Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 5

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 5
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 5 Rannsóknir á heimildanotkun geta haft sína annmarka. Heimildir eru stundum ekki rétt skráðar sem flækir úrvinnslu og getur gert talningu ónákvæma. Bornmann og Hans-Dieter (2008) og MacRoberts og MacRoberts (1989) benda einnig á það að ekki sé endilega vísað í allar heimildir sem notaðar eru, geti dregið úr áreiðanleika heimildalista. Einnig að ekki sé víst að vísað sé í rétta heimild, það er frumheimild. Þá gefa heimildaskrár ekki rétta mynd af notkun á rafrænu efni því samkvæmt 6. útgáfu APA staðalsins sem hér er notaður, þarf ekki að tiltaka hvort tímaritsgrein hafi verið sótt í rafrænt gagnasafn (American Psychological Association, 2010). Tilgangur og rannsóknarspurningar Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða og hvers konar heimildir meistaranemar nota í lokaverkefnum á Menntavísindasviði og bera niðurstöður, þar sem við á, saman við rannsókn Kristínar og Þórhildar á heimildanotk- un nemenda Kennaraháskóla Íslands á árunum 2002 og 2003. Lagt var upp með eftirtaldar rannsóknarspurningar: • Hvers konar heimildir eru notaðar? • hvaða tegundir? • hvert er formið, rafrænt eða á pappír? • hvaða tungumál? • hversu gamlar? • Hvað er vinsælast? • hvaða titlar koma oftast fyrir í heimildaskrám? • eru vinsælustu erlendu tímaritin viðurkennd sam- kvæmt InCites og ERIH? • Hafa höfundar fengið efni að láni frá bókasafni Menntavísindasviðs síðustu eitt til tvö árin fyrir út- skrift (2014-2015)? • Hvernig er aðgengi að heimildum háttað? Aðferð Úrtakið er meistaraverkefni á Menntavísindasviði árið 2015. Alls voru afritaðir í Excel, heimildalistar úr 122 verkefnum sem eru 74% þeirra 164 meistaraverkefna sem skilað var í Skemmuna (skemman.is) á árinu. Ekki reyndist unnt, af tæknilegum ástæðum, að afrita heimildarlista þeirra 42 verkefna sem á vantar. Meistaraverkefnin voru unnin af nemendum þeirra þriggja deilda sem tilheyrðu Menntavísindasviði á þessum tíma; Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild (ÍTÞ), Kennara- deild (KEN) og Uppeldis- og menntunarfræðideild (UMF). Við ÍTÞ var boðið upp á nám í íþrótta- og heilsufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og þroskaþjálfafræði. Í KEN var boðið upp á rannsóknartengt starfsnám fyrir verðandi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við UMF var boðið upp á fjölbreytt nám í uppeldis- og menntunarfræð- um. Við greiningu var hverjum nemanda gefið hlaupandi númer í stað kennitölu. Einnig var skráð tegund prófgráðu (M.Ed., MA/MS), deild, námsleið og fjöldi útlána úr bókasafni 1. Langflest úr íþrótta- og heilsufræði (14) 2. Algengt er að bækur og bókarkaflar séu flokkaðar saman í sambærilegum rannsóknum Menntavísindasviðs á árunum 2014 og 2015. Heimildir voru greindar eftir tegund, aldri og tungumáli texta. Bækur standa fyrir einefnisrit (e. monograph) og undir þær flokkast auk hefðbundinna bóka, skýrslur ýmis konar, prentaðar og á vef (pdf ) og aðalnámskrár. Bókarkaflar voru greindir sér. Vefheimildir eru almennar vefsíður (html- -skrár), vefir stofnana, fyrirtækja, félaga og einstaklinga, eða rafrænt efni sem ekki á heima undir skilgreiningum annarra flokka. Flokkurinn „annað“ inniheldur viðtöl, mynd- bönd, dagblöð, handrit, fyrirlestra, bréf, lög og reglugerðir. Tímaritsgreinar og lokaverkefni skýra sig sjálf. Til nánari athugunar var tekið minna úrtak. Þar var farið yfir hvað er til á bókasafni Menntavísindasviðs, hvað er aðgengilegt rafrænt og hvort nemendur noti nýjustu út- gáfurnar. Úrtakið, hér eftir kallað úrtak 2, var valið þannig að annars vegar voru valin nokkur verkefni sem skera sig úr varðandi fjölda útlána í bókasafninu til að tryggja ákveðna breidd hvað það varðar. Hins vegar var valið slembiúrtak, 10. hvert verkefni í stafrófsröðuðum lista. Öllum heimildum var flett upp á leitir.is og þeirra sem ekki fundust þar, var leitað á vefnum. Einnig var kannað hvort skráðar vefslóðir væru enn virkar. Niðurstöður og umræður Heildargreiningin nær til 122 verkefna. Fjöldi þeirra skipt- ist þannig á milli deilda: Frá ÍTÞ koma 171, KEN 58 og frá UMF 47. Í úrtaki 2 eru 20 verkefni sem skiptast þannig á milli deilda að þrjú koma úr ÍTÞ, níu úr KEN og átta úr UMF. Þessi verkefni innihalda alls 1.327 heimildir, 196 úr ÍTÞ, 606 frá KEN og 526 frá UMF. Fjöldi og tegundir heimilda Heildarfjöldi heimilda er 8.697 í 122 verkefnum og skipt- ist þannig á milli tegunda að bækur eru flestar (3.167), þá tímaritsgreinar (2.851), bókarkaflar (1.288), vefheimildir (851), annað (325) og námsritgerðir reka lestina (215). Bækur að meðtöldum bókarköflum 2 eru mest notuðu heim- ildirnar, eða 51,2% og hlutfall tímaritsgreina er 32,8%. Fjöldi heimilda í hverju verkefni er allt frá 17 upp í 227. Til samanburðar var fjöldi heimilda í meistaraprófsverkefnum 2002 og 2003, frá 30 upp í 127 (Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir, 2004). Meðalfjöldi heimilda er 78,6 og hefur hækkað á tímabilinu, úr 68,8 eða um 14,2%. Hafa skal þó í huga að 2002 og 2003 er verið að skoða mun færri verkefni. Meðaltalið 2015 er langhæst hjá ÍTÞ, 101,6 heimildir. Meðalfjöldi heimilda í KEN er 60 og 74,2 hjá UMF. Kassaritið á mynd 1 sýnir dreifingu heimilda innan hverrar deildar frá lággildi að hágildi. Helmingur heimildanna raðast innan kassanna og þverstrikið þar sýnir miðgildið. Sjá má að dreifingin er mest innan ÍTÞ en minnst innan KEN. Sömu sögu er að segja um miðgildið, það er hæst hjá ÍTÞ og lægst í KEN.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.