Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 9

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 9
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 9 Útlán Útlánatölur hafa í gegnum tíðina verið einn helsti mæli- kvarði á notkun safnkosts. Slík mæling segir þó aðeins hluta sögunnar nú á dögum, því þar vantar upplýsingar um notkun á rafrænu efni sem sífellt fer vaxandi. Nemendur KEN fengu langmest lánað úr safninu á árunum 2014 og 2015, eru að meðaltali með 18,3 útlán. Nemendur UMF eru með 11,5 útlán og nemendur ÍTÞ reka lestina með einungis 3,9 útlán á hvern nemanda. Það kemur á óvart að um 30% nemenda höfðu ekkert fengið að láni síðustu eitt til tvö árin fyrir útskrift. Lágar útlánatölur ÍTÞ gefa kannski ekki alveg rétta mynd af bókasafnsnotkun þar sem notuð tímarit eru langflest aðgengileg ýmist í landsaðgangi eða séráskriftum. Samt sem áður má velta því fyrir sér hvort einhverju sé ábótavant í þjónustu safnsins? Í meistararannsókn Eyrúnar Sigurðar- dóttur (Eyrún Sigurðardóttir og Ágústa Pálsdóttir, 2016) sem var þjónustukönnun fyrir bókasafn Menntavísinda- sviðs, kom í ljós að nemendur ÍTÞ voru ekki eins ánægðir með safnið og aðrir. Taka verður þó með í reikninginn að könnunin náði einnig til grunnnema á Laugarvatni þar sem aðstaða var öllu lakari en í Stakkahlíð. Mynd 8 sýnir hlutfallslega skiptingu milli tegunda heimilda og útlána. Þeir sem ekkert hafa fengið lánað, nota hlutfallslega mest tímaritsgreinar. Notkun bóka og bókarkafla eykst í takt við fjölda útlána og þeir sem mest fá lánað, nota síður námsritgerðir og vefefni. Hvaðan kemur efnið? Með úrtaki 2 má skoða hvaðan líklegast er að heimildir séu fengnar. Þegar bókum og bókarköflum er flett upp kemur í ljós að 79,2% þeirra eru skráðar á leitir.is. Langflestar (64,4%) eru til á bókasafni Menntavísindasviðs. Frá öðrum innlendum söfnum koma 8,5% og um 6,3% eru rafrænar (mynd 9). Rúmlega 19% bóka og bókarkafla er því ekki að finna á leitir.is. Tæplega 14% þeirra má finna rafrænar á vefnum en 5,4% eru hvorki aðgengilegar á vef né í innlendum bókasöfnum. Þær gætu verið fengnar með millisafnaláni, verið úr einkaeign eða hugsanlega að nemandi hafi aðgang að erlendum bókasöfnum. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að í einstaka tilfellum sé ekki verið að vísa í frumheimildir. Af þeirri 41 bók sem hvorki finnst á leitir.is né er aðgengileg rafræn á vef, má finna sýnishorn af 17 á Google Books. Sumar heimildir finnast hreinlega ekki. Af 539 bókum í úrtaki 2 finnast hvergi 19 (3,5%) þegar þeim er flett upp. Villur í heimildaskráningu gætu verið ein skýring. Sem dæmi má nefna heimild sem skráð er: „Sigurlína Davíðs- dóttir. (2003). Handbók um aðferðafræði. Reykjavík: Há- skólaúgáfan“. Sigurlína er ekki höfundur neinnar bókar með þessu nafni en hún hefur skrifað kafla undir öðrum titlum í Handbók í aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum sem útgefin var 2003 og í Handbók um aðferðafræði rannsókna frá 2013! Af þeim 603 bókum og bókarköflum sem fletta má upp á leitir.is, voru 36 (6%) aðgengilegar í nýrri útgáfu (2015) en notuð var. Það vekur athygli að hlutfallið er mjög svip- að hvort sem nemandi hefur fengið