Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 8

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 8
8 Bókasafnið Tímarit Í heimildaskrám eru 615 íslenskar tímaritsgreinar úr 62 tímaritum. Af þeim 14 tímaritum sem koma fyrir fimm sinnum eða oftar, er vísað í 535 heimildir (86,9%). Til samanburðar var sambærilegt hlutfall 67,5% í rannsókn Kristínar og Þórhildar (2004) 4. Fjögur vinsælustu tímaritin eru ritrýnd og eitt í viðbót að hluta til. Flest þeirra eru gefin út bæði rafræn og á pappír. Í efstu fjórum sætunum er Netla – veftímarit um uppeldi og menntun (172 heimildir), Uppeldi og menntun (100), Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika (65) og Tímarit um menntarannsóknir (62). Menntavísindasvið á útgáfuaðild að þeim öllum. Netla er eina tímaritið sem eingöngu er gefið út rafrænt og það tímarit sem kemur langoftast fyrir í heimildalistum frá 2015 með 172 greinar og ef ráðstefnuritið er talið með eru þetta 237 greinar eða 38,5% heimilda úr íslenskum tímaritum. Erlendar tímaritsgreinar eru 2.236 í 1.056 tímaritum og 96 tímarit koma fyrir fimm sinnum eða oftar. Það koma 253 (11,3%) heimildir úr 14 mest notuðu tímaritunum. Öll eru þau aðgengileg rafræn, flest í gegnum landsaðgang eða sérá- skriftir háskólabókasafnanna, og tvö í opnum aðgangi. Flest mest notuðu tímaritin eru á sviði íþrótta- og heilsufræði. Til að fá betri yfirsýn milli deilda, voru skoðuð tíu vinsæl- ustu erlendu tímaritin í hverri deild. Flett var upp áhrifa- stuðli (e. impact factor) hjá Incites/Web of Science árið 2015 og hvort þau væri að finna í tímaritaskrá ERIH (European Reference Index for the Humanities) yfir viðurkennd tímarit í hugvísindum. Einnig hvort tímaritin væru ritrýnd samkvæmt tímaritalistanum Finna tímarit sem er á vefjum bókasafna Háskóla Íslands. Vinsæl tímarit hjá ÍTÞ koma einnig fyrir í erlendum rann- sóknum eins og JAMA, Pediatrics, Lancet og Cirkulation hjá Klassen (2011). Þá hafa tíu vinsælustu tímaritin háan, upp í mjög háan áhrifastuðul (3.025-44.002), miðað við þann mælikvarða Condics (2015) að áhrifastuðull <1 sé lítill, 1-3 miðlungs og >3 hár. Af þessu má draga þá ályktun að nem- endur ÍTÞ noti, að minnsta kosti í vissum mæli, viðurkennd tímarit og vel má búast við að þar hafi hvatning frá kennur- um áhrif. Á lista KEN eru mörg tímarit sem vinsæl eru í öðrum heimildarannsóknum eins og Educational Leadership (Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir, 2004; Waugh og Ruppel, 2004; Weber og Allen, 2014). Sömuleiðis Journal of Learning Disabilities og Journal of Educational Psychology (Beile og fleiri, 2004), Reading Research Quarterly og Reading Teacher (Haycocks, 2004) og að lokum Child Development, Reading Research Quarterly og American Educational Research Journal (Edwards og Jones, 2014). Þrjú af tíu mest notuðu tímarit- um KEN eru með áhrifastuðul yfir þremur, tvö eru undir einum. Öll nema eitt eru á ERIH- listanum og öll nema tvö á Incite-listanum. 4. Upplýsingar um tímaritanotkun í meistaraverkefnum eingöngu á þeim tíma, liggur ekki fyrir Vinsælustu tímarit UMF eru ekki jafn áberandi á saman- burðarlistum og ekkert þeirra tíu efstu nær áhrifastuðlinum þremur og þrjú eru undir einum. Hlutfall tímarita á ERIH og Incite-listunum er það sama og hjá KEN. Phi Delta Kappan sem skorar mjög hátt í rannsóknum (Beile o.fl., 2004; Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Waugh og Ruppel, 2004) er einnig mikið notað hér þótt að komist ekki á topp 10 lista. Sama má segja um Educational Rese- archer sem er vinsælast hjá Griffin (2016). Miklar breytingar hafa orðið á notkun tímarita frá 2002 og 2003 í rannsókn Kristínar og Þórhildar (2004). Athygli vekur að 2015 hefur innlendum tímaritum fækkað úr 104 í 62, en fjöldi heimilda aukist úr 536 í 615 eins og sjá má á mynd 7. Erlendum tímaritum hefur hins vegar fjölgað mikið, upp í 1.056 titla en voru 281 árin 2002 og 2003. Heildarfjöldi heimilda 2015 er reyndar mun meiri sem skýrir þetta kannski að hluta til en hlutfallstölur benda í sömu átt og hér hefur aukinn