Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 12

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 12
12 Bókasafnið Grein þessi er unnin upp úr meistararitgerð höfundar, Allt frá umsókn til starfsloka, meðferð upplýsinga sem varða mannauð fyrirtækja. Rannsóknin var unnin undir handleiðslu dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Ritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsóknar þar sem skoðað var hvernig skjöl og upplýsingar, sem tengjast mannauði, voru meðhöndluð innan einkafyrirtækja og hvernig rafræn kerfi voru nýtt við meðferð og utanumhald þeirra. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á mikilvægi þess að vera með örugga aðgangsstýringu og viðeigandi varðveislu persónulegra upplýsinga, gagna og skjala. Í ljósi þess var rætt um þau atriði sem mannauðsstjórar og skjalastjórar þurfa að huga að við meðferð skjala og upplýsinga varðandi starfsmenn fyrirtækis út frá nýrri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins og nýjum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Auk þess var reynt að fá innsýn í reynslu og viðhorf mannauðsstjóra, hvað þeim finnst ganga vel og hvað þeir teldu að mætti betur fara. Í rannsókninni var stuðst við þríprófun (e. triangulation) þar sem margar aðferðir er nýttar í sömu rannsókn til þess að reyna að varpa ljósi á viðfangsefni rannsóknarinnar út frá ólíkum sjónarhornum ( Jick, 2008; Creswell, 2007). Gögn rannsóknar voru því byggð á átta viðtölum, framkvæmd þriggja þátttökuathugana auk þess sem fyrirliggjandi gögn voru skoðuð og greind. Við val á þátttakendum var notað tilgangsúrtak (e. purposi- ve sampling, einnig kallað markmiðsúrtak), þar sem þátt- takendur eru valdir eftir því hversu vel þeir henta markmiði rannsóknar (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Viðmælendur voru valdir á kerfisbundinn hátt út frá rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækis og eiga það sameiginlegt að starfa sem mannauðsstjórar hjá einkafyrirtækjum á Íslandi, þar sem starfa að minnsta kosti 400 starfsmenn. Þessi við- mið voru sett til þess að þrengja efnið. Að auki voru tekin tvö viðtöl við starfsmenn fyrirtækja sem selja og innleiða mannauðskerfi á Íslandi. Í Evrópureglugerðinni er kveðið á um sértækar reglur varðandi vinnslu og meðhöndlun persónuupplýsinga sem myndast um starfsmenn fyrirtækja og stofnanna. Kröfur hafa aukist verulega varðandi samþykki starfsmanna, upplýsingaskildu fyrirtækja til þeirra og aðgengi starfsmanna að upplýsingum hvað þá varðar. Auk þess sem strangari skilyrði eru fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem tengist m.a. starfi, ráðningum og framkvæmd ráðningarsamnings (Council of the European Union, 2016). Finna má persónuupplýsingar víða innan fyrirtækja og segja má að þær séu samofnar öllum þáttum þess. Mannauðs- stjórar þurfa að kortleggja alla vinnslu persónuupplýs- inga og líta til allra þeirra þátta sem gætu falist í vinnslu persónulegra upplýsinga og gagna sem varða starfsmenn fyrirtækis. Skoða þarf hvaða gögn er verið að vinna með, hvaðan upplýsingarnar koma, á hvaða grundvelli þeim er safnað og hverjir hafa aðgang að þeim, með tilliti til gagna- öryggis (Dickie og Yule, 2017). Mannauðsstjórar þurfa að meðhöndla og varðveita öll skjöl sem varða starfsmenn fyrirtækis. Fyrir hvern starfsmann myndast gríðarlegt magn gagna sem þarf að varðveita, allt frá umsóknum til starfsloka. Mikilvægi þess að að halda utan um allan lífsferil starfsmanna innan fyrirtækisins er sífellt að aukast. Sé þetta gert á staðlaðan, öruggan máta er unnt að halda utan um alla sögu starfsmanns innan fyrir- tækisins. (Analoui, 2007; Armstrong, 2009). Helstu niðurstöður rannsóknar höfundar sýndu að skjöl og aðrar upplýsingar varðandi starfsmenn væru meðhöndlaðar að mestu leyti í rafrænum kerfum. Með því að nota rafræn kerfi og losa um pappírsvinnu er unnt að varðveita nákvæm- ar upplýsingar varðandi starfsmenn á miðlægum, öruggum stað. Kerfin auðvelda þannig starf mannauðsstjóra varðandi allt utanumhald skjala (Ford, 2012; Ruël, Bondarouk og Van der Velde, 2007). Allir viðmælendur greindu frá að í fyrirtækinu væru notuð rafræn skjalastýring. Þó var ólíkt hvernig kerfi voru notuð við meðferð skjala. Í þremur af sex fyrirtækum voru sérstök mannauðskerfi til staðar í fyrirtækinu auk þess sem eitt fyrirtæki var í innleiðingarferli á mannauðskerfi. Í rannsókninni kom fram að þeir viðmælendur sem Allt frá umsókn til starfsloka, meðferð upplýsinga sem varða mannauð fyrirtækja Ólöf Ösp Guðmundsdóttir Gæða- og skjalastjóri Ríkiseigna og hefur umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæðakerfis. Hefur yfirumsjón með meðferð upplýsinga innan stofnunarinnar og sér um uppbyggingu og innleiðingu skjalastjórnunarkerfis.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.