Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 6

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 6
6 Bókasafnið Mynd 2 sýnir meðalfjölda heimilda eftir deildum og flokkað eftir tegundum. Tímaritanotkun er langmest hjá ÍTÞ eða 66,3% sem er meira en þrisvar sinnum meiri en í UMF og yfir fimm sinnum meiri en í KEN. Þetta er ekki langt frá tímaritanotkun sem var 68% í rannsókn Curries og Monroe-Gulick (2013) á heimildaskrám háskólastarfsmanna í félagsvísindum og ívið hærra en í meistararitgerðum Klassens (2011) í lýðheilsufræði þar sem hún var 65,4%. Bækur eru aftur á móti minnst notaðar í ÍTÞ eða í 24,2% tilfella. Þar á UMF vinninginn (27,7%) með örlítið fleiri bækur en KEN. Munur á notkun annarra tegunda er ekki svo mikill milli deilda. Svipað var uppi á teningnum 2002 og 2003 þegar tímaritanotkun var almennt mest á íþróttabraut en minnst á grunnskólabraut3 (Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir, 2004). Meiri tengsl íþrótta- og heilsufræðinnar við raungreinar skýrir kannski þennan mun en það er alþekkt að í raunvísindum er meira vitnað í tímaritsgreinar en í hug- og félagsvísindum samanber niðurstöður rannsókna Kayongos og Helms (2012), Curries og Monro-Gluicks (2013) og Smiths (2003). Mynd 3 sýnir hvernig dregið hefur úr notkun bóka og bókarkafla frá árinu 2002 og 2003, úr 63,7% í 51,2% og hvernig hlutur tímaritsgreina hefur aukist úr 18% í 32,8%. Þetta er í samræmi við þróun annars staðar eins og hjá Condic (2015) og Conkling og fleirum (2010). 3. Skiptingin milli brauta var þá: íþróttabraut, grunnskólabraut, leikskólabraut og þroskaþjálfabraut og rannsóknargögnin innihéldu einnig nemendur í grunnnámi Hlutfall bóka og bókarkafla árið 2015 er svipað og í meistaraverkefnum Feyereisens og Spoidens (2009) þar sem það var um 50% og ívið lægra en í lokaverkefnum Haycocks (2004) þar sem það var 56%. Notkun á vefefni hefur lítið breyst á tímabilinu og notkun á annars konar efni hefur dregist saman. Samanburð á notkun bóka og bókarkafla þarf samt að taka með ákveðnum fyrirvara því misjafnt er hvernig einefnisrit eru skilgreind í rannsóknum. Þar eru tímaritsgreinar áreiðanlegri til samanburðar. Þær eru ekki nema 32,8% heimilda í verkefnum hér þegar hlutfallið í erlendum rannsóknum er yfirleitt á bilinu kringum 40 til 50% (Feyereisen og Spoiden, 2009; Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Smith, 2003) og yfir 55% að meðaltali í rannsókn Kayongo og Helm (2012). Þetta er talsverður munur. Námsritgerðir reka lestina með 215 heimildir. Við kennslu í upplýsingalæsi eru nemendur varaðir við að vísa mikið í námsritgerðir. Notkun þeirra er á bilinu 1,4 til 2,1% sem er svipað hlutfall og í niðurstöðum Smiths (2003) og Feyer- eisens og Spoidens (2009) sem mældu slíka notkun. Form heimilda Eins og áður hefur verið vikið að, er ekki einfalt mál að sjá út frá heimildalistum hversu stór hluti heimilda er rafrænn. Í úrtaki 2 er hlutfall þeirra heimilda sem aðgengilegar eru rafrænar tæplega 58%. Það er þó ekki þar með sagt að notandinn hafi endilega notað rafrænt efni þótt það sé aðgengilegt, því sumt af þessu efni er bæði til rafrænt og prentað og á það einkum við íslensku tímaritin. Í úrtaki 2 eru 37% einefnisrita eða bóka til rafrænar. Flestar rafrænu bókanna eru skýrslur opinberra aðila eða stofnana sem eru aðgengilegar sem pdf-skjöl á vef. Hér eru einnig hefðbundnar bækur í opnum aðgangi, í landsaðgangi eða á háskólanetinu. Hlutfall rafrænna bóka lækkar í rúmlega 27% þegar bókarkaflar eru taldir með í úrtaki 2 því mikið er vísað í kafla í tilteknum bókum sem eru á pappír. Niðurstöður rannsóknar Kristínar og Þórhildar (2004) bentu til að af heildinni (bakkalár- og meistaraverkefnum) eða í 24,2% tilfella. Þar á UMF vinninginn (27,7%) með örlítið fleiri bækur en KEN. Munur á notkun annarra tegunda er ekki svo mikill milli deilda. Mynd 2 – Meðalfjöldi heimilda eftir deildum, skipt niður eftir tegundum; nemendafjöldi: ÍTÞ: N=17, KEN: N=58, UMF: N=47 Svipað var uppi á teningnum 2002 og 2003 þegar tímaritanotkun var almennt mest á íþróttabraut en minnst á grunnskólabraut3 (Kristín Indriðadóttir Þórhildur