lánað úr safninu eða ekki. Maður skyldi ætla að þeir sem nota bókasafnið meira, kynnu betur að leita og væru meðvitaðri um að nota nýjustu útgáfur. Samkvæmt niðurstöðum Kristínar og Þórhildar (2004) á því hvaðan efnið var fengið, reyndust tæplega 90% íslenskra bóka, og tæplega 60% erlendra vera til í bókasafni skólans. Þetta hlutfall hefur lækkað miðað við úrtak 2 frá 2015 en þar eru um 75% íslenskra bóka til í safninu og um 55% erlendra. Ef hins vegar tekið er með í reikninginn hversu margar heimildir sem teljast hér til bóka eru aðgengilegar á netinu, einkum skýrslur sem munu ekki hafa verið það á árunum 2003 til 2004, þá eru rúmlega 96% íslenskra bóka (einefnisrita) aðgengilegar á safni Menntavísindasviðs eða opnar á vef og um 75% erlendra. Langflestar tímaritsgreinar í úrtaki 2 eru skráðar á leitir. is (85,2%) og allar eru þær rafrænar. Aðgangur (mynd 10) að 59,7% þeirra er í gegnum séráskriftir eða landsaðgang sem er svipað hlutfall og 2002 og 2003 (Kristín og Þórhildur, 2004). Á vef eða í opnum aðgangi eru 33,3%. Óaðgengilegar eða lokaðar á vef eru 7%. Óaðgengilegar greinar má nálgast með því að kaupa aðgang, með millisafnalánum, eða hugsanlega öðrum krókaleiðum. Mynd 8 – Hlutfall tegunda heimilda miðað við útlán, 0 útlán N=36, 1–24 útlán N=62, ≥25 útlán N=24 Annað efni Vefir stof ana og félagasamtaka eru vinsælasta vefefnið. Má þar nefna vef Hagstofunnar (52 heimildir), Wikipediu (21), Lesvefinn (21) og vef Reykjavíkurborgar (19). Einnig má nefna Barnasáttmálann og vefi Námsgagnastofnunar, Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands, ráðuneyta, WHO, OECD og UNESCO svo eitthvað sé nefnt. Af „öðru efni“ eru lög og reglugerðir um grunnskóla, leikskóla og framhaldsskóla efst á blaði. Aðrar algengar heimildir eru fréttir úr fjölmiðlum og tölvupóst r. Útlán Útlánatölur hafa í gegnum tíðina verið einn helsti mælikvarði á notkun safnkosts. Slík mæling segir þó aðeins hluta sögunnar nú á dögum, því þar vantar upplýsingar um notkun á rafrænu efni sem sífellt fer vaxandi. Neme dur KEN fengu langmest lánað úr safninu á árunum 2014 og 2015, eru að meðaltali með 18,3 útlán. Nemendur UMF eru með 11,5 útlán og nemendur ÍTÞ reka lestina með einungis 3,9 útlán á hvern nemanda. Það kemur á óvart að um 30% nemenda höfðu ekkert fengið að láni síðustu eitt til tvö árin fyrir útskrift. Lágar útlánatölur ÍTÞ gefa kannski ekki alveg rétta mynd af bókasafnsnotkun þar sem notuð tímarit eru langflest aðgengileg ýmist í landsaðgangi eða séráskriftum. Samt sem áður má velta því fyrir sér hvort einhverju sé ábótavant í þjónustu safnsins? Í meistararannsókn Eyrúnar Sigurðardóttur (Eyrún Sigurðardóttir og Ágústa Pálsdóttir, 2016) sem var þjónustukönnun fyrir bókasafn Menntavísindasviðs, kom í ljós að nemendur ÍTÞ voru ekki eins ánægðir með safnið og aðrir. Taka verður þó með í reikninginn að könnunin náði einnig til grunnnema á Laugarvatni þar sem aðstaða var öllu lakari en í Stakkahlíð. Mynd 8 sýnir hlutfallslega skiptingu milli tegunda heimilda og útlána. Þeir sem ekkert hafa fengið lánað, nota hlutfallslega mest tímaritsgreinar. Notkun bóka og bókarkafla eykst í takt við fjölda útlána og þeir sem mest fá lánað, nota