Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 74

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 74
annan dall, stærri og betri og sem maður verður síður sjóveikur í." 150 mörk í 18 leikjum Bjarnólfur leikur með 5. flokki Þórs í handbolta oger í hlutverki stór- skyttu. Þeir eru í 1. deild eftir að hafa unnið sig upp úr 3. deild. Bjarnólfur á drjúgan þátt í velgengni liðsins, hann hefur skorað hvorki fleiri né færri en 150 mörk í vetur í 18 leikjum eða að meðaltali 8,3 mörk í leik, sem er nú bara dágott. í knattspyrnunni hefur Bjarnólfur getið sér gott orð og var lang-marka- hæstur sl. sumar í 5. flokki Þórs. Þá var hann kjörinn íþróttamaður ársins hjá Þór. Bjarnólfur var 5 ára þegar hann mætti á fyrstu æfinguna, staðráðinn í að verða markvörður. Þar var hann fyrst um sinn en þjálfari hans sá hvað í honum bjó og skellti honum út á þrátt fyrir áköf mótmæli Bjarnólfs, en hann sér nú væntanlega ekki eftir því. Sama á við um handboltann. Hann byrjaði sem markvörður en var fljót- lega settur út á. „Það er miklu skemmtilegra í Vest- mannaeyjum en Reykjavík því borg- in er svo stór og hættuleg og full af glæponum." í frjálsíþróttum er afrekaskrá Bjarn- ólfs hvað glæsilegust þrátt fyrir að hann hafi ekki lagt mikla rækt við þær. Hann varð íslandsmeistari í kúluvarpi í sínum aldursflokki sl. sumar og setti íslandsmet í kúluvarpi í vetur. Þá er hann slyngur skákmað- ur og skákar mörgum eldri refum á þeim vettvangi, en Bjarnólfur segir að áhuginn á skákinni sé ekki eins mikill og áður. En hvernig kemst strákurinn eiginlega yfir þetta allt saman? Hefur hann nokkurn tíma til að læra? „Jú, reyndar verður oft lítið úr lær- dómnum en þetta gengur samt ein- hvern veginn upp enda hef ég gaman af því sem ég er að gera. Skemmtileg- ast finnst mér nú í handboltanum enda gott að æfa inni í stað þess að þurfa að æfa fótboltann úti og það kannski í brjáluðu veðri." I é 11 ] J H / Heriólfur h REYKJAVIK S 91-686464 VESTMANNAEYJUM S 98-1433 & 98-1792 Rígur milli Þórs og Týs „Eg er í Þór en hér í Eyjum eru tvö félög, Týr og Þór, sem sameinast í ÍBV. í Eyjum er góð aðstaða, við Þór- arar eigum glæsilegt nýtt félagsheim- ili og grasvöll. Yngri flokkarnir spila undir merki Týs og Þórs. Hér er hald- ið Vestmannaeyjamót þar sem Týr og Þór keppa sín á milli en það er mikill rígur á milli þessara félaga. Ég varð Þórari eins og tveir eldri bræður mín- ir þótt mamma sé nú í Tý. Það eru alltaf læti og hasar þegar við spilum við Tý. Það er allt öðruvísi að spila við Týrarana en t.d. lið ofan af landi, því ÍTý eru kannski bekkjar- félagar manns og vinir. Maður er alltaf að spila við sömu strákana og alltaf sömu lætin inni á vellinum, tuddað og svoleiðis, bæði í hand- bolta ogfótbolta. En fyrir utan völlinn erum við bestu vinir. Mér finnst nú fullorðna fólkið haga sér verst á Vest- mannaeyjamótsleikjunum. Það stendur við hliðarlínuna öskrandi og æpandi og segir sínum strákum að tudda og sparka f strákana í hinu lið- inu. Það ætti bara að skammast sín. En svona er þetta í Eyjum. Það er svo mikill rígur milli Týs og Þórs, alltaf verið að rífast." 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.