aðgangur að rafrænu efni örugglega sitt að segja. Í ársskýrslum Landsgangs kemur fram að aðgangur að tímaritum hefur farið úr 3.500 árið 2004 í tæp 20.000 árið 2015 (Landsaðgangur að rafrænum áskriftum: hvar.is, e.d.). Fjöldinn hefur því nálega sexfaldast á þessu tímabili og eru þá ótaldar séráskriftir bókasafna Háskóla Íslands og aukin útgáfa tímaritsgreina í opnum aðgangi. Til samanburðar hefur fjöldi erlendra tímarita í heimildaskrám á tímabilinu nærri fjórfaldast. Annað efni Vefir stofnana og félagasamtaka eru vinsælasta vefefnið. Má þar nefna vef Hagstofunnar (52 heimildir), Wikipediu (21), Lesvefinn (21) og vef Reykjavíkurborgar (19). Einnig má nefna Barnasáttmálann og vefi Námsgagnastofnunar, Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands, ráðuneyta, WHO, OECD og UNESCO svo eitthvað sé nefnt. Af „öðru efni“ eru lög og reglugerðir um grunnskóla, leikskóla og framhaldsskóla efst á blaði. Aðrar algengar heimildir eru fréttir úr fjölmiðlum og tölvupóstar. Mynd 7 – Samanburður á fjölda tímarita sem vitnað er í og fjölda tímaritsgreina, fjöldi tímarita 2002–2003: N= 385, fjöldi heimilda 2002–2003: N=1036, fjöldi tímarita 2015: N=ca1092, fjöldi heimilda 2015: N=2851 og >3 hár. Af þessu má draga þá ályktun að nemendur ÍTÞ noti, að minnsta kosti í vissum mæli, viðurkennd tímarit og vel má búast við að þar hafi hvatning frá kennurum áhrif. Á lista KEN eru mörg tímarit sem vinsæl eru í öðrum heimildarannsóknum eins og Educational Leadership (Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir, 2004; Waugh og Ruppel, 2004; Weber og Allen, 2014). Sömuleiðis Journal of Learning Disabilities og Journal of Educational Psychology (Beile og fleiri, 2004), Reading Research Quarterly og Reading Teacher (Haycocks, 2004) og að lokum Child Development, Reading Research Quarterly og American Educational Research Journal (Edwards og Jones, 2014). Þrjú af tíu mest notuðu tímaritum KEN eru með áhrifastuðul yfir þremur, tvö eru undir einum. Öll nema eitt eru á ERIH- listanum og öll nema tvö á Incite-listanum. Vinsælustu tímarit UMF eru ekki jafn áberandi á samanburðarlistum og ekkert þeirra tíu efstu nær áhrifastuðlinum þremur og þrjú eru undir einum. Hlutfall tímarita á ERIH og Incite-listunum er það sama og hjá KEN. Phi Delta Kappan sem skorar mjög hátt í rannsóknum (Beile o.fl., 2004; Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Waugh og Ruppel, 2004) er einnig mikið notað hér þótt að komist ekki á topp 10 lista. Sama má segja um Educational Researcher sem er vinsælast hjá Griffin (2016). Miklar breytingar hafa orðið á notkun tímarita frá 2002 og 2003 í rannsókn Kristínar og Þórhildar (2004). Athygli vekur að 2015 hefur innlendum tímaritum fækkað úr 104 í 62, en fjöldi heimilda aukist úr 536 í 615 eins og sjá má á mynd 7. Erlendum tímaritum hefur hins vegar fjölgað mikið, upp í 1.056 titla en voru 281 árin 2002 og 2003. Heildarfjöldi heimilda 2015 er reyndar mun meiri sem skýrir þetta kannski að hluta til en hlutfallstölur benda í sömu átt og hér hefur aukinn aðgangur að rafrænu efni örugglega sitt að segja. Í ársskýrslum Landsgangs kemur fram að aðgangur að tímaritum hefur farið úr 3.500 árið 2004 í tæp 20.000 árið 2015 (Landsaðgangur að rafrænum áskriftum: hvar.is, e.d.). Fjöldinn hefur því nálega sexfald st á þessu tímabili og eru þá ótaldar séráskriftir bókasafna Háskóla Íslands og aukin útgáfa tímaritsgreina í opnum aðgangi. Til samanburðar hefur fjöldi erlendra tímarita í heimildaskrám á tímabilinu nærri fjórfaldast. ynd 7 – Samanburður á fjölda tímarita sem vitn ð er í og fjölda tímaritsgreina, fjöldi tímarita 2002–2003: N= 385, fjöldi heimilda 2002–2003: N=1036, fjöldi tímarita 2015: N=ca1092, fjöldi heimilda 2015: N=2851 0 500 1000 1500 2000 2500 Innlend tímarit Innlendar tímaritsgreinar Erlend tímarit Erlendar tímaritsgreinar Fj öl di 2002–2003 2015 Deleted: áhrif, Forma&ed: Font colour: Red Forma&ed: Font colour: Red Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 8

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.