Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 67

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 67
Bogdan Kowalczky, landsliðsþjálfari í handknattleik, var sæmdur heiðurs- orðu ÍSÍ, fyrir mikilvæg störf í þágu íþrótta á íslandi, í hófi sem framkvæmd- astjórn ÍSÍ hélt fyrir landsliðsmenn HSÍ þ. 14. mars sl. í sama hófi afhenti Friðjón B. Friðjónsson formaður Afreksmannasjóðs ÍSÍ Jóni Hjaltalín Magn- ússyni formanni HSÍ eina milljón króna frá Afreksmannasjóði til HSÍ vegna þátttöku þeirra í B-keppninni. Forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, sæmir Bogdan heiðursorðu ÍSÍ. Aðrir á mynd- inni eru frá vinstri: Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti ÍSÍ, Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, Gísli Halldórsson, forseti Ólympíunefndar íslands, Guðmundur Guðmundsson, landsliðskappi og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ. Mótaskrá ÍSÍ 1989-1990 Framkvæmdastjórn ISÍ hefur gefið út mótaskrá sérsambanda ÍSÍ fyrir tímabilið febrúar 1989 - júlí 1990.Í mótaskránni er birt yfirlit yfir fyrirhug- uð mót á umræddu tímabili og eru upplýsingamar ekki tæmandi heldur er dagskránni ætlað að veita upplýs- ingar yfir helstu íþróttaviðburði hjá hverju sérsambandi á þessu tímabili. Sérsamböndum, héraðssambönd- um og fjölmiðlum hafa verið send eintök af mótaskránni. Peim félögum eða samtökum sem áhuga hafa á að eignast skránna, sem er ókeypis, er bent á að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ. Viðurkenningar * Ellen Sighvatsson, hin ötula for- ystukona í Skíðafélagi Reykjavíkur varð 80 ára þann 11. febrúar sl. Það má með sanni segja að Ellen hafi verið ein aðaldriffjöðrin í skíðalífi Reykvíkinga um áraraðir. í afmælis- hófi Ellenar sæmdi Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ afmælisbarnið heiðursorðu ÍSÍ fyrir frábær og farsæl störf innan íþróttahreyfingarinnar. * Sveinn Jónsson,hinn ötuli for- maður Knattspyrnufélags Reykjavík- ur, var sæmdur heiðursorðu ÍSI í af- mælisfagnaði KR sem haldinn var nýlega.fyrir frábær störf að íþrótta- málum. Nýir formenn sér- og héraðssambanda * Guðný Eiríksdóttir var kjörinn for- maður TSI á aukaaðalfundi TSI sem haldinn var 15. mars sl. Garðar Jóns- son sem var kosinn formaður TSÍ síð- astliðið haust sagði af sér for- mennsku vegna anna. * Björn Jónsson var kosinn for- maður á ársþingi Héraðssambands- ins Skarphéðins sem haldið var ný- iega. Björn tók reyndar við for- mennsku í HSK í nóvember síðastliðnum eftir að Guðmundur Kr. Jónsson, þáverandi formaður, var kosinn í framkvæmdastjórn ISI á íþróttaþingi á Egilstöðum. Þingið var starfsamt og gekk í alla staði vel. Á þinginu voru samþykktar nýjar lottó- úthlutunarreglur. * Einar Ole Pedersen var kjörinn formaður Clngmennasambands Borgarfjarðar á þingi sambandsins sem nýlega var haldið að Logalandi. Sigríður Þorvaldsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Heimsókn frá Svíþjóð. Clm mánaðarmótin maí/júní eru væntanlegir fulltrúar frá sænska fé- lagsmálaráðuneytinu sem starfa í hóp sem nefndur hefur verið „Idrotts- gruppen". Hópur þessi var skipaður 1984 til að vinna að skipuiagningu íþróttamála bama og unglina í Sví- þjóð. Hópurinn fékk 30 milljónir sænskra króna til að vinna að verk- efnum sínum og mun skila niður- stöðu um næstu áramót. Tilgangur- inn með komu hópsins hingað er að kynna sér stöðu þessara mála á ís- landi. Ætlunin er að Svíarnir ræði við forsvarsmenn þessara mála hjá íþróttasambandinu og kynni sér jafn- framt stöðuna hjá einstaka sérsam- böndum. tipphæðin sem þessi ákveðni málaflokkur fær hjá sænsku ríkisstjórninni er tífalt hærri heldur en sú heildarupphæð sem íþróttahreyf- ingin á íslandi fékk frá íslenska ríkinu á fjárlögum ársins 1989. KR 90 ára Knattspyrnufélag Reykjavíkur, stórveldið í Vesturbænum, varð ný- lega 90 ára. Af því tilefni færði Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ KR gjöf, pastel- mynd málaða af Sigurði Kr. Árnasyni. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.