Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 35

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 35
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 35 Við biðjum útgefendur um að huga að áætlunum til að: 5. Að leyfa sveigjanlegri endurnýjunartíma og lengja í gjalddögum vegna greiðslna þar sem við vitum ekki hvaða framtíðaráhrif faraldurinn hefur á heilsufar starfsfólks bókasafna sem sjá um viðskiptaferlana gagnvart útgefendum. Ef endurnýjunarferlið truflast biðjum við útgefendur að halda aðgangi að efninu opnum gagnvart meðlimasöfnum okkar, jafnvel þótt núverandi samningur samtakanna eða stofnunarinnar gæti verið útrunninn. 6. Að fresta eða lágmarka fyrirhuguðum verðhækkunum þar til þær truflanir sem við sjáum nú í notendasamfélögum okkar, lýðheilsukerfi og á hlutabréfamörkuðum um allan heim róast. Fjárhagsleg áhrif á menntastofnanir og efnahag heimsins eru enn óþekkt og verðhækkanir munu auka enn álag á háskóla og sveitarfélög undir þessum kringumstæðum. Skilmálar og stöðluð verðlagning geta virkað á tímum stöðugleika en undir núverandi kringumstæðum munu bókasöfn eins og aðrar stofnanir finna fyrir fjárhagslegum þrýstingi til að hagræða. 7. Þróa áætlanir um að aflétta tímabundið greiðsluhindrunum eða þróa aðrar aðferðir til að auðkenna notendur og auðvelda þannig aðgengi að áskriftarefni sem er undir miklu notendaálagi um þessar mundir vegna óvenjumikillar umferðar (VPN og proxy þjónar). 8. Að aflétta háskólasvæðis-takmörkunum þannig að nám geti haldið áfram með fjarkennslu þrátt fyrir lokanir háskóla. Við hvetjum útgefendur til að vinna með alþjóðasamtökum bókasafna og bókasöfnum almennt í þágu allra samfélaga. Samtök bókasafna eru vel í stakk búin til að vera skilvirkasta leiðin til að gæta að hagsmunum bæði lesenda og útgefenda og skapa lausnir sem þjóna hagsmunum samfélagsinsins í heild sinni. Það er í þágu bæði útgefenda og samtaka bókasafna að leita skapandi lausna að aðgengi að lífsnauðsynlegum rannsóknarupplýsingum í eigu útgefenda fyrir áframhaldandi rannsóknir í lýðheilsuvísindum. Að lokum mælumst við til þess að bókasöfn, samtök bókasafna og útgefendur nýti þessar tillögur í samtölum sín á milli svo hægt sé að koma eins miklum upplýsingum og mögulegt er til notenda sem þurfa á þeim að halda. Við teljum að tillögur okkar veiti traustan grunn fyrir upplýsingasamfélagið, þar með talið útgefendum fræðilegra upplýsinga, til að halda áfram á þessum fordæmalausu tímum. Við erum þakklát viðbrögðum bókasafna og útgefenda á þessum viðsjárverðum tímum. Reykjavík, 24.3.2020 Þýtt og staðfært af stjórnarnefnd Landsaðgangs að rafrænum áskriftum. Birt í Bókasafninu með leyfi stjórnarnefndar Landsaðgangs.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.