Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 67

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 67
Bogdan Kowalczky, landsliðsþjálfari í handknattleik, var sæmdur heiðurs- orðu ÍSÍ, fyrir mikilvæg störf í þágu íþrótta á íslandi, í hófi sem framkvæmd- astjórn ÍSÍ hélt fyrir landsliðsmenn HSÍ þ. 14. mars sl. í sama hófi afhenti Friðjón B. Friðjónsson formaður Afreksmannasjóðs ÍSÍ Jóni Hjaltalín Magn- ússyni formanni HSÍ eina milljón króna frá Afreksmannasjóði til HSÍ vegna þátttöku þeirra í B-keppninni. Forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, sæmir Bogdan heiðursorðu ÍSÍ. Aðrir á mynd- inni eru frá vinstri: Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti ÍSÍ, Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, Gísli Halldórsson, forseti Ólympíunefndar íslands, Guðmundur Guðmundsson, landsliðskappi og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ. Mótaskrá ÍSÍ 1989-1990 Framkvæmdastjórn ISÍ hefur gefið út mótaskrá sérsambanda ÍSÍ fyrir tímabilið febrúar 1989 - júlí 1990.Í mótaskránni er birt yfirlit yfir fyrirhug- uð mót á umræddu tímabili og eru upplýsingamar ekki tæmandi heldur er dagskránni ætlað að veita upplýs- ingar yfir helstu íþróttaviðburði hjá hverju sérsambandi á þessu tímabili. Sérsamböndum, héraðssambönd- um og fjölmiðlum hafa verið send eintök af mótaskránni. Peim félögum eða samtökum sem áhuga hafa á að eignast skránna, sem er ókeypis, er bent á að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ. Viðurkenningar * Ellen Sighvatsson, hin ötula for- ystukona í Skíðafélagi Reykjavíkur varð 80 ára þann 11. febrúar sl. Það má með sanni segja að Ellen hafi verið ein aðaldriffjöðrin í skíðalífi Reykvíkinga um áraraðir. í afmælis- hófi Ellenar sæmdi Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ afmælisbarnið heiðursorðu ÍSÍ fyrir frábær og farsæl störf innan íþróttahreyfingarinnar. * Sveinn Jónsson,hinn ötuli for- maður Knattspyrnufélags Reykjavík- ur, var sæmdur heiðursorðu ÍSI í af- mælisfagnaði KR sem haldinn var nýlega.fyrir frábær störf að íþrótta- málum. Nýir formenn sér- og héraðssambanda * Guðný Eiríksdóttir var kjörinn for- maður TSI á aukaaðalfundi TSI sem haldinn var 15. mars sl. Garðar Jóns- son sem var kosinn formaður TSÍ síð- astliðið haust sagði af sér for- mennsku vegna anna. * Björn Jónsson var kosinn for- maður á ársþingi Héraðssambands- ins Skarphéðins sem haldið var ný- iega. Björn tók reyndar við for- mennsku í HSK í nóvember síðastliðnum eftir að Guðmundur Kr. Jónsson, þáverandi formaður, var kosinn í framkvæmdastjórn ISI á íþróttaþingi á Egilstöðum. Þingið var starfsamt og gekk í alla staði vel. Á þinginu voru samþykktar nýjar lottó- úthlutunarreglur. * Einar Ole Pedersen var kjörinn formaður Clngmennasambands Borgarfjarðar á þingi sambandsins sem nýlega var haldið að Logalandi. Sigríður Þorvaldsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Heimsókn frá Svíþjóð. Clm mánaðarmótin maí/júní eru væntanlegir fulltrúar frá sænska fé- lagsmálaráðuneytinu sem starfa í hóp sem nefndur hefur verið „Idrotts- gruppen". Hópur þessi var skipaður 1984 til að vinna að skipuiagningu íþróttamála bama og unglina í Sví- þjóð. Hópurinn fékk 30 milljónir sænskra króna til að vinna að verk- efnum sínum og mun skila niður- stöðu um næstu áramót. Tilgangur- inn með komu hópsins hingað er að kynna sér stöðu þessara mála á ís- landi. Ætlunin er að Svíarnir ræði við forsvarsmenn þessara mála hjá íþróttasambandinu og kynni sér jafn- framt stöðuna hjá einstaka sérsam- böndum. tipphæðin sem þessi ákveðni málaflokkur fær hjá sænsku ríkisstjórninni er tífalt hærri heldur en sú heildarupphæð sem íþróttahreyf- ingin á íslandi fékk frá íslenska ríkinu á fjárlögum ársins 1989. KR 90 ára Knattspyrnufélag Reykjavíkur, stórveldið í Vesturbænum, varð ný- lega 90 ára. Af því tilefni færði Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ KR gjöf, pastel- mynd málaða af Sigurði Kr. Árnasyni. 67

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.