Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 85

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 85
inga á íþróttaferli sínum og var t.d. kjörinn íþróttamaður Keflavíkur árið 1986. Árið 1987 var hann valinn körfuknattleiksmaður ársins og ífyrra var hann valinn í NIKE-liðið sem val- ið er af leikmönnum úrvalsdeildar- innar. Eins og áður sagði er Jón aðeins 26 ára gamall en hann útskrifaðist frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni árið 1986. Skyldi honum ekki reynast erfitt að kenna fþróttir dag- langt og æfa svo sjálfur á kvöldin og þjálfa þæði meistaraflokk karla og kvenna? „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“ „Það verður að viðurkennast að þetta er afskaplega erfitt og bitnar á kennslunni. Allur minn kraftur fer í körfuboltann og á ég þar af leiðandi ekki mikla orku eftir í kennsluna. Samt sem áður finnst mér mjög gam- an að kenna en samhliða mikilli íþróttaiðkun er það erfitt." — Hver eru þín áhugamál fyrir ut- an konuna og körfuboltann? „Ég hef einstaklega gaman af því að ferðast erlendis og skiptir þá engu máli til hvaða lands ég fer. Ferðalög- in eru eitt það skemmtilegasta við körfuboltann. Tilbreytingin sem felst í því komast til útlanda er mikil. Landsliðshópurinn samanstendur af svo skemmtilegum einstaklingum að ferðir til útlanda með þeim er eitt það skemmtilegasta sem ég upplifi." — Gefst ykkur hjónakornunum einhver tími til tómstundaiðkana? „Nei, sá tími er ansi takmarkaður. Auður kennir eróbikk á kvöldin á samatímaog égeráæfingum þannig að þegar við komum heim á kvöldin erum við svo dauðuppgefin eftir erf- iðan vinnudag og æfingar að við höf- um ekki kraft í neitt meira. Þótt íþróttaiðkun sé tímafrek eru það stundir eins og í gærkvöldi sem gera allt púlið ómaksins vert." — Áttu þér eitthvert takmark í líf- inu? „Égætla fyrir alla muni að láta mér líða vel og njóta þess að lifa. Og þess Jón brunar fram hjá ísak Tómassyni í leik gegn Njarðvík. nýtég svo sannarlega í dag. Draumar manns rætast aldrei allir en í gær rættist einn sá stærsti." — Hvað gerir þig hamingjusam- an? „Ég er ástfanginn, mér gengur vel í lífinu og það eykur enn meira á ánægjuna þegar ég kemst með kon- unni í frí til útlanda. Sömuleiðis eyk- ur velgengni í keppni og þjálfun á ánægjuna. Töluverðar líkur eru á því að meistaraflokkur kvenna verji bik- armeistaratitilinn í körfunni undir minni stjórn en stelpurnar hafa þegar varið íslandsmeistaratitilinn." — Ertu trúaður? „Já, ég er það þótt ég sé ekki ki rkj u- rækinn. En það helsta sem ég lifi eftir er sú lífsregla að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur." SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 áSi SÍMI 25050 REYKJAVÍK Traustir menn £ MIRnjo 85

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.