Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 18

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 18
18 Bókasafnið Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eru nemendur duglegir að nota bóka- safnið til að vinna hópverkefni og sinna heimanámi.  Á safninu er lögð áhersla á að þetta sé þeirra vinnusvæði og þarna líði þeim vel til að sinna sínu námi. Á opnum dögum nú í mars [2019] þar sem hefðbundið skólastarf var brotið upp með skemmtilegum nýjungum ákvað bókasafnsfræðingurinn að bjóða uppá öðruvísi bókasafnsdaga, svo kallað Escape Room, en vinsældir þeirra hafa aukist um allan heim undanfarin ár.  Í Escape Room (flóttaherbergi) eru þátttakendur lokaðir inni í herbergi til að taka þátt í ævintýraleik. Leikurinn snýst um að komast út á sem stystum tíma. Til að komast út þarf að leysa krefjandi þrautir, leysa talnalása út frá vísbendingum, finna týnda lykla og að lokum komast að lokaþrautinni sem er lykilinn út úr herberginu.   Í Escape Room er lögð áhersla á ákveðið þema sem skapar stemmningu fyrir þátttakendur og þeir upplifa herbergið sem hluta af ákveðinni sögu meðan þeir taka þátt í leiknum. Leikurinn byggir á að hópurinn vinni vel saman, sýni þrautseigju og lausnamiðaða hugsun. Þar sem um leik á skólatíma var að ræða var lögð áhersla á  fræðslugildi sem tengdist sögu Skagafjarðar. Sögusviðið var Sauðárkrókur fyrir rúmlega 100 árum en þar starfaði Jón Ósmann sem ferjumaður og ferjaði fólk og vistir yfir Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði áður en brúað var. Nem- endur þurftu að rifja upp hvað ferjumaðurinn hét, en stór og myndarleg stytta er af honum við Ósinn og því er hann kunnugur öllum þeim sem fara um svæðið. Einnig þurftu þau að finna bók sem vísaði þeim á ártalið sem hann var fæddur til að opna lás að tösku og svona tók hver þrautin við af annarri þangað til lokaþrautin var leyst. Þetta tókst vel og nemendur höfðu gaman af og lærðu um sögu síns héraðs í leiðinni. Það er gaman fyrir nemendur og starfsfólk á bókasafni að brjóta upp hefðbundna daga og læra í gegnum leik. Library Escape Room Hanna Þórey Guðmundsdóttir Forstöðumaður bókasafns Verkmenntaskólans á Akureyri

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.