Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 58

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 58
Mikið var fagnað eftir leik Sviss og Rúmeníu í Strassbourg. Þá var Ijóst að ísland átti að spila úrslitaleikinn. Bjarki, Jakob og Gummi sleppa af sér beislinu. ur heldur mig sig! Vegna orðrómsins um mútur V-Þjóðverja vildi maður helst ekki sjá þá sem A-þjóð og því hefði maður ekkert grátið óskaplega þó Sviss hefði náð að jafna, allavega ekki þá! í staðinn horfði maður á svissnesku leikmenninaganga niður- brotna af leikvelli. En þeireru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og það kom líka á daginn. Ég hafði trú á þeim og kannski var það vegna þess að innst inni vonaði ég að Þjóðverjar kæmust ekki áfram sem ég skrifaði hjá mér eftir leikinn: „Ekki er öll nótt úti enn og sigur Sviss eða jafntefli gegn Rúmenum kæmi ekki á óvart. Það er þeirra eina von til að tryggja sér A-sætið." Eftir leik okkar við Sviss var frídag- ur sem var m.a. notaður í æfingu og tveggja tíma bæjarferð, þar sem „Mc Donalds" var m.a. heimsóttur. Reynt er að heimsækja Mc Donalds eins oft og kostur er því margir telja að þar liggi leyndardómurinn að velgengni okkar í handbolta. Annars er „Burger King" kominn inn í myndina og svo sem aldrei að vita hvaða hamborgari verður borðaður næst. Áhorfendur stigu trylltan stríðsdans Nú var orðið Ijóst að ekki var ein- göngu búiðaðtryggjaA-sætið heldur jafnvel leik um 1.-4. sætið. í upphafi hafði stefnan verið settá leik um 5.-6. sætið en með sigri á Hollandi tryggð- um við okkur leik um bronsið, ef ekki gullið. Þettaveitti manni stórkostlega vellíðan og gerði leikmenn ennþá ákveðnari og metnaðarfyllri. Dæmið gekk upp með glæsilegum 14 marka sigri yfir Hollandi, 31-17. Og svo var að bíða úrslita úr leik Sviss og Rúm- eníu. Rúmenar þurftu að vinna með 5 mörkum til að spila um 1. sætið, ann- ars gerðum við það. Leikurinn var frábær og var hrein unun að sjá bar- áttu Sviss fyrir A-sæti. Leiknum lauk með jafntefli og við það rættist draumur okkar um að spila um gull- ið. íslendingar, jafnt leikmenn sem áhorfendur, stigu trylltan stríðsdans, föðmuðust og brostu útað eyrum! En enginn var eins ánægður og Bogdan sem fagnaði ekki síður vegna þess að nú var Ijóst að Þjóðverjarnir voru úr leik og ekki grétum við hinir það heldur mikið! Þegar menn höfðu jafnað sig og komið var upp á hótel hélt Bogdan stuttan fund. Þar þakk- aði hann okkur frammistöðuna og óskaði okkur til hamingju með að hafa náð þessum árangri. Svo bað hann okkur um sína síðustu bón, sig- ur fyrir sig, gegn Póllandi. „Strákar" siegt fur mich." Ekkert myndi gleðja hann eins mikið! Daginn eftir var lagt af stað til Par- ísar þar sem úrslitaleikurinn skyldi fara fram. Eitthvað hafði þjálfarinn haldið of mikið upp á úrslitin því skilja þurfti hann eftir og beið Guð- jón liðsstjóri eftir honum. Þeir komu síðan með næstu vél. París er frábær borg og öll aðstaðan var til fyrir- myndar sem fyrr. Tveir dagar voru í úrslitaleikinn og fór fyrri dagurinn í að dást að París. Seinni daginn var æft í hinni glæsilegu íþróttahöll og einnig var farið vel yfir myndband með leikjum Póllands. Úrslitaleikurinn var snemma dags, eða kl. 14:15 og þurftu leikmenn að borða vel í morgunmatnum því meira fengju þeir ekki fyrir leik, utan kaffidreitils um kl. 12:00. Allir virk- uðu mjög afslappaðir og góður „húmor" í mannskapnum. Undir- búningur fyrir leikinn var í fullu sam- ræmi við undirbúning hinna fyrri og ekki þarf að tíunda um lokatölur leiksins. Eftir leikinn sagði Þorgils Óttar mér að fyrir leikinn hefði hann fengið „vitrun" sem sannfærði hann x r% t / » % * Samúel Örn Erlingsson formaður samtaka íþróttafréttamanna tekur víti á Bogdan sem brá sér í markið á einni æfingunni. Frábær stíll! um að við myndum vinna. Ekki vildi hann fara nánar út í hvers konar vitr- un var um að ræða. Það hendir stundum fyrir svona þýðingarmikla leiki að maður fær einkennilega tilfinningu, eitthvað sem varir örstutt en segir manni að allt komi til með að ganga vel. Þessa tilfinningu hef ég fengið í nokkrum leikjum, m.a. þegar Valur spilaði gegn KR í 1. deildinni í desember sl. og þegar Valur tryggði sér íslands- meistaratitilinn gegn FH í marslok í fyrra. Sömu „skilaboðin" fékk égfyrir 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.