Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 28

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 28
28 Bókasafnið Fyrri hluta árs 2019 var á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins unnið að mótun stefnu fyrir Ísland um opinn aðgang. Fulltrúar margra hagsmunaaðila tóku þátt í vinnunni, en í verkefnahópi sátu Ásdís Jónsdóttir sérfræðingur í ráðuneytinu, Eiríkur Stephensen einnig frá ráðuneytinu, en hann er jafnframt starfsmaður Háskóla Íslands, Halldór Jónsson og Birna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Sigurgeir Finnsson frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Elísabet Andrésdóttir frá Rannís og Anna Sigríður Guðnadóttir frá Landspítala- Háskólasjúkrahúsi. Vinnan var í samræmi við núgildandi stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en skv. aðgerð 10 um markvissa uppbyggingu rannsóknarinnviða, skal vinna stefnu um opinn aðgang að gögnum. Verkefnið er á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verkefnahópurinn varð fljótlega sammála um að útvíkka verkefnið þannig að það næði einnig til mótunar almennrar stefnu um opinn aðgang fyrir Ísland og opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna eða birtinga. Ákveðið var að hefja fyrst vinnu við almenna hlutann en taka síðan til við mótun stefnu um opinn aðgang að rannsóknagögnum sem verða til við rannsóknir. Hópurinn kynnti sér stefnur annarra landa, og það sem er efst á baugi á Norðurlöndunum, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Staðan á Íslandi er þannig að árið 2012 var gerð breyting á 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vís- indarannsóknir, en þá kom inn ákvæði um að niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr sjóðum er falla undir lögin, skulu birtar í opnum aðgangi og vera öll- um tiltækar nema um annað sé samið. Styrkþegar skulu auk þess í öllum ritsmíðum sínum um niðurstöður rannsókna geta um þátt sjóðanna í viðkomandi verki. Nokkrir íslenskir háskólar hafa sett sér stefnu um opinn aðgang, Bifröst (2011), Háskólinn í Reykjavík (2014) og Háskóli Íslands (2014/15). Aðrir háskólar eru ýmist með stefnu í undirbúningi eða hafa ekki sett sér slíka stefnu. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn setti sér einnig stefnu árið 2016. Allar eiga stefnurnar það sameiginlegt að miðast við opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum. Ýmislegt hefur verið gert hér á landi á undanförnum árum til að byggja upp það umhverfi sem er nauðsynlegt til þess að hugmyndir um opin aðgang og opin vísindi nái fram að ganga. Þar má telja stefnur háskólanna, varðveislusöfnin Hirsluna og Opin vísindi, upplýsingasíðuna openaccess. is, fræðslu og dagskrár á OA deginum, auk greina- og ritgerðaskrifa áhugafólks. Þá hefur HÍ tekið þá stefnu að akademískir starfsmenn sæki um og noti Orcid auðkennið og Lbs-Hbs hefur gerst aðili að Crossref og getur úthlutað DOI númerum til útgefenda fræðigreina. Þá var í sumar, í kjölfar útboðs keypt s.k. CRIS kerfi (Current Research Information System) en það hefur lengi verið í undirbúningi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Það er af gerðinni Pure frá fyrirtækinu Elsevier og innleiðing á því er hafinn undir forystu Lbs-Hbs sem mun sjá um rekstur kerfisins og halda utan um verkefnið. Kerfinu er ætlað að halda utan um íslenskar rannsóknir og rannsóknasamfélag. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, en ef aðeins er farið aftur í tímann, þá voru þessi mál mikið rædd fyrri hluta árs 2018 í samstarfshópi stjórnenda háskólabókasafna og víðar, og úr varð ásetningur um að kynna sér málin betur og þoka þeim áfram. Í maí það ár var Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sent minnisblað þar sem hvatt var til þess að Ísland setji sér stefnu um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og rannsóknagögnum. Málinu til stuðning var vísað í stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, fjármálastefnu ríkisins 2019-2023, ríkisstjórnarsáttmálann og fleiri plögg. Óskað var eftir fundi með ráðherra um þetta mál. Stjórnendur háskólabókasafnanna og fleira fólk var duglegt við að sækja ráðstefnur og fundi sumarið og haustið 2018 í því skyni að kynna sér opin vísindi og reyndi að fylgjast með umræðunni eftir bestu getu. Fleiri gögn voru send í ráðuneytið. Málið var einnig tekið upp við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í október, en hún er formaður Vísinda- og tækniráðs. Þann 12. nóvember var síðan haldinn fundur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu með aðkomu Rannís og Lbs-Hbs um undirbúning að mótun stefnu í samræmi við aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs, og sammælst var um að stefnan yrði um opin vísindi, þ.e. tæki bæði á birtingum niðurstaðna og rannsóknargagna. Stefnumótun um Opin vísindi (opinn aðgang, opin gögn o.fl.) Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Landsbókavörður

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.