Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 23

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 23
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 23 Sl. sumar voru 15 ár frá því bókasafnið opnaði í núverandi húsnæði, Safnahúsinu Ísafirði. Þetta fallega friðlýsta hús á Eyrartúni er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og var áður sjúkrahús. Á þessum tíma hefur ýmislegt breyst í umhverfi bókasafna, að ekki sé minnst á breytingarnar sem hafa orðið síðan ákveðið var að safnið flytti í þetta hús en árið 2019 verða árin orðin 30 síðan sú ákvörðun var tekin. Bókasafnið deilir húsnæði með Héraðsskjalasafninu Ísafirði, Ljósmyndasafninu Ísafirði og Listasafni Ísafjarðar í Safnahúsinu. Engin útibú eru lengur starfrækt frá aðalsafninu en þau voru á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, rótgróin söfn sem urðu hluti af Bókasafninu Ísafirði þegar Ísafjarðarbær varð til með sameiningu þessara sveitarfélaga árið 1996. Aðsókn færðist sjálfkrafa frá litlu söfnunum til safnsins á Ísafirði með betri samgöngum. Bókasafnið tók upp samstarf við Blábankann á Þingeyri 2017, þá nýstofnaða þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem m.. fól í sér að hafa milligöngu um bókasendingar til og frá Þingeyri fyrir heimamenn að þeirra óskum. Þingeyri er sá byggðakjarni sem er lengst frá Ísafirði og hafa skólar og einstaklingar nýtt sér þennan möguleika. Eins og hjá öðrum almenningsbókasöfnum hafa áherslur færst frá því að sinna aðallega útlánum og upplýsingaþjónustu í að bókasafnið sé líka staður fyrir alla þar sem er hægt að njóta menningarviðburða og fræðslu, hitta fólk og vera staður þar sem börn og fullorðnir geta komið og staldrað við án neinna kvaða. Einnig hefur margt breyst varðandi hvernig húsnæði hentar fyrir starfsemi almenningsbókasafna en nú þarfnast safnið meira pláss fyrir viðburði. Undanfarin ár hefur töluverður tími farið í að færa safnið inn í Gegni, safnið fór þangað seint miðað við önnur almenningsbókasöfn. Safnið er stórt prentskilasafn og það þurfti líka að grisja duglega en þessarri vinnu er nú að mestu lokið, helst er eftir að færa inn fágætar bækur sem komu frá fyrrum útibúum. Safnið hefur lengi verið með fasta viðburði sem varða börn svo sem sumarlestur og bangsadaginn sem er stærsti barnaviðburður ársins. Seinni árin hefur viðburðum verið fjölgað sem höfða til fullorðinna, td. var haldinn „Pólskur mars“ árið 2014 þar sem pólsk menning var kynnt í samvinnu við félag Pólverja á Vestfjörðum. Einnig hefur viðburðurinn „Bókaspjall“ verið haldinn u.þ.b. fjórum sinnum á ári frá 2014. Þar segir heimamaður frá uppáhalds bókunum sínum og skorar á annan til að segja næst frá en annað bókatengt erindi er einnig á dagskrá sem er venjulega um klukkustunda löng. Ýmsir minni viðburðir eru á dagskrá bókasafnsins yfir árið þar Bókasafnið Ísafirði Edda Björg Kristmundsdóttir hefur lokið B.A. prófi í Bókasafns- og upplýsingafræði, auk viðbótardiplomu í sama. Starfar sem bæjarbókavörður á Bókasafninu Ísafirði.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.