Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 22

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 22
22 Bókasafnið senda þeim bækur heim. Síðast en ekki síst geta bókasöfn aukið framboð fyrirlestra og námskeiða sem alla jafna eru einungis kennd á ákveðnu svæði. Með því að fá fyrirlesara í fjærveru lækkar kostnaðurinn til muna þar sem fargjöld og gisting eru óþarfi og sparar tíma og fyrirhöfn fyrir þann sem heldur námskeiðið. Eitt gott dæmi um notagildi fjærveranna er þegar starfs- maður HA fór í heimsókn í framhaldsskóla á Akureyri og leyfði þar nemendum með sérþarfir að prófa fjærverurnar. Einn nemandinn sem er á einhverfurófi keyrði fjærveruna um ganga HA og spjallaði þar við fólk sem á vegi hans varð. Þessi nemandi er ekki vanur að láta til sín taka í marg- menni, en þarna með hjálp tækninnar gat hann jafnvel rætt við erlenda ráðstefnugesti á ensku. Fjærverur eru að okkar mati skemmtileg leið til að bæta samskipti. Þær spara tíma og peninga sem myndu fara í ferðakostnað að öllu jöfnu og eru um leið umhverfisvænn kostur. Hér er líka komin leið til að auka samskipti milli landshluta, landa og jafnvel heimsálfa. Því ekki að nýta sér fjærveru til að skapa nærveru? Þekkingarveita í allra þágu • Hvar.is • Rafhlaðan, Skemman og Opin vísindi • Ritstjórn bókfræðigrunns Gegnis • Handbók skrásetjara Gegnis • Lykilskrá – íslensk efnisorð og mannanöfn • Íslensk útgáfuskrá – þjóðbókaskrá • Landsáskrift að Vef-Dewey • Millisafnalán • Ráðgjöf og samstarf Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er forystusafn íslenskra bókasafna og skal stuðla að samstarfi, samræmingu og þróun starfshátta þeirra og veita þeim faglega ráðgjöf.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.