Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 74
annan dall, stærri og betri og sem
maður verður síður sjóveikur í."
150 mörk í 18 leikjum
Bjarnólfur leikur með 5. flokki
Þórs í handbolta oger í hlutverki stór-
skyttu. Þeir eru í 1. deild eftir að hafa
unnið sig upp úr 3. deild. Bjarnólfur á
drjúgan þátt í velgengni liðsins, hann
hefur skorað hvorki fleiri né færri en
150 mörk í vetur í 18 leikjum eða að
meðaltali 8,3 mörk í leik, sem er nú
bara dágott.
í knattspyrnunni hefur Bjarnólfur
getið sér gott orð og var lang-marka-
hæstur sl. sumar í 5. flokki Þórs. Þá
var hann kjörinn íþróttamaður ársins
hjá Þór.
Bjarnólfur var 5 ára þegar hann
mætti á fyrstu æfinguna, staðráðinn í
að verða markvörður. Þar var hann
fyrst um sinn en þjálfari hans sá hvað
í honum bjó og skellti honum út á
þrátt fyrir áköf mótmæli Bjarnólfs, en
hann sér nú væntanlega ekki eftir því.
Sama á við um handboltann. Hann
byrjaði sem markvörður en var fljót-
lega settur út á.
„Það er miklu skemmtilegra í Vest-
mannaeyjum en Reykjavík því borg-
in er svo stór og hættuleg og full af
glæponum."
í frjálsíþróttum er afrekaskrá Bjarn-
ólfs hvað glæsilegust þrátt fyrir að
hann hafi ekki lagt mikla rækt við
þær. Hann varð íslandsmeistari í
kúluvarpi í sínum aldursflokki sl.
sumar og setti íslandsmet í kúluvarpi
í vetur. Þá er hann slyngur skákmað-
ur og skákar mörgum eldri refum á
þeim vettvangi, en Bjarnólfur segir
að áhuginn á skákinni sé ekki eins
mikill og áður. En hvernig kemst
strákurinn eiginlega yfir þetta allt
saman? Hefur hann nokkurn tíma til
að læra?
„Jú, reyndar verður oft lítið úr lær-
dómnum en þetta gengur samt ein-
hvern veginn upp enda hef ég gaman
af því sem ég er að gera. Skemmtileg-
ast finnst mér nú í handboltanum
enda gott að æfa inni í stað þess að
þurfa að æfa fótboltann úti og það
kannski í brjáluðu veðri."
I é
11 ] J
H / Heriólfur h
REYKJAVIK
S 91-686464
VESTMANNAEYJUM
S 98-1433 & 98-1792
Rígur milli Þórs og Týs
„Eg er í Þór en hér í Eyjum eru tvö
félög, Týr og Þór, sem sameinast í
ÍBV. í Eyjum er góð aðstaða, við Þór-
arar eigum glæsilegt nýtt félagsheim-
ili og grasvöll. Yngri flokkarnir spila
undir merki Týs og Þórs. Hér er hald-
ið Vestmannaeyjamót þar sem Týr og
Þór keppa sín á milli en það er mikill
rígur á milli þessara félaga. Ég varð
Þórari eins og tveir eldri bræður mín-
ir þótt mamma sé nú í Tý.
Það eru alltaf læti og hasar þegar
við spilum við Tý. Það er allt öðruvísi
að spila við Týrarana en t.d. lið ofan
af landi, því ÍTý eru kannski bekkjar-
félagar manns og vinir. Maður er
alltaf að spila við sömu strákana og
alltaf sömu lætin inni á vellinum,
tuddað og svoleiðis, bæði í hand-
bolta ogfótbolta. En fyrir utan völlinn
erum við bestu vinir. Mér finnst nú
fullorðna fólkið haga sér verst á Vest-
mannaeyjamótsleikjunum. Það
stendur við hliðarlínuna öskrandi og
æpandi og segir sínum strákum að
tudda og sparka f strákana í hinu lið-
inu. Það ætti bara að skammast sín.
En svona er þetta í Eyjum. Það er svo
mikill rígur milli Týs og Þórs, alltaf
verið að rífast."
74