Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 71
menn í hverja stöðu. Með fleiri skipt-
ingum verður handknattleikurinn
enn hraðari og það vill fólk sjá.
Áhorfendur vilja sjá hraðan leik og
fleiri mörk og hann nefnir banda-
rískan körfuknattleik í þessu sam-
bandi. Samanburður er ekki handa-
hófskenndur því Bogdan vill ólmur
taka upp veigamikla reglu úr körfu-
knattleik. Það er nákvæma reglu um
hámarkstíma sóknar, en í körfubolta
er alkunna að sóknarlið missir knött-
inn eftir þrjátíu sekúndur ef það
reynir ekki körfuskot. í Sovétríkjun-
um hefur svokölluð fjörutíu sek-
úndna regla verið við lýði í deildar-
leikjum í handknattleik, um árabil.
Það skýrir kannski hvers vegna Sov-
étmenn áttu ekki í vandræðum með
suður-kóreanskan eimreiðarhand-
bolta í úrslitaleiknum í Seoul!
Snúa verður
vörn í sókn
Næst lýsir Bogdan yfir áhyggjum
varðandi handknattleik á Vestur-
löndum. Gerir jafnvel að því skóna
að Vesturlönd eigi ekki möguleika
gagnvart austantjaldsliðum þegar til
lengri tíma er litið. Handan járn-
tjalds er afþreying ekki eins fjöl-
breytt og hér. Benda má á, að sums-
staðar á Vesturlöndum er ekki
stundaður handknattleikur svo telj-
andi sé, en þar er knattspyrna aðal-
boltaíþrótt. Fyrir austan járntjald er
handknattleikur í svipuðum gæða-
flokki og knattspyrna, jafnvel hærra
skrifaður eins og til dæmis í Austur-
þýskalandi. Þess vegna vonast hann
til að byltingarkenndar breytingar
verði til þess að gera handknattleik
svo áhugaverðan að hann nái að
snúa vörn í sókn á Vesturlöndum.
Algert skilyrði telur hann að hægt
verði að koma handknattleik í sjón-
varp sem víðast, en þar fari fram
hinn eiginlega orusta um áhorfend-
ur.
Greinarhöfundur lýkur úr flösku
af áður forboðnum miði á íslandi og
reynir að sjá fyrir sér þriðja „hálf-
leikinn" í framtíðarhandknattleikn-
um. Hvernig myndu áhorfendur í
Laugardalshöll bregðast við ef ís-
lendingar misstu boltann eftir fjöru-
tíu sekúndur í jafnri stöðu gegn
„Vesturlönd eiga litla möguleika
gagnvart Austantjalds-liðum þegar
til lengri tíma er litið," segir Bogdan.
Svíum? Hvað í ósköpunum yrði um
svissneska landsliðið? Það rifjast upp
tíu ára gömul ummæli Vlado
Stenzels þjálfara heimsmeistaranna
vestur-þýsku, um að lengja beri völl-
inn og leika allt að tveimur metrum
fyrir aftan mörkin!
Að lokum hefst umræða um ís-
lenska markverði. Hvernig má það
vera að fyrrum landsliðsmarkvörður
Pólverja hafi þjálfað á íslandi í rúm-
an áratug, en markverðir í sérflokki
séu teljandi á fingrum annarrar
handar á þessu tímabili í íslenskum
handknattleik? Bogdan kemur enn á
óvart. Lætur ekki leiðast út í að fjalla
um þjálfun markvarða eins og væri
það einfalt reikningsdæmi. Nefnir
Enginn hefur gerbreytt íslenskum
handknattleik eins og Bogdan.
hins vegar nöfn þriggja ungra mark-
varða, sem hann segir munu verja
mark ísiendinga í Heimsmeistara-
keppninni á heimavelli eftir sex ár!
Lýkur þá skeggræðum um hand-
knattleik.
Þegar lélegir breskir blaðamenn
eiga í vandræðum með að enda
greinar, grípa þeir stundum til þess
ráðs að enda á orðunum: „The rest is
history." Mér liggur við að gera þessi
orð að mmum. Þá koma orð Guðjóns
Guðmundssonar upp í hugann;
„...Enginn hefur gerbreytt íslenskum
handknattleik eins og Bogdan. Þegar
hann kom til landsins æfðu flest lið
tvisvartil fjórum sinnum íviku. Núna
æfa öll lið sex til sjö sinnum í viku."
Verður Bogdan landsliðsþjálfari
áfram eða hverfur hann af landi
brott?
Um þær mundirsem lokaorðin eru
laminn inn á tölvuskjáinn, er Grótta
að vinna tvö efstu lið fyrstu deildar.
Þjálfari nýliðanna í fyrstu deild, er
Árni Indriðason, sem um árabil lék
undir handleiðslu Bogdans hjá Vík-
ingi. Þorbergur Aðalsteinsson á að
baki langan þjálfaraferil þó enn sé
hann ungur og meðal atkvæðamestu
manna í Allsvenskan f Svíþjóð. Viggó
Sigurðsson hefur í hafnfirsku
bræðslukeri steypt saman snjöllu
liði, sem sæmir hafnfirskri hand-
boltahefð. Og svona mætti lengi
telja.
Hvað sem öllum vangaveltum um
landliðsþjálfarastöðuna og framtíð-
aráform Bogdans Kowalczky líður, er
Ijóst, að verk hans í íslenskum hand-
knattleik verða um ókomin ár.
71