Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 20

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 20
20 Bókasafnið Við erum með fjölbreytt framboð af spilum en aðaláherslan hefur verið á barna- og fjölskylduspil og við erum með spil sem henta börnum allt niður í tveggja ára aldur. Fólk er orðið óhræddara að leggja fram tillögur um kaup á borðspilum og í kjölfar borðspilamánudaga fyrir fullorðna hafa aukist óskir um flóknari og meira krefjandi spil, óskir sem við munum að sjálfsögðum verða við. Markmið okkar er alltaf fyrst og fremst að að auka framboð af ókeypis afþreyingu fyrir Akureyringa. Það hefur heldur betur komið í ljós að hér er markhópur fyrir borðspil en útlán á spilunum hafa aukist samhliða því sem úrvalið hefur orðið meira og nær undantekingalaust eru um 70% allra spila í útláni. Spilahillurnar bera þess líka greinileg merki þegar það eru skólafrí og hátíðisdagar en þá eru þær svo gott sem tómar. Fyrir stuttu settum við fram lista yfir þau spil sem við eigum en það hefur orðið til þess að fólk er farið að skrá sig á biðlista eftir spilum. Til merkis um þennan aukna áhuga þá lánuðust 46 spil í janúar 2018 en 131 spil í janúar 2019. Við erum sífellt að þreifa okkur áfram með nýjar og skemmtilegar aðferðir til að lokka fólk til okkar og næst á döfinni er svokallað morðgátukvöld (e. Murder mystery). Þá gefst notendum færi á að heimsækja bókasafnið utan hefðbundins opnunartíma og leysa morðgátu. Þessir óhefðbundnu viðburðir hafa fengið frábærar viðtökur sem hvetur okkur til að prófa okkur enn fremur áfram. Það er ljóst að spilin eru komin til að vera en við erum hvergi nærri hætt í tilraunastarfseminni. Hverju við tökum upp á næst mun tíminn leiða í ljós.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.