Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 13

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 13
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 13 notuðu mannauðskerfi virtust almennt ánægðari með þær lausnir sem notaðar voru varðandi utanumhald skjala og upplýsinga. Sýnt sig hefur að með notkun rafrænna mannauðskerfa er hægt að auka gæði verkefna mannauðsdeilda (Parry, 2011). Ólíkt var hvernig eyðingu gagna var háttað hjá fyrirtækjun- um. Flestir viðmælendur voru ósáttir við að þurfa að eyða upplýsingum og sögðu að þau þyrftu oft að leita að upp- lýsingum mörg ár aftur í tímann. Samræmdist það því sem ráðgjafar kerfa sögðu, að viðskiptavinir vildu helst eiga allar upplýsingar til þess að hafa alla sögu starfsmanns innan fyrirtækisins og að það væri sérlega mikilvægt ef fyrrverandi starfsmaður hefði störf aftur hjá fyrirtækinu. Þegar viðmæl- endur voru spurðir hvað mætti betur fara voru flest svörin tengd varðveislu og eyðingu gagna. Segja má að ákveðið flækjustig sé til staðar varðandi eyðingu persónuupplýsinga. Fram kom í viðtölum að mannauðsstjórar virðast koma sér upp verklagi út frá því sem þeim finnst eiga við, þar sem þeir notuðu ólíkar aðferðir við varðveislu og eyðingu gagna. Aðilar sem sinna utanumhaldi persónulegra upplýsinga sem varða starfsmenn þurfa að vita nákvæmlega hvað þarf að varðveita, hvar það er geymt og í hvað langan tíma. Fag- menntaður sérfræðingur á sviði upplýsinga- og skjalastjórn- ar býr yfir þeirri færni og þekkingu sem þarf að vera til staðar til þess að hægt sé að gæta þess að upplýsingar og skjöl séu traust, rekjanleg, gæðastýrð og að sönnunarbyrði og gagnsæi sé til staðar (Ragna Kemp Haraldsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2015; Saffady, 2011). Einungis var skjalastjóri í þremur af sex fyrirtækjum. Í þeim fyrir- tækjum virtist utanumhald skjala og upplýsinga almennt í betri farvegi. Allir viðmælendur voru þó á sama máli um mikilvægi þess að skjalamál fyrirtækisins væru í lagi og uppfylltu lög og reglugerðir varðandi meðferð persónuupplýsinga. Út frá niðurstöðum rannsóknar þessarar má álykta að mikill vilji hafi verið fyrir því hjá mannauðsstjórum og skjalastjórum fyrirtækja að vera vel undirbúin undir breytingar í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Í viðtölunum kom fram að margir þættir væru nú þegar unnir samkvæmt núgild- andi lögum og reglum um persónuvernd innan fyrirtækja. Augljóst var þó að hjá sumum þessara fyrirtækja var enn svigrúm til úrbóta til þess að unnt væri að uppfylla kröfur um persónuvernd. Ljóst er að með tilkomu nýrrar Evrópureglugerðar og nýjum lögum um persónuvernd þarf enn frekar að skoða hvernig meðferð skjala og upplýsinga varðandi starfsmenn er háttað auk þess sem standa þarf vel að innleiðingu breytinga. Þar sem rannsókn sem þessi hafði ekki verið framkvæmd áður hér á landi hefur hún mikið vægi til þess fá ákveðna innsýn í meðferð persónuupplýsinga starfsmanna hjá fyr- irtækjum á Íslandi. Þó ber að taka niðurstöðurnar með fyrirvara þar sem um eigindlega rannsóknaraðferð er að ræða (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Ekki er hægt að al- hæfa um hvernig meðhöndlun gagna varðandi starfsmenn er innan fyrirtækja almennt. Í stað þess veita niðurstöður rannsóknarinnar nákvæmar upplýsingar um stöðu einstakra fyrirtækja sem jafnframt geta gefið mikilvægar vísbendingar um meðferð skjala sem mannauðsstjórar nokkurra fyrirtækja hafa undir höndum. Heimildaskrá Analoui, F. (2007). Stategic human resource management. London: Thomson. Armstrong, M. (2009). Armstrong‘s handbook of human resource management practice (11. útgáfa). London: Kogan Page. Council of the European Union. (2016). Regulation (eu) 2016/679 of the european parliament and of the council of 27 April 2016 on the protection of natural persons with regard to the processing of personal data and on the free movement of such data, and repealing Directive 95/46/EC (General Data Protection Regulation). Sótt af: http://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-5419-2016- INIT/en/pdf Creswell, J.W. (2007). Qualitative inquire and research design: Choosing among five approaches. Thousand Oaks: Sage Publication. Dickie, N. og Yule, A. (2017). Privacy by design prevents data hea- daches later. Strategic HR Review, 16(2), 100-101. Ford, G. (2012). Addressing today’s HR challenges with document management. Credit Control, 33(7/8), 51-55. Jick, T. D. (2008). Mixing qualitative and quantitative methods: Triangulation in action. Í V. L. P. Clark og J. W. Creswell (ritstj.), The mixed methods reader (bls. 107-118). Thousand Oaks: Sage publications. Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaks- aðferðir í eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (rit- stj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 129-137). Akureyri: Ásprent Stíll ehf. Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Parry, E. (2011). An examination of e-HRM as a means to increase the value of the HR function. The International Journal of Human Reso- urce Management, 22(5), 1146-1162. Ragna Kemp Haraldsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2015). Upplýsinga- og skjalastjórn: krafa samtímans. Viðskiptablaðið. Sótt af http://vb.is/skodun/upplysinga-og-skjalastjorn-krafa- -samtimans/123142/ Ruël, H., Bondarouk, T. og Van der Velde, M. (2007). The contribution of e-HRM to HRM effectiveness. Employee Relations, 29(3), 280- 291. Saffady, W. (2011). Records and information management: Fundamentals of professional practice (2. útgáfa). Kansas: Arma International. Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Yfirlit yfir eigindlegar rannsóknarað- ferðir. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstj.), Handbók í aðferðafræði rann- sókna (bls. 239-251). Akureyri: Ásprent Stíll ehf.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.