Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 32

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 32
32 Bókasafnið Bókasöfn eru stútfull af sniðugu starfsfólki Það er ofboðslega gaman að vinna við það að vera sniðugur. En það er líka tímafrekt. Innan Borgarbókasafnsins er fólk sem vinnur hörðum höndum að því að fylla miðlana af sniðugu efni sem hentar fylgjendum okkar. Til þess að halda dampi veljum við þemu fyrir hvern einasta dag á Facebook og Instagram og veljum eina manneskju til að sjá um þann dagskrárlið. Ef fólk fær leiða á verkefnunum sínum er mikilvægt að skiptast á, því annars hættum við að vera sniðug. Ég mæli einnig sterklega með því að spjalla við annað sniðugt samstarfsfólk um samfélagsmiðlana. Skemmtilegustu innleggin á síðum Borgarbókasafnsins fæddust við kaffivélina. Verum memm Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessari grein. Hér er stiklað á mjög stóru og áhugasamir eru hvattir til að sækja sér frekari upplýsingar. Straumar og stefnur í stafrænum heimi eru síbreytileg en ef þið eruð bara nógu skemmtileg er auðvelt að setja sér einfaldar verklagsreglur og hafa gaman af vinnunni. Á myndinni má sjá verðlaunagrip Upplýsingar sem veittur var á árinu 2019 í tilefni af fyrstu hvatningarverðlaunum bókasafna. Verðlaunin hlaut Bókasafn Reykjanesbæjar (sjá umfjöllun á næstu síðu). Á litlu plötunni stendur: Hvatningarverðlaun Upplýsingar 2019 Bókasafn Reykjanesbæjar Ævisagnagrínið kom upprunalega frá Guttormi Þorsteinssyni, verulega sniðugum bókaverði í Kringlunni, og náði til 25.000 manns. Listamaðurinn sem bjó til gripinn er Hafþór Ragnar Þórhallsson, hann býr á Eyrarbakka. (Ljósm. Þórey Ösp Gunnarsdóttir).

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.