Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 55

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 55
Guðmundur Hrafnkelsson, Valdimar og Bjarki taka far- angurinn sinn eftir flugið frá Cherbourg til Strassbourg. Aðstandendur liðsins í ferðinni: Bogdan, Gunnar Þór, Jón Hjaltalín, Guðjón Guðmundsson og Davíð Sigurðs- son. og það eingöngu vegna lélegrar fjar- stýringar sem Valda gekk erfiðlega að ráða við, eða það taldi hann okkur hinum trú um. í ferðum sem þessum er maturinn æði þreytilegur og vindgangur leik- manna því nokkuð tíður. Á fundun- um vill oft ýmislegt „fjúka" sem ekki er til að bæta andrúmsloftið og mæl- ist það misvel fyrir. Eitt sinn þegar hljómmikill „aftansöngur" stóð sem hæst missti Bó-Bó þolinmæðina og sagði að sá sem vogaði sér að láta eitthvað „fjúka" á næsta fundi yrði vikið út og fengi ekki að vera með í næsta leik! Var mikið hlegið að þess- ari nýju reglu karlsins og voru allir staðráðnir í að leggja sig fram um að láta allt „fjúka" sem mögulegt væri á næsta fundi! Næsti fundur var því ansi hávaðasamur og fjörugur og ef Bogdan hefði staðið við orð sín er ég ansi hræddur um að hann hefði varla náð saman liði. Ekki var því um neitt annað að ræða en afnema þessa reglu. En þetta er lýsandi dæmi um hverju karlinn getur tekið upp á þegar skapið erekki sem þest. Nú, en áfram þar sem frá var horfið með undirbúninginn. Fljótlega eftir fund- inn var hádegismatur. Hann er oftast nær borðaður 5-6 tímum fyrir leik og er þá um heita máltíð að ræða sem er yfirleitt reynt að hafa sem orkurík- asta. Síðan vill Bó-Bó að eftir mat fari leikmenn tveir og tveir inn á herbergi þangað til að kaffi kemur sem er yfir- leitt ca. 2 tímum fyrir leik. Lagt var af stað til leiks, hálftíma síðar þar sem einungis 15 mínútna keyrsla var til íþróttahallarinnar, en yfirleitt er reynt að mæta 1 klst. og 15 mín. fyrir leik. Á leiðinni vildi Bogd- an að þögn væri í rútunni og að leik- menn einbeittu sér að leiknum. Fyrir leikinn gegn Búlgaríu voru menn ekki alveg vissir um hvað væri verið að fara út í en vissu þó innst inni að sigur ætti að geta unnist. Eftir nokkra byrjunarörðugleika gengu hlutirnir upp og góður sigur vannst, 20-12. Leikurinn var ekki marktækur að mínu viti því liðið virkaði nokkuð stressað í upphafi og enn einu sinni tókst okkur að gera heimsklassa- markmann úr miðlungsmarkmanni andstæðinganna. í dagbókina skrif- aði ég: „Erfitt er að dæma liðið eftir leikinn en leikmenn hafa greinilega bæði metnað og vilja og baráttan var til fyrirmyndar. Létt er yfir hópnum, „húmorinn" ígóðu lagi og allir reyna að gera ferðina sem ánægjulegasta. Aðeins einn bjór var leyfilegur Þótt margir virki nokkuð kærulausir er stutt í alvöruna og innst inni ætla allir að tryggja íslandi sæti meðal A- þjóða að nýju." Á kvöldin er okkur leyft að drekka einn bjór og fáum við hann yfirleitt með kvöldmatnum. Sumum finnstað bjórarnir mættu vera tveir, sérstak- lega finnst þeim það sem hafa dvalið erlendis ogeru orðnir vanir bjórnum. En það verður engu tauti komið við Bó-Bó og ef hann segir að einn bjór sé leyfilegur, verða þeir ekki fleiri. Eins og allir vita er til fjöldinn allur af bjórtegundum og hvar sem komið er fær maður að kynnast nýrri tegund bjórs. Oftast fáum við bjór á flöskum við matarborðið og vonast allir leik- menn til að þær séu sem stærstar. Ef hálfs lítra flöskur birtast hýrnar vel yfir 16 andlitum og súrnar yfir einu, en þegar litlir „ræflar" eru bornir á borðið heyrast 16 óánægjuraddir en glott birtist á einum viðstöddum. En reglureru reglur — einn bjórskal það vera. Næsti andstæðingur okkar í B- keppninni var Kuwait. Lið olíufurst- anna var ekki mikil hindrun og lauk með stórsigri okkar, 33-14. Leikmenn Kuwait brotnuðu gjörsamlega og Kristján Arason gefur eiginhandar- áritun eftir leik í Cherbourg. skoruðum við 16 mörk, eða nær helming markanna úr hraðaupp- hlaupum. Og svo ég vitni í dagbók- ina: „Brotnuðu þeir svo gjörsamlega að ekki stóð steinn yfir steini í liðinu. Gleymi ég því seint þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn og einu af okkar fjölmörgu hraðaupphlaupum var lokið. Þá gekk línumaður þeirra inn á línuna, horfði á mig bænaraug- um og gat ég lesið úr augum hans; Þarf þetta virkilega að vera svona mikil rassskelling, er ekki komið nóg?!" En þetta vargóðursiguroggaf 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.