síður námsritgerðir og vefefni. Mynd 8 – Hlutfall tegunda heimilda miðað við útlán, 0 útlán N=36, 1–24 útlán N=62, ≥25 útlán N=24 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 útlán 1–24 útlán ≥ 25 útlán % Bækur Bókarkaflar Tímaritsgreinar Námsritgerðir Vefefni Annað Forma&ed: Font colour: Accent 5 Deleted: til dags Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 9 Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 9 Mynd 9 – Hlutfallsleg (%) skipting sem sýnir hvaðan má nálgast bækur/ bókarkafla Hvaðan kemur efnið? Með úrtaki 2 má skoða hvaðan líklegast er að heimildir séu fengnar. Þegar bókum og bókarköflum er flett upp kemur í ljós að 79,2% þeirra eru skráðar á leitir.is. Langflestar (64,4%) eru til á bókasafni Menntavísindasviðs. Frá öðrum innlendum söfnum koma 8,5% og um 6,3% eru rafrænar (mynd 9). Mynd 9 – Hlutfallsleg (%) skiptin sem sýnir hvaðan má nálgast bækur/bókarkafla Rúmlega 19% bóka og bókarkafla er því ekki að finna á leitir.is. Tæplega 14% þeirra má finna rafrænar á vefnum en 5,4% eru hvorki aðgengilegar á vef né í innlendum bókasöfnum. Þær gætu verið fengnar með millisafnaláni, verið úr einkaeign eða hugsanlega að nemandi hafi aðgang að erlendum bókasöf um. Þá er sá möguleiki fyrir hendi a í einstaka tilfellum sé ekki verið að vísa í frumheimildir. Af þeirri 41 bók sem hvorki finnst á leitir.is né er aðgengileg rafræn á vef, má finna sýnishorn af 17 á Google Books. S mar heimildir finnast hreinlega ekki. Af 539 bókum í úrtaki 2 finnast hvergi 19 (3,5%) þegar þeim er flett upp. Villur í heimildaskráningu gætu verið ein skýring. Sem dæmi má nefna heimild sem skráð er: „Sigurlína Davíðsdóttir. (2003). Handbók um aðferðafræði. Reykjavík: Háskólaúgáfan“. Sigurlína er ekki höfundur nein r bókar með þessu nafni en hún hefur skrifað kafla undir öðrum titlum í Handbók í aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum sem útgefin var 2003 og í Handbók um aðferðafræði rannsókna frá 2013! Af þeim 603 bókum og bókarköflum sem fletta má upp á leitir.is, voru 36 (6%) aðgengilegar í nýrri útgáfu (2015) en notuð var. Það vekur athygli að hlutfallið er mjög svipað hvort sem nemandi hefur fengið lánað úr safninu eða ekki. Maður skyldi ætla að þeir sem nota bókasafnið meira, kynnu betur að leita og væru meðvitaðri um að nota nýjustu útgáfur. S mkvæmt niðurstöðum Kristínar og Þórhildar (2004) á því hvaðan efnið var fengið, reyndust tæplega 90% íslenskra bóka, og tæplega 60% erlendra vera til í bókasaf i sk la s. Þetta hlutfall hefur lækkað miðað við úrtak 2 frá 2015 en þar eru um 75% íslenskra bóka til í safninu og um 55% erlendra. Ef hins vegar tekið er með í reikninginn hversu margar heimildir sem teljast hér til bóka eru aðgengilegar á netinu, einkum skýrslur sem munu ekki hafa verið það á árunum 2003 til 2004, þá eru 64,45 3,5 6,3 13,9 5,4 Bókasafn MVS Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Önnur innlend bókasöfn Rafrænt eintak skráð á leitir Ekki á leitir.is en til rafrænt Hvorki á leitir.is né rafrænt Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 10 Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 10

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.