki. Við notkun VISCOLAS innleggja minnka líkur á þessur þreytuverkjum um allt að 75%. Fagmenn okkar velja innleggin fyrir yður, breyta þeim eftir þörfum, og setja þau í skóna. gj j jj_j Reynið VISCOLAS innlegg — þau vinna gegn þreytu og óþörfu sliti á líkamanum. Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík, sími 91-14711 ,,Ég get ekki verið án Viscolas“ NOTAR VISCOLAS 54

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.