Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 26

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 26
26 Bókasafnið Líkt og einhverjir lesenda kunna að hafa orðið varir við, stendur nú yfir kynningarátakið Sarpur – munir, myndir, minningar. Markmið þess er að auðvelda landsmönnum að tengja heitið Sarpur við menningarsögulega gagnasafnið Sarp og sarpur.is. Herferðin hófst síðla janúar 2019. Í stuttu máli sagt er Sarpur safnkostur um 50 mismunandi safna og stofnana með fjölbreyttum aðfangategundum. Frá miðju ári 2013 hafa landsmenn átt þess kost að skoða muni, ljósmyndir, listaverk, fornleifar, þjóðhætti, örnefnalýsingar og fleiri aðföng úr Sarpi á vefnum sarpur.is. Fyrir þann tíma var Sarpur eingöngu aðgengilegur safnafólki. Fljótlega eftir að Sarpur var opnaður almenningi varð þess vart að margir tengdu heitið Sarpur meira við vefupptöku- safn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) en við safnkost Sarpssafna. Á árinu 2017 var gengið frá samningi við RÚV um að stofnunin léti af notkun vörumerkisins Sarpur, en Rekstrar- félag Sarps er skráður eigandi þess hjá Einkaleyfastofu. Fé- lagið er jafnframt eigandi menningarsögulega gagnasafnsins Sarps en Landskerfi bókasafna sér um reksturinn sam- kvæmt þjónustusamningi á milli aðila. Þegar samkomu- lag við RÚV var í höfn, var kominn grundvöllur fyrir Rekstrarfélagið til að ráðast í að kynna menningarsögulega gagnasafnið Sarp fyrir almenningi. Ákveðið var að leggja áherslu á stærstu aðfangategundirnar í herferðinni og var leitað til Þórarins Eldjárns um að semja einkunnarorð fyrir kynninguna. Niðurstaðan varð slagorðið Munir, myndir, minningar. Guðbjörg Tómasdóttir hannaði kynningarefni fyrir herferðina þar sem byggt var á einkunnarorðunum. Hannaðar voru nokkrar gerðir skjáauglýsinga auk auglýsinga fyrir samfélagsmiðla, vefborða og veggspjalds. Haft var að leiðarljósi að reyna að ná til sem flestra lands- manna og ólíkra aldurshópa og nota til þess fjölbreyttar kynningarleiðir. Í þeim anda var útbúin fésbókarsíðan Sarpur.is - munir, myndir, minningar á slóðinni https://www. facebook.com/sarpur.is/ og er safnafólk hvatt til þess að láta sér líka við hana. Sameiginleg vefsýning Sarpssafna á sarpur.is undir yfirskriftinni Æskan á millistríðsárunum var jafnframt undirbúin undir leiðsögn Völu Gunnarsdóttur fagstjóra Sarps. Í sýningartexta segir meðal annars: „ Æskan er mikilvægt æviskeið sem hefur mótandi áhrif á okkur öll. Söfn landsins varðveita fjölmarga muni, myndir og margvís- legar heimildir sem tengjast æskunni og sögu barna á mis- munandi tímum. Með þessari vefsýningu í Sarpi er sjónum beint að þessum safnkosti frá millistríðsárunum í þeim 50 söfnum sem skrá safneign sína í Sarp og hægt er að skoða á Sarpur.is. Þetta úrval sem hér birtist er aðeins brot af þeim gripum sem söfnin varðveita og tengist viðfangsefninu „Æskan á millistríðsárunum” en þessi sameiginlega sýning safnanna er einstakur vettvangur til að draga saman tengda gripi á landsvísu á einn stað.“1 Vefborði kynningarherferðarinnar var birtur á sarpur.is 25. janúar síðastliðinn og markaði það upphaf kynningar- átaksins. Sama dag birtist fyrsta skjáauglýsingin í sjónvarpi RÚV. Síðasta skjáauglýsing herferðarinnar mun birtast landsmönnum 5. mars en alls verða birtingar 32 talsins á tímabilinu. Um leið og auglýsingunum bregður fyrir á skjám landsmanna er lesin upp ein af neðangreindum setningum: • Hvað varðveita söfn á Íslandi? Kíktu á Sarpur.is – munir, myndir, minningar • Hvaða listaverk finnur þú í söfnum á Íslandi? Fáðu innblástur - Sarpur.is – munir, myndir, minningar • Finnur þú gamlar fjölskyldumyndir eða æskuslóðirnar á Sarpur.is – munir, myndir, minningar Sarpur.is – munir, myndir, minningar Sveinbjörg Sveinsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna hf. frá árinu 2006 og frá árinu 2013 hefur hún jafnframt verið framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps. Hún er menntuð sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands (CS) og Technische Hochschule Darmstadt (Dipl. Ing.). Hún er jafnframt vottaður IPMA verkefnastjóri (B-vottun) og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.