Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 57

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 57
„Birtu þessa mynd, þá hlýt ég að fá kauphækkun!" Sagði Birgir Sigurðsson landsliðsmaður og starfsmaður Vífilfells við Ijósmyndarann. Guðmundur og Héðinn eru einnig í „kókliðinu" að þessu sinni. flaug í átt að sjónvarpstækjunum og sumir slökktu til þess að svekkja sig ekki á leiknum. Úrslitin voru augljós frá upphafi og kom leikurinn okkur í virkilega vont skap. Maður vill ekki trúa því að mútur eigi sér stað í íþrótt- um en leikurinn sannaði það svo verður ekki um villst. Því miður eru peningar farnir að skipta allt of miklu máli og raunverulegur tilgangur íþróttakeppnanna vill gleymast. Leikurinn gegn Sviss var gffurlegt taugastríð því við vissum að það lið sem ynni væri öruggt í A-hópinn en hitt gæti endað í A,-, B- eða jafnvel C-hópi. Nokkuð mikið var því um mistökoggæði leiksinsekki mikil. En taugastríðið vannst 19-18 og við vor- um svo til öruggir sem A-þjóð. V- Þjóðverjar unnu Rúmena eins og áðursagði og voru þá þrjú lið, ísland, Sviss og Rúmenar með 6 stig og V- Þýskaland með 4 stig. Ef svo illa færi að við töpuðum gegn Hollandi og V-Þjóðverjar ynnu Búlgari myndum við detta út á kostnað Þjóðverjanna! M.ö.o. með fjóra unna leiki af fimm vorum við þrátt fyrir allt ekki búnir að tryggja okkur. Þann fimmta varð því að vinna til að allt væri 100% öruggt. Við þurftum að ná 83% árangri í keppninni til að tryggja okkur A-sæti! Þetta sýnir bara hversu lítið má út af bregða og að búast verður við öllu. Eftir að við höfðum lagt Sviss að velli kom einn leikmaður Þjóðverja inn í klefann til okkar og þakkaði okkur fyrir sigur gegn Sviss því þar með töldu Þjóðverjar sig örugga með A-sætið. Bogdan varð manninum mjög reiður og sagði honum að leik- menn sem þyrftu að sigra á mútum vildi hann ekki hafa inni f klefa hjá sér. „Hér ræð ég og komdu þér út!" Að svo mæltu var honum hent út. Bogdan var greinilega mjög sár út í Þjóðverjana sem skiljanlegt er enda varð hann gffurlega glaður þegar í Ijós kom tveimur dögum seinna að þeir kæmust ekki í hóp þeirra bestu. Þegar sigurinn gegn Sviss var í höfn fór einkennileg tilfinning um mann. Sigurinn var jú okkar en við fundum til með Svisslendingum. Þegar 6 sekúndur voru til leiksloka voru þeir tveimur leikmönnum fleiri en við og með boltann. En á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þeim að mis- nota dauðafæri og sigurinn var okk- ar. Með jafntefli hefðu bæði liðin ef- laust tryggt sér A-sæti og V-Þjóðverj- ar að sama skapi dottið út. Eftir leikinn fréttum við að Þjóðverjarnir hefðu verið sannfærðir um að ef leik- ur okkar við Sviss hefði endað með jafntefli, sem hann hefði hæglega getað gert, hefði það verið skipulagt, eingöngu til að koma þeim út! Marg- PIZZF\ með SKINKU ___________ - LOFT Bragógóóur BITI með SKINKU BORGARNES - BITINN er tilbúinn á augabragði, aðeins 3-4 mín. á grillinu og enn skemmri tíma í örbylgju- ofninum. BITINN er með skinku, osti, ananas, papriku og kryddi. Reyndu líka hina með nautahakki og pepperoni. Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borgarnesi s í mi: 93-71200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.