Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 10

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 10
10 Bókasafnið Það er því alveg ljóst að lang stærstur hluti heimilda er aðgengilegur fyrir tilstuðlan bókasafns Menntavísindasviðs, Háskólabókasafns og aðildar að Landsaðgangi. Að viðbættu vefefni og opnum aðgangi samkvæmt úrtaki 2 eru 1273 eintök af 1327 aðgengileg, eða um 96%. Vefurinn er síkvikur, síður koma og fara og efni aðgengilegt í dag getur verið horfið á morgun. Í athugun Kristínar og Þórhildar (2004) kemur fram að 12,3% tilvitnaðra rafrænna greina fundust ekki lengur aðgengilegar einu til tveimur árum eftir notkun. Í úrtaki 2 frá 2015 eru 5,8% ekki aðgengilegar þremur árum eftir útskrift. Þegar á heildina er litið þá eru 17% tengla hjá úrtaki 2 óvirkir í ágúst 2018 5, en voru 15,8% í athugun Kristínar og Þórhildar. Af 1327 heimildum má í fljótu bragði gera athugasemdir við heimildaskráningu 118 (8,9%) heimilda. Mest er um innsláttarvillur. Einnig ónákvæmni í skráningu þannig að titill er ekki réttur, undirtitil vantar, rangt form, vefslóð röng, svo eitthvað sé nefnt. 5. Í ágúst 2018 var liðinn lengri tími frá útskrift heldur en var þegar Kristín og Þórhildur flettu þessu upp Lokaorð Niðurstöðurnar sýna heimildanotkun í meistaraverkefnum og að hluta til, hvaðan heimildir eru aðgengilegar. Út frá meðalaldri heimilda, og áhrifastuðli og ritrýni vinsælustu tímaritanna má ætla að nemendur noti viðunandi heimildir og samanburður við heimildanotkun í erlendum rannsókn- um styður þá skoðun. Niðurstöður sýna einnig að heimilda- notkun hefur breyst. Bækur, bókarkaflar og tímarit eru sem fyrr, það efni sem mest fer fyrir, en notkun tímaritsgreina og rafræns efnis hefur aukist enda þótt tímaritanotkun sé hér yfirleitt minni en í erlendum rannsóknum. Að meðaltali nota nemendur nú fleiri heimildir en áður og meira er vísað í íslenskt efni. Háskólabókasöfn hafa að geyma þýðingarmikinn þekk- ingarbrunn fyrir nám og rannsóknir sem mikilvægt er að nýta og því eru lágar útlánatölur nemenda sem eru að skrifa lokaverkefni, umhugsunarverðar, jafnvel þótt notkun tímaritsgreina komi á einhvern hátt í stað skráðra útlána. Í framhaldinu væri áhugavert að skoða hver þróunin verður á komandi árum. Af ýmsu er að taka og forvitnilegt væri að rýna betur í einstakar heimildir og bókasafnsnotkun. Einkum væri forvitnilegt að skoða aðgang að einstaka tímaritsgreinum og jafnvel fara að ráðum Currie og Monroe-Gulick (2013) sem mæla með að skoða tímaritanotkun út frá því hversu margar greinar eru aðgengilegar í opnum aðgangi og varðveislusöfnum og fylgjast með hvernig sú notkun þróast þegar fram líða stundir. Hið síðastnefnda væri einkum áhugavert núna þegar útgáfa í opnum aðgangi er að verða raunhæfur og sífellt algengari valkostur fyrir útgáfu fræðigreina. Einnig gæti verið áhugavert að rýna betur í heimildir þeirra sem ekki nota bókasafnið. Mynd 10 – Aðgangur að tímaritsgreinum, fjöldi greina N=345 rúmlega 96% íslenskra bóka (einefnisrita) aðgengilegar á safni Menntavísindasviðs eða opnar á vef og um 75% erlendra. Langflestar tímaritsgreinar í úrtaki 2 eru skráðar á leitir.is (85,2%) og allar eru þær rafrænar. Aðgangur (mynd 10) að 59,7% þeirra er í gegnum séráskriftir eða landsaðgang sem er svipað hlutfall og 2002 og 2003 (Kristín og Þórhildur, 2004). Á vef eða í opnum aðgangi eru 33,3%. Óaðgengilegar eða lokaðar á vef eru 7%. Óaðgengilegar greinar má nálgast með því að kaupa aðgang, með millisafnalánum, eða hugsanlega öðrum krókaleiðum. Mynd 10 – Aðgangur að tímaritsgreinum, fjöldi greina N=345 Það er því alveg ljóst að lang stærstur hluti heimilda er aðgengilegur fyrir tilstuðlan bókasafns Menntavísindasviðs, Háskó abókas fns og aðildar að Landsaðgangi. Að viðbættu vefefni og opnum aðgangi samkvæmt úrtaki 2 eru 1273 eintök af 1327 aðgengileg, eða um 96%. Vefurin er síkvikur, síður koma og fara og efni aðgengilegt í dag getur verið horfið á morgun. Í athugun Kristínar og Þórhildar (2004) kemur fram að 12,3% tilvitnaðra rafrænna greina fundust ekki lengur aðgengilegar einu til tveimur árum eftir notkun. Í úrtaki 2 frá 2015 eru 5,8% ekki aðgengilegar þremur árum eftir útskrift. Þegar á heildina er litið þá eru 17% tengla hjá úrtaki 2 óvirkir í ágúst 20185, en voru 15,8% í athugun K istínar og Þórhildar. Af 1327 heimildum má í fljótu bragði gera athugasemdir við heimildaskráningu 118 (8,9%) heimilda. Mest er um innsláttarvillur. Einnig ónákvæmni í skráningu þannig titill er ekki réttur, undir itil vantar, rangt form, vefslóð röng, svo eitthvað sé nefnt. Lokaorð Niðurstöðurnar sýna heimildanotkun í meistaraverkefnum og að hluta til, hvaðan heimildir eru aðgengilegar. Út frá meðalaldri heimilda, og áhrifastuðli og ritrýni vinsælustu tímaritanna má ætla að nemendur noti viðunandi heimildir og s manburður við heimildanotkun í erlendum rannsóknum 5 Í ágúst 2018 var liðinn lengri tí i frá útskrift heldur en var þegar Kristín og Þórhildur flettu þessu upp 0 50 100 150 200 250 Á vef/OA Áskrift Óaðgengilegt/kostar Fj öl di Á leitir.is Ekki á leitir.is Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 1 Forma&ed: Font colour: Red Deleted: 1 Frá Jólafagnaði Upplýsingar í bókasafni Fjölbrautaskóla Garðabæjar þann 29. nóvember 2019. (Ljósm. Barbara H. Guðnadóttir).

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.