Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 34

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 34
34 Bókasafnið Yfirlýsing alþjóðlegra samtaka bókasafna í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins Við biðjum útgefendur að huga strax að eftirfarandi: 1. Að opna aðgang að öllum gögnum, gagnasettum og upplýsingum varðandi COVID-19, kórónavírusa (óháð tegundum sem þessir vírusar hafa áhrif á), bóluefni, veirulyf, o.fl. sem annars eru í seldum aðgangi til bókasafna. Við biðjum um að þetta sé gert til að styðja við rannsóknir, leiðbeina almannavörnum og flýta fyrir uppgötvunum á árangursríkum meðferðarúrræðum gegn veirunni. 2. Að aflétta notendatakmörkunum á stafrænu efni sem háskólabókasöfn greiða venjulega fyrir aðgengi að, nú þegar starfsemi háskóla færist á netið, til að leyfa rannsóknum, nýsköpun og námi að halda áfram þrátt fyrir ástandið. 3. Að aflétta tímabundið samningsbundnum takmörkunum á millisafnalánum og/eða skönnunartakmörkunum svo bókasöfn geti aðstoðað nemendur sína við að ljúka önninni. 4. Að leyfa hámarks svigrúm á höfundarréttartakmörkunum og leyfi til sanngjarnra notkunnar (e. fair use) og veita einnig undantekningar frá höfundarrétti jafnvel þó að samningar segi annað til að gera stofnunum kleift að halda áfram mikilvægum kennsluverkefnum þegar háskólasvæðin lokast og færast á netið með fjarkennslu. Þessi yf irlýsing, rituð fyrir hönd ICOLC (International Coalition of Library Consortia), alþjóðlegra samtaka bókasafna hefur tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi er yf irlýsingunni ætlað að hjálpa útgefendum og og öðrum efnisbirgjum sem bókasöfn eiga viðskipti við (hér eftir nefnd einu nafni útgefendur) að öðlast betri skilning á áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á upplýsingasamfélagið um heim allan. Í öðru lagi er tilgangur yfirlýsingarinnar að koma með tillögur að aðferðum til lausna sem við teljum vera gagnkvæman hag bókasafna og útgefenda. Í ljósi þess fordæmalausa veirufaraldurs sem nú geysar getur ICOLC ekki gengið út frá því að bókasöfn og útgefendur deili sameiginlegri sýn á hverjar séu bestu leiðirnar til að takast á við ástandið. Meðlimir ICOLC hafa því undanfarið skipst á sjónarmiðum um hvernig COVID-19 heimsfaraldurinn muni hafa áhrif á samtökin og meðlimasöfn þeirra. Þegar þetta er ritað (13.3.2020) hefur starfsemi háskóla og skóla í 49 löndum að hluta eða öllu leyti verið felld niður en samkvæmt tölum frá UNESCO hafa þessar lokanir áhrif á nám og kennslu um 391 milljón nemenda. Fjölmargir háskólanemar munu ljúka yfirstandandi önn í fjarnámi í kjölfar beiðni Alþjóðaheilbrigðismá lastofnunarinnar (WHO) og fleiri um lokun fjölmennra staða til að hefta útbreiðslu veirunnar.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.