Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 72
Á HEIMAVELLI
\
ROTHÖGG
Stystu viðureignir í hnefaleikum
eru eftirfarandi. Gerður er greinar-
munur á fljótasta rothöggi og stystu
viðureign. Al Couture rak Ralph Wal-
ton rothögg þegar sá síðarnefndi var
að koma fyrir gúmmíhlíf úti \ horni
sínu, eftir 10,5 sek. (þar með talin 10
sekúndna talning) 26. september
1946 í Lewingston í Bandaríkjunum.
Hafi tíminn verið rétt mældur hlýtur
Couture að hafa verið kominn hálfa
leið yfir boxhringinn þegar bjallan
hringdi. Stysta viðureign samkvæmt
heimildum var á Golden Gloves móti
í Minneapolis í Minnesota í Banda-
ríkjunum þann 4. nóvember 1947,
þegar Mike Collins sló Pat Brownson
í gólfið í fyrsta höggi og keppnin var
stöðvuð án talningar eftir fjórar sek-
úndur.
(HERRA
ÓLYMPÍA
í fimmta sinn í röð var Bandaríkja-
maðurinn Lee Haney kjörinn Mr. Ol-
ympia á vaxtarræktarmóti vestanhafs
í lok sfðastliðins árs. Lee var 26 ára
gamall þegar hann krækti fyrst í
þennan eftirsótta titil en fjöldi kepp-
enda á hverju ári skiptir hundruðum.
íturvöxnustu menn heims keppa um
hver sé fallegastur, hver sé með
mestu vöðvana og hver þeirra sam-
svari sér best. Lee hefur borið af síð-
ustu fimm árin eins og áður sagði og
fyrirsíðasta titil fékk hann að launum
3 milljónir króna.
ARMBEYGJUR
Tommy Gildert frá Nelson
Lancashirc í Englandi á úthalds-
metið íarmbeygjum Hannvar 24
klukkustundir að gera 24.044
armbeygjur dagana 29.-30 mars
1985. Paul L\ nch setti mel ífjölda
armbeygja þann 18. júlí 1985 í
Hippodrome í London þegar
hann gerði samtals 25.753 arm-
Colin Hewick frá Englandi á
mctið í armbeygjum með öðrum
armi, 3010sinnumen þaðvai sett
16. maí1985. Hann á eínnig met-
iö armbeygjum á fingurgómunum
og náði hann sömuleiðis 3010
slíkum árið 1984.
I larry Lee Welch Irá Durham í
N-Karólínu í Bandaríkjunum setti
met í armbeygjum á einum t'ingri
árið 1985. Hann lyfti sér samtals
100 sinnum á einum putta.
Sá sem oftast hefur sesl upp
(magaæfing) heitii Mark Pfelz tiá
Bandaríkjunum. Hann settist upp
45.005 sinnum á 58 klst. og 15
LENGRA LÍF
í fjölda ára voru ekki til neinar vís-
indalegar sannanir fyrir því að þeir
sem stunda einhvers konar líkams-
rækt ættu síður á hættu að fá hjarta-
slag en þeir sem hreyfa sig lítið. í dag
liggja hins vegar fyrir sannanir sem
sýna svo ekki verður um villst að rétt-
ar líkamsæfingar geta komið í veg
fyrir hjartaslag. Rannsóknir voru
gerðar á 8000 manns í rúmlega 12 ár
og var fylgst grannt með öllum þess-
um aðilum á umræddur tímabilinu.
Þessar rannsóknir sýndu fram á at-
hyglisverðar niðurstöður. Á meðal
miðaldra manna (45-64 ára) eru lík-
urnar á hjartaslagi 30% minni meðal
þeirra sem stunda einhvers konar
líkamsrækt. Karlmenn á aldrinum
65-69 geta glaðst yfir því að um 50%
minni líkur eru á því að þeir fái
hjartaslag en þeir sem hreyfa sig lítið.
HÆSTU TEKJUR
Mestu tekjur sem einstakur íþrótta-
maður hefur unnið sér inn eru taldar
vera 69 milljónir dollaraen það hafði
hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali
upp úr krafsinu áárunum 1960-1981.
72