Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 19

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 19
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 19 Fyrir þremur árum byrjaði Amtsbókasafnið á Akureyri að lána út nokkur borðspil. Notendur safnsins tóku vel í þessa viðbót og spilakosturinn hefur stækkað jafnt og þétt. Spilin eru í dag um 130 talsins og orðin að sérstakri deild innan safnsins. Í kringum spilin hefur myndast skemmtilegt félagsstarf sem nær einnig að draga að fólk sem að öllu jöfnu hefði ekki lagt leið sína á bókasafnið. Við höfum verið dugleg að vera með viðburði tengda spilamenningu, s.s. skiptimarkaði þar sem fólk getur skipst á spilum og púslum, spilasögustundir þar sem við kennum yngstu börnunum spil að lestri loknum og spilakynningar fyrir stóra og smáa hópa. Síðasta haust áttum við í ótrúlega skemmtilegu samstarfi við fjölda aðila á Akureyri í tengslum við Norrænu spilavikuna, m.a. félagsvist með eldri borgurum, spilakvöld í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsi, Pictionary með myndlistarmönnum og Skákfélagið tók sig til og færði æfingu sína yfir á Amtsbókasafnið, allt undir merkjum Norrænu spilavikunnar. Yfir vetrartíman erum við með spilaklúbb fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára. Aðsóknin í klúbbinn hefur aukist mikið milli ára og það er verulega ánægulegt að mörg þeirra mæta vísvitandi of snemma til þess að nota barna- og ungmennadeildirnar. Nýlega fórum við af stað með borðspilamánudaga fyrir fullorðna, þá hittast á þriðja tug einstaklinga á kaffihúsinu okkar og spila. Þeim standa til boða öll spil úr spilahillu safnsins en margir koma líka með sín eigin spil. Þarna hefur myndast frábær vettvangur fyrir fólk til þess að hitta aðra sem deila sama áhugamáli, læra ný spil og kenna önnur. Spilin á borðið Hrönn Björgvinsdóttir Mannfræðingur og meistaranemi í upplýsingafræði Verkefnastjóri ungmennastarfs, fjölmenningarstarfs og borðspiladeildar á Amtsbókasafninu á Akureyri.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.