Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 82

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 82
að fólk úti í bæ er hætt að geta fylgst með hvað er að gerast. Einn sagði t.d. við mig um daginn:„Hva! Njarðvík er búið að vinna næstum alla leikina í deildinni í vetur en nú eru þeir ekki lengur að keppa. Hvers vegna?" Ég lái þeim ekki sem eiga erfitt með að átta sig á fyrirkomulaginu." — Finnst þér ekki ósanngjarnt að lið sem hefur kannski haft nokkra yfirburði yfirönnur liðá heilu keppn- istímabili skuli ekki verða íslands- meistari? „Jú, ég verð að viðurkenna það en eins og fyrirkomulagið er í dag er því ekki að skipta. Hins vegar mætti gera mun meira úr deildarmeistaratitlin- um. Ég hef t.d. ekki hugmynd um það hvort lið Njarðvíkur var krýnt sem deildarmeistari og leikmenn heiðr- aðir. Þó má ekki líta fram hjá því að fyrirkomulagið með úrslitakeppninni eykur töluvert áhugann meðal al- mennings og þess vegna er ég hlynnt- ur henni þótt það sé sárt fyrir lið eins og Njarðvík, sem hefur staðið sig mjög vel í vetur, að falla úr keppn- inni." — Hvað kom þér mest á óvart á keppnistímabilinu? „Baráttan og liðsheildin skipti mestu máli í úrslitaleiknum gegn KR." „Það kom mér mest á óvart að Val- ur skyldi tryggja sér sæti í úrslita- keppninni miðað við stöðu þeirra um síðustu áramót. Þá talaði ég við leik- mann í liði Vals og var dauft í honum hljóðið, öfugt við Grindvíkingana sem töldu sig nokkuð örugga. En Grindvíkingar eru í svipuðum spor- um og við vorum í fyrir sex árum þegar við vorum að berjast fyrir því að komast á toppinn. Þeir þurfa engu að kvíða í framtíðinni." — Kom hápressa KR-inga ykkur í opna skjöldu í fyrstu leikjunum í úr- slitakeppninni? „KR-ingarléku hápressu ínæstsíð- asta leik sínum í deildinni gegn okkur og sigrðu. Sama gerðu þeir á móti Njarðvík og kom það þeim í opna skjöldu þótt þeir hafi vitað hvernig KR lék gegn okkur. KR-ingar spiluðu þessa leikaðferð mjög stíft og oft á tíðum gróft en munurinn á okkur og Njarðvík var sá að við létum þetta ekki fara í skapið á okkur nema í leiknum í Reykjavík. Njarðvíkingar trylltust og gátu alls ekki einbeitt sér að leiknum því allt púðrið fór í að rífast við dómarana. Tvær í öruggum vexti Sparisjóðurinn í Keflavík býður tvær öruggar leiðir til ávöxt- unar: TROMPBÓK nýtt og betra Tromp - alltaf laus og án út- tektargjalds. ÖRYGGISBÓK - 12 mánaða bundinn reikning- ur með stighækkandi vöxtum á allri upphæðinni, eftir því sem innstæðan hækkar. í fjármálum setjum við öryggið ofar öðru. SPARISJÓDURINN í KEFLAVÍK Suðurgötu 6, símí 92-15800 Njarðvík, Grundarvegi 23, sími 92-14800 82

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.