Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 21

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 21
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 21 Einn stærsti kostur Háskólans á Akureyri er sveigjanlegt nám. Það þýðir í raun nám án kröfu um daglega viðveru á háskólasvæðinu. Því geta nemendur stundað námið óháð búsetu en mæta síðan í sérstakar námslotur þar sem megináhersla er lögð á verkefnavinnu og umræður. Allir fylgja sömu námskránni og öll verkefni og verkefnaskil eru rafræn. Við miðlun námsefnis eru notaðar fjölbreyttar og nútímalegar kennslu- og námsaðferðir. Um 20 ára skeið hefur HA lagt áherslu á að vera leiðandi þegar kemur að sveigjanlegu námi og náði enn einum áfanganum þegar fyrsta fjarkennsluvélmennið mætti á svæðið í október 2017. Þetta vélmenni fékk nafnið Krista og er af gerðinni BeamPro. Hún var þó mjög stutt eina vélmennið á staðnum því í dag hafa bæst við þau Auður Ársól, Eva, Markus, Marvin og Sæborg og kallast í daglegu tali fjærverur. Fjærverurnar gera nemendum í sveigjanlegu námi kleift að fara um skólabygginguna innan um samnemendur og starfsfólk skólans og eiga þar samskipti og taka þátt í umræðum líðandi stundar. Þessi möguleiki er mikill kostur fyrir þá sem geta ómögulega mætt í námslotur sökum staðsetningar eða veikinda. Það er gerð krafa að nemendur mæti í námslotur og því þarf að vera góð ástæða fyrir því að nemendur komist ekki. Það er í höndum umsjónarkennara að ákveða hvort að fjærverur séu notaðar fyrir nemendur og þá þarf nemandinn að fara á örstutt námskeið í því hvernig stýra á vélmennunum. Við hjá Bókasafni og upplýsingaþjónustu HA höfum töluvert nýtt okkur þessa tækni. Við sjáum um kennslu í upplýsingalæsi í flestum deildum skólans og höfum nokkrum sinnum haft nemanda í fjærveru í tíma hjá okkur. Þessir fjarverandi nemendur eru þá allt í einu jafn nærverandi og staðarnemarnir og geta tekið virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu. Svo er alltaf jafn gaman að sjá fjærveruna trilla á eftir samnemendum í kaffipásu. Einnig notum við fjærverur á fundum og hefur það tekist vel. Helsti munurinn á því að mæta í fjærveru ólíkt venjulegum fjarfundarbúnaði er að þú ert ekki lengur bara fluga á vegg sem fylgist grannt með því sem gerist á fundinum heldur nú orðinn einn af hinum. Þú situr við sama borð og getur snúið þér í átt að þeim sem eru með orðið hverju sinni. Það þarf þó að hafa í huga að allir tali ekki í einu svo hljóðið berist nægilega vel til fjærverunnar. Eitt sinn buðum við samstarfskonu á Ísafirði að taka þátt í teklúbbi hérna í HA. Hún drakk sitt te og við okkar en næstum, bara næstum fundum við lyktina af villijurtateinu hennar. Mest höfum við þó notfært okkur fjærveru á reglulegum starfsmannafundum Bókasafns og upplýsingaþjónustu HA. Þá fáum við fjærveruna Auði Ársól til að leysa okkur af á meðan. Starfsmenn bókasafnsins loka sig þá af inni í fundarherbergi og Auður Ársól stendur vaktina í afgreiðslu og er augu okkar og eyru meðan á fundinum stendur. Við fylgjumst svo með því sem fjærveran sér og heyrir í spjaldtölvu og getum hlaupið fram ef notandi þarf aðstoð. Á meðan á fundinum stendur þurfum við því ekki að loka bókasafninu og afgreiðslan gengur sinn vanagang. Skemmtilegt er líka að sjá hversu vanir nemendur skólans eru orðnir fjærverunum. Enginn kippir sér lengur upp við að sjá Auði Ársól í afgreiðslunni og beina fyrirspurnum sínum óhikað til okkar í gegnum skjáinn. Fjærverur bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir bókasöfn landsins. Við sjáum t.d. fyrir okkur að langveik börn sem missa mikið úr skóla gætu nýtt sér fjærverur til að mæta á sögustundir á skólabókasafninu og halda þannig tengslin við samnemendur. Einnig gefast tækifæri fyrir aldraða og hreyfihamlaða sem eiga erfitt með að komast heiman frá að nota fjærverur til að skoða safnkost almenningsbókasafna og fá aðstoð við val á lesefni. Í kjölfarið væri svo hægt að Fjærverur skapa nærveru Pia Sigurlína Viinikka lauk BA prófi frá Háskólanum í Lundi 1994, starfsréttindanámi í bókasafns- og upplýsingafræði 2002 og er nú í MA námi í upplýsingafræði við HÍ. Hún starfar á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri. Sigríður Ásta Björnsdóttir lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2009 með íslensku sem aðalkjörsvið og íþróttir sem aukakjörsvið. Íþróttirnar lærði hún við Høgskolen i Telemark í Noregi veturinn 2008. Vorið 2017 útskrifaðist Sigríður með MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og starfar nú á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.