Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 59

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 59
þennan leik gegn Pólverjum. Ekki það að þetta sé eitthvað sem hægt er að treysta á, enda myndi ég aldrei gera það, en tilfinningin skapar ákveðiðöryggi og gefuraukinn styrk. Það var erfitt að trúa því að keppn- in hefði gengið svona stórkostlega upp. Að standa á verðlaunapallinum, horfa á fánana dregna að húni og hlusta á þjóðsönginn okkar innan um 18 þúsund manns, auk allra sem horfðu á í sjónvarpi, fyllti mann svo miklu stolti að ég hélt ég myndi springa. SælutiIfinning hríslaðist um mig allan og helst langaði mig til að öskra og sleppa mér gjörsamlega. Þó þetta hafi verið B-keppnin skiptir það litlu máli þvf frekar hefði ég viljað ná A-sæti á þennan hátt en 7. sæti á Ólympíuleikunum í Seoul. Auk þess sem þessi sigur skipar okkur einum styrkleikaflokki ofar en 7. sætið hefði gert og það kemur sér vel þegar dreg- ið verður í riðla fyrir HM í Tékkó- slóvakíu 1990. Þessi úrslitvoru stór- kostleg fyrir íslenskan handknattleik og vonandi tekst okkur að fylgja því eftir. Draumurinn, sem enginn hafði átt von á, rættist og óvíst er hvort hann rætist að nýju í bráð. Þó er aldrei að vita. í það minnsta er allt í lagi að láta sig dreyma! Bogdan áfram?? Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki verið gengið frá þjálfaramálum íslenska landliðsins. Nokkur nöfn hafa komið til greina en það nýjasta í málinu er að Bogdan hafi verið boðið starfið að nýju. Eftir Ólympíuleikana voru uppi umræður um hvort ráða ætti Bogdan fram yfir B-keppnina. Nokkrir leikmenn töldu nóg komið en aðrir vildu Bogdan áfram þar sem svo skammur tími væri til stefnu. Ég gattekið undir það. En einnig vonuð- ust þessir sömu menn til að einhverj- ar breytingar á undirbúningi keppn- innar kæmu frá Bogdan. En sú varð ekki raunin. Allt var nákvæmlega eins, leikkerfi jafnt sem æfingar. Og nú vilja allir ólmir ráða hann aftur, almenningur jafnt sem fjöl- miðlar og talað er um að við séum með gullmola í höndunum. Vel má það vera en ekki má gleyma sér í Ijómanum af B-keppninni og halda að hlutirnir komi alltaf til með að ganga jafn vel og þeir gerðu í Frakk- landi, bara af því að Bogdan er þjálf- ari. Það er engin spurning að árangur Bogdans með landsliðið í þessi fimm ár hefur verið frábær en við verðum að líta raunhæft á málið og skoða þessi fimm ár íeinni heild en ekki líta eingöngu á þessar þrjár vikur í Frakk- landi. Hætt er við að nokkrir leik- menn hætti í landsliðinu í kjölfar endurráðningar hans og eiga þeir leikmenn alfarið að fá að ráða því án nokkurs óeðlilegs þrýstings. Ef af endurráðningu hans verður er Ijóst að einhver endurnýjun verður í lið- inu. Það hefur Bogdan sjálfur sagt. Sá þjálfari sem tekur við landslið- inu í dag hefur eitt ár til að undirbúa liðið fyrir HM í Tékkóslóvakíu. Þar gefa átta efstu sætin farseðla á Ól- ympíuleikana í Barcelona árið 1992 og eru líkurnar á því bara nokkuð góðar. Ég er ekki með þessu að segja að ráða eigi nýjan þjálfara eingöngu breytinganna vegna. Auðvitað þarf að finna hæfan þjálfara, helst jafn hæfan eða hæfari en Bogdan og slíkir menn eru svo sannarlega ekki á hverju strái. Mín skoðun er sú að viss endurnýjun sé nauðsynleg. Vel getur verið að betra sé að skipta um þjálf- ara eftir HM 1990 því þá hefur sá sem tekur við tvö ár til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana árið 1992 og til að móta nýtt lið. Allt eru þetta einungis vangaveltur og eflaust verður búið að ráða lands- liðsþjálfara þegar þessi orð komast á prent. En vonandi heldur velgengni íslenska liðsins áfram burtséð frá þvf hver verður þjálfari og ég er sann- færður um að HSÍ ræður hæfan mann í starfið. Hvort sem það verður Bog- dan eða einhver annar. Með kveðju, Geir Sveinsson. Þessi vinsælu sportstígvél eiga að vera til í hverri sportvöruverslun. Við seljum þau f heildsölu til verslana. Heildverzlun And résar Guðnasonar BOLHOLTI 4 • SÍMI 686388
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.