Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 16

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 16
16 Bókasafnið Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf forstöðumanna almenningsbókasafna og sveitarstjórnarmanna, sem líta má á sem fulltrúa eigenda þeirra, til þess hvert framtíðarhlutverk almenningsbókasafna verður í samfélaginu. Rannsókninni var þannig ætlað að varpa ljósi á stöðu safnanna í samtímanum, hver þróun þeirra verður á næstu árum og hvort sú þróun safnanna sem hefur orðið og menn telja að muni verða sé í takt við breytt lagaumhverfi sem og þær breytingar sem virðast hafa orðið á lestrarhegðun fólks meðal annars með tilkomu nýrrar tækni. Alls voru valin fimm almenningsbókasöfn víðsvegar á landinu. Þegar til kom svöruðu allir forstöðumenn þeirra bókasafna sem haft var samaband við en því miður náðist aldrei í tvo sveitastjórnarmenn og því er nokkur skekkja í rannsókninni hvað það varðar. Ástæður þess að þetta efni var valið voru nokkrar en helst má nefna að það var greinilegt í umræðunni að það voru ekki allir sammála þróuninni. Sveitarfélögin sem reka söfnin eru af ýmsum stærðum og því spurning hvort þau geti öll boðið upp á almenningsbókasöfn í takt við nýjar stefnur. Á síðustu árum hefur komið fram sterk gagnrýni á opið rými. Og ekki síst hvort hugtakið bókasafn geti verið réttnefni á stofnun ef starfsemin snýst ekki lengur bara um bækur. Forstöðumenn töldu breytingar á starfsemi safnanna hafa verið miklar síðustu ár. Þeir nefndu að starfsemin snúist ekki lengur um bækur heldur þjónustu, söfnin séu orðin að félagsmiðstöð eða menningarmiðstöð. Þeir bentu á að söfnin væru frekar þekkingarmiðstöðvar en upplýsinga- miðstöðvar og hlutverk starfsmanna væri núna frekar að aðstoða við að meta t.d. heimildir en finna. Þegar rætt var um menningarhlutverk safnanna voru forstöðumenn á einu máli um að menningarviðburðir á almenningsbókasöfnun væri kostur og líf á söfnum væri æskilegt. Þannig nefndi einn forstöðumaður að hann hvetti börnin til að leika sér á safninu, það væri bannað að hafa hljótt á bókasafni. Menn nefndu einnig að söfnin ættu að vera ögrandi og taka þátt í umræðunni hverju sinni, bókasöfn væru hlutlaus staður þar sem ríkja ætti jafnræði og allar raddir að heyrast. Þá var athyglisvert að menn töldu að staðsetning almenningsbókasafna innan stærri eininga eins og menningarhúss styrkti stöðu þeirra. Þegar spurt var um starfsmenn var það samdóma álit að starfsmenn þyrftu að vera fjölhæfari en áður og yrðu að vera góðir í mannlegum samskiptum. Sumir nefndu að menntun skipti minna máli en áður en hæfni þessu meira enda rútínustörf minni en miðlun meiri. Mér lék hugur á að vita hver stuðningur sveitarfélaganna væri og í ljós kom að skilningur svitastjórnarmanna á starfsemi safnanna var mjög misjafn. Sum staðar var mikil velvild en annars staðar engin, aftur á móti var velvild al- mennings mikil. Þá nefndu menn að horft væri á útlánatöl- ur en sú mælieining væri löngu úrelt, nær væri að horfa til þess hversu margir heimsækja söfnin. Sveitastjónarmenn voru sammála um að bókasöfn væru mikilvæg, bæði almenningsbókasöfnin og skólabókasöfn- in. Mikilvægi þeirra tengdist ekki síst læsi og varðveislu tungunnar sem og þjónustu við nærsamfélagið. Mikilvægi safnanna hafi til að mynda komið fram í þrengingum, þá hafi verið reynt að skera ekki niður en breyta frekar þjónust- unni. Þeir lögðu líka áherslu á að stærð sveitarfélaganna réði möguleikum í rekstrinum og að frelsi sveitarfélaganna til að ráða rekstrinum væri mikilvægt. Niðurstaðan var sú að hóparnir tveir væru sammála í öllum megin dráttum en það var ljóst að menn töldu möguleika safnanna byggja á stærð sveitarfélaga, minni sveitarfélög hefðu ekki möguleika á að gera allt sem stærri söfnin geta. Og ekki verður annað séð en að núverandi staða og fram- tíðarsýn samræmist núgildandi lögum en á það hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum. Staður til að vera á. Framtíðarhlutverk almenningsbókasafna Jóna Símonía Bjarnadóttir Sagnfræðingur með MA í bókasafns- og upplýsingafræði. Ég var forstöðumaður Safnahússins Ísafirði (þar er bókasafn, ljósmyndasafn, listasafn og skjalasafn) en er núna tekin við Byggðasafni Vestfjarða og gegni stöðu forstöðumanns.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.