S. Sigurðardóttir, 2004). Meiri tengsl íþrótta- og heilsufræðinnar við raungreinar skýrir kannski þennan mun en það er alþekkt að í raunvísindum er meira vitnað í tímaritsgreinar en í hug- og félagsvísindum samanber niðurstöður rannsókna Kayongos og Helms (2012), Curries og Monro-Gluicks (2013) og Smiths (2003). Mynd 3 sýnir hvernig dregið hefur úr notkun bóka og bókarkafla frá árinu 2002 og 2003, úr 63,7% í 51,2% og hvernig hlutur tímaritsgreina hefur aukist úr 18% í 32,8%. Þetta er í samræmi við þróun annars staðar eins og hjá Condic (2015) og Conkling og fl iru (2010). Hlutfall bóka og bókarkafla árið 2015 er svipað og í meistaraverkefnum Feyereisens og Spoidens (2009) þar sem það var um 50% og ívið lægra en í lokaverkefnum Haycocks (2004) þar sem það var 56%. Notkun á vefefni hefur lítið breyst á tímabilinu og notkun á annars konar efni hefur dregist saman. 3 Skiptingin milli brauta var þá: íþróttabraut, grunnskólabraut, leikskólabraut og þroskaþjálfabraut og rannsóknargögnin innihéldu einnig nemendur í grunnnámi 0 20 40 60 80 100 120 ÍTÞ KEN UMF Fj öl di Bækur Bókarkaflar Tímaritsgreinar Námsritgerðir Vefefni Annað Mynd 3 – Samanburður á hlutfallslegri (%) notkun meistaranema á mismunandi tegundum heimilda 2002–2003 og 2015, fjöldi heimilda: 2002–2003: N=1246, 2015: N=8697 Samanburð á notkun bóka og bókarkafla þarf samt að taka með ákveðnum fyrirvara því misjafnt er hvernig einefnisrit eru skilgreind í rannsóknum. Þar eru tímaritsgreinar áreiðanlegri til samanburðar. Þær eru ekki nema 32,8% heimilda í verkefnum hér þegar hlutfallið í erlendum rannsóknum er yfirleitt á bilinu kringum 40 til 50% (Feyereisen og Spoiden, 2009; Griffin, 2016; La Haycock, 2004; S ith, 2003) og yfir 55% að meðaltali í rannsók Kayongo og Helm (2012). Þe ta er talsverður munur. Námsritgerðir reka lestina með 215 heimildir. Við kennslu í upplýsingalæsi eru nemendur varaðir við að vísa mikið í námsritgerðir. Notkun þeirra er á bilinu 1,4 til 2,1% sem er svipað hlutfall og í niðurstöðum Smiths (2003) og Feyereisens og Spoidens (2009) sem mældu slíka notkun. Form heimilda Eins og áður hefur verið vikið að, er ekki einfalt ál að sjá út frá heimildalistum hversu stór hluti heimilda er rafrænn. Í úrtaki 2 er hlutfall þeirra heimilda sem aðgengilegar eru rafrænar tæplega 58%. Það er þó ekki þar með sagt að notandinn hafi endilega notað rafrænt efni þótt það sé aðgengilegt, því sumt af þessu efni er bæði til rafrænt og prentað og á það einkum við íslensku tímaritin. Í úrtaki 2 eru 37% einefnisrita eða bóka til rafrænar. Flestar rafrænu bókanna eru skýrslur opinberra aðila eða tofnana se ru aðgengilegar sem pdf-skjöl á vef. Hér eru einnig hefðbundnar bækur í opnum aðgangi, í landsaðgangi eða á háskólanetinu. Hlutfall rafrænna bóka lækkar í rúmlega 27% þegar bókarkaflar eru taldir með í úrtaki 2 því mikið er vísað í kafla í tilteknum bókum sem eru á pappír. Niðurstöður rannsóknar Kristínar og Þórhildar (2004) bentu til að af heildinni (bakkalár- og meistaraverkefnum) væru vefheimildir 12,9% en að viðbættu efni sem við nánari athugun, var greinilega tekið af vef, fór hlutfallið upp í 15,8%. Af 281 erlendum tímaritum, voru 146 aðgengileg í landsaðgangi á árunum 2002 og 2003, eða 52%. Fjöldi erlendra tímarita hefur hátt í fjórfaldast síðan og fjöldi tímaritsgreina gott betur. Árið 2015 er vísað átta sinnum í einungis sjö erlend tímarit sem keypt eru í pappírsformi. Það gera 0,6% þannig að 99,4% erlendra tímarita munu vera rafræn. Notkun rafræns efnis hefur því stóraukist, frá bilinu 10-16% í tæplega 58% sé tekið mið af úrtaki 2. 0 10 20 30 40 50 60 70 Bækur og bókarkaflar Tímaritsgreinar Vefefni Annað % 2002–2003 2015 Forma&ed: Font colour: Red Mynd 1 – Dreifing fjölda heimilda, nemendafjöldi: ÍTÞ: N=17, KEN: N=58, UMF: N=47 Mynd 2 – Meðalfjöldi heimilda eftir deildum, skipt niður eftir tegundum; nemendafjöldi: ÍTÞ: N=17, KEN: N=58, UMF: N=47 Mynd 3 – Samanburður á hlutfallslegri (%) notkun meistaranema á mismunandi tegundum heimilda 2002–2003 og 2015, fjöldi heimilda: 2002–2003: N=1246, 2015: N=8697

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.