Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 30

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 30
30 Bókasafnið Þetta var hrós sem ég fékk í síðustu viku. … Eða er þetta hrós? Jú, hann átti við síðu Borgarbókasafnsins sem ég stýri ásamt hópi af góðu fólki en hvers vegna kom það félaga mínum á óvart að bókasafnið sé jafn æðislegt í hinum stafræna heimi og það er í raunheimum? Finnst ekki öllum bókasöfn vera æðisleg í alla staði? Á flestum almenningsbókasöfnum á Íslandi er að finna óeðlilega mikið magn af spennandi þjónustu, viðburðum og að sjálfsögðu safnkosti. Áður en ég hóf störf á bókasafninu fannst mér gaman að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á síðu Borgarbókasafnsins. Það var í uppáhaldi hjá mér og mér þótti ekkert eðlilegra. Núna, þegar ég mæti í vinnuna á morgnana og sé verkefnin sem starfsfólkið hefur komið í verk þá langar mig helst að taka mér gjallarhorn í hönd og arka um bæinn til að bera út fagnaðarerindin. Ég kýs þó að gera það frekar gegnum stafræna miðla, þægindanna vegna. Í þessari grein má finna góð en einföld ráð um viðveru bókasafna í stafrænum heimi. Með puttann á pylsunni Stafræni heimurinn er síbreytilegur. Líklegast verður þessi grein þegar orðin úrelt þegar blekið þornar. Twitter, Já.is, Instagram, Tik Tok, Pinterest, Spotify, Youtube, Goodreads, Google Ads, LinkedIn, Tumblr og svo framvegis. Stafræni heimurinn er stór og margt um að velja. Hvar viljið þið vera? Sem betur fer þarf ekki að vera sérfræðingur til að halda rétt á spöðunum í netheimum. Ef þið þekkið markhópinn ykkar þurfið þið ekki að fylgjast með hvort Snapchat ætli að búa til nýja dansandi pylsu eða hvort hlaðvarpi verði spáð meiri vinsældum á næstunni. Ef ykkar markhópur er fólk yfir 70 ára ætti stafræni heimurinn kannski ekki að vera í forgangi. En þið sem viljið ná til unga fólksins ættuð að lesa áfram. Verum sérkennileg Gott er að eiga góðan grunn til að byggja á ef færa á út kví- arnar. Með því að leggja áherslu á persónusköpun fyrirtækis styrkirðu „brandið“ og auðveldara verður að aðlagast nýjum aðstæðum. Þegar talað er um „brand“ er verið að meina allt sem gerir ykkar bókasafn einstakt; lógó, nafn, litir, rödd, leturgerðir og fleira. Röddin er einn mikilvægasti þátturinn í að sýna samfélaginu hver persónuleiki safnsins er og hana skal ávallt aðlaga að markhópnum. Bókasafn getur verið formlegt eða fjörugt, talað ítarlega eða stiklað á stóru. Bókasafnið, rétt eins og manneskja af holdi og blóði, hefur talanda, áhugamál, uppáhaldsliti, uppáhaldsletur (halló! hver á ekki sína uppáhaldsleturgerð?) og svo framvegis. Aðlag- ið fyrir mismunandi miðla en haldið áfram að nota sömu litina, orðalagið og letrið og fólk mun muna eftir ykkur hvert sem þið farið. Rödd Borgarbókasafnsins er skemmtileg og heyrist bæði þegar fyrirspurnum er svarað og þegar efni birtist á samfélagsmiðlum. Það er hressandi upplifun að sjá færslurnar birtast á tímalínunni og safnið tekur á móti öllum fyrirspurnum með opnum örmum. Það er félagslynt og svarar athugasemdum á færslunum sínum. Borgarbókasafnið talar einnig í fleirtölu um sjálft sig, og leggur áherslu á að það er byggt upp af stórum hópi af frábæru starfsfólki. Við forðumst að taka pólitíska afstöðu en gerum þó grín að okkur og tökum þátt í umræðunni. Við forðumst að kyngera lesendur; kjósum frekar að segja „verið velkomin“ en „allir velkomnir“. Svindlmiði fyrir samfélagsmiðla „Hver hefði haldið að sú Facebook síða sem væri í mestu uppáhaldi hjá mér yrði bókasafn!“ Esther Ýr Þorvaldsdóttir fráfarandi verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála Borgarbókasafnsins Þessi pylsa hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á gengi Snapchat. En það þýðir þó ekki að Snapchat henti bókasöfnum.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.