Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 65

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 65
frétíabréf Umsjón: Stefán Konráðsson Þátttakendur á grunnstigsnámskeiði ÍSÍ. Anton Bjarnason, námskeiðsstjóri og Karl Guðmundsson fræðslustjóri ÍSÍ og umsjónarmaður námskeiðanna er fýrir miðri mynd. Á myndina vantar Olgu Lísu Garðarsdóttur námskeiðs- stjóra. Ný tilhögun fræðslunámskeiða á vegum ÍSÍ Fræðslunefnd ÍSÍ hefur gengist fyrir tveimur leiðbeinendanámskeið- um í íþróttum samkvæmt nýrri til- högun á námskeiðum íþróttahreyf- ingarinnar. Þeim þátttakendum sem komu utan af landi var boðin frí gist- ing í Hótel ISÍ og einnig fengu allir þátttakendur frítt fæði þá daga sem námskeiðið stóð yfir. Það er ljóst að þetta ágæta framtak fræðslunefndar ISI er spor í rétta átt í fræðslumálum íþróttahreyfingarinnar. A-stig ÍSÍ(samræmdur bóklegur hluti) Námskeiðið var haldið dagana 25- .26. febrúar sl. í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Námskeiðið sem er 20 kennslustundir hófst báða dagana kl.09 að morgni og stóð til kl.l 7:40 Þátttakendur voru 23 talsins. Kennar- ar voru Guðmundur Ólafsson íþrótta- kennari sem jafnframt var náms- skeiðsstjóri, Magnús Jónatansson íþróttakennari, Andrés Kristjánsson sjúkraþjálfari og Jón Gíslason nær- ingarfræðingur. Nemendur voru ástundunar- og áhugasamir og tókst námskeiðið hið besta í alla staði. Lokaþáttur þessa námskeiðs verður síðan tíu tíma námskeið í kennslu- fræði, æfingakennslu o.fl., hjá við- komandi sérsambandi. Grunnstig ÍSÍ(samræmdur hluti) Námskeiðið, sem ætlað er leið- beinendum barna og unglinga, var haldið 3.,4. og 5.mars sl. ííþróttamið- stöð ÍSÍ í Laugardal. Þátttakendur voru 26. Kennarar voru Olga Lísa Garðarsdóttir íþróttakennari,sem kenndi bóklegu fögin og var jafn- framt námskeiðsstjóri og Anton Bjarnason sem kenndi kennslufræði leikja og annaðist verklega leikja- kennslu, sem fram fór í íþróttasal Laugarnesskóla. Hannes Þ. Sigurðs- son formaður fræðslunefndar ÍSÍ setti námskeiðið með ræðu. Af viðtölum við þátttakendur kom fram að al- menn ánægja var með námskeiðið. Margir þátttakendur voru utan af landi og er víst að boð fræðslunefnd- ar um fría gistingu og fæði hafði hér veruleg áhrif.Þess má geta að 10 þátt- takendur þáðu gistingu á Hótel ÍSÍ og er þá átt við bæði námskeiðin. í lok beggja námskeiðanna var nemend- um afhent viðurkenningarskírteini fyrir þátttökuna. Næsta stig barna- og unglingaþjálfaranámsins er grunn- stig sérsambandanna. Mun þar verða fjallað um byrjendakennslu í öllum þáttum viðkomandi sérgreinar, fyrir aldurshópana frá 6-16 ára. Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ. Sambandsstjómarfundur ÍSÍ verð- ur haldinn 20. maí nk. í íþróttamið- stöðinni Laugardal og hefst kl. 10:00. Dagskrá verður send til héraðs- og sérsambanda 2 vikum fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar fást á skrif- stofu ÍSÍ. 65

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.