Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 7

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 7
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 7 væru vefheimildir 12,9% en að viðbættu efni sem við nánari athugun, var greinilega tekið af vef, fór hlutfallið upp í 15,8%. Af 281 erlendum tímaritum, voru 146 aðgengileg í landsaðgangi á árunum 2002 og 2003, eða 52%. Fjöldi erlendra tímarita hefur hátt í fjórfaldast síðan og fjöldi tímaritsgreina gott betur. Árið 2015 er vísað átta sinnum í einungis sjö erlend tímarit sem keypt eru í pappírsformi. Það gera 0,6% þannig að 99,4% erlendra tímarita munu vera rafræn. Notkun rafræns efnis hefur því stóraukist, frá bilinu 10-16% í tæplega 58% sé tekið mið af úrtaki 2. Tungumál heimilda Nemendur nota nær eingöngu heimildir á íslensku og ensku sem hefur yfirhöndina. Heimildir ITÞ skera sig úr þar sem yfir 81,8% þeirra er á ensku enda mikið þar um erlendar tímaritsgreinar. Enskar heimildir eru 55,6% hjá UMF og 50,3% hjá KEN. Notkun annarra erlendra tungumála er hverfandi lítil og bundin við mjög fáa nemendur. Í athugun Kristínar og Þórhildar (2004) frá 2002 og 2003 voru 27,8% heimilda á íslensku á móti 40,13% árið 2015 (mynd 4). Notkun á íslensku efni hefur því aukist mikið. Framboð á íslensku efni hefur eflaust aukist hlutfallslega á síðustu árum sem verður að teljast jákvæð þróun. Má þar nefna veftímaritið Netlu sem hóf göngu sína 2002 og hefur verið geysivinsælt. Þá hefur rannsóknarvirkni kennara aukist, doktorum fjölgað og gefnar hafa verið út veglegar bækur og fræðigreinar á íslensku. Til glöggvunar þá eru árið 2015, 71% íslensku heimildanna gefnar út 2004 eða síðar og er þá ekki meðtalið vefefni sem er án dagsetningar. Ef vefefnið er talið með og áætlað að það muni falla undir þetta tímabil fer talan í 77,2%. Mynd 5 sýnir hvernig hlutfall efnis á íslensku eykst eftir því sem heimildirnar verða yngri, hjá hópnum frá 2015. Aldur heimilda Aldur heimilda er einn mælikvarða um gæði (Beile, Boote og Killingsworth, 2004; Weber og Allen, 2014). Mynd 6 sýnir hlutfallslega skiptingu eftir tímabilum. Flestar heimildir eru frá 2006–2010. Fjöldi heimilda ÍTÞ og UMF eykst jafnt og þétt til útgáfuáranna 2006–2010 en síðan dregur úr notkun á nýrra efni, eða frá tímabilinu 2011–2015, einkum hjá ÍTÞ. Hjá KEN eykst notkun á yngra efni jafnt og þétt til 2011– 2015 að frátöldu efni útgefnu 1991–1995 þar sem eitthvað dregur úr notkun. Meðalaldur heimildar er 9,9 ár. Þegar á heildina er litið (mynd 6) kemur í ljós að 28,4% heimilda er innan við fimm ára og 3,5% heimilda eru án útgáfuárs en það mun allt vera vefefni. Ætla má að vefefnið sé ekki mjög gamalt og ef gengið er út frá því að það sé innan við níu ára má reikna með að 61,5% heimilda séu níu ára eða yngri og um 80% 14 ára eða yngri. Til samanburðar voru 67,4% heimilda í rannsókn Griffins (2016) á doktorsverkefnum í menntastjórnun 10 ára eða yngri og meðalaldur 10,8 ár sem er svipað og í doktorsverkefnum hjá Edwards og Jones (2014) þar sem hann var 11 ár. Í rannsókn Condic (2015) er meðalaldur heimilda doktorsnemenda heldur hærri eða 12,4 ár og í niðurstöðum Kayongo og Helm (2012) er meðalaldur heimilda í félagsvísindum 15,7 ár. Í þessum samanburði er meðalaldur heimilda upp á tæplega 10 ár og er vel viðunandi. Bækur og bókarkaflar Samkvæmt heimildaskrám er vísað í 1.281 íslenska bók og 1.886 erlendar. Af íslensku bókunum trónir Aðalnámskrá grunnskóla á toppnum og síðan fylgja bækur John Deweys, Reynsla og menntun og Hugsun og menntun, og Litróf kennsluaðferðanna eftir Ingvar Sigurgeirsson fylgir í kjölfarið. Mest notuðu erlendu bækurnar eru um aðferðafræði. Greinar í innlendum og erlendum bókum eru 1.288 sinnum skráðar sem heimildir. Af 10 mest notuðu bókarköflunum fjalla átta um aðferðafræði. Þeir tveir sem eftir standa eru Hugsun, reynsla og lýðræði eftir Ólaf Pál Jónsson í John Dewey í hugsun og verki – Menntun, reynsla og lýðræði og Kennsluhættir eftir Ingvar Sigurgeirsson og fleiri í bókinni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Mynd 4 – Hlutfallslegur (%) samanburður á heimildanotkun, bækur, tímarit og vefheimildir 2002–2003 og 2015, nemendafjöld: 2002–2003: N=18, 2015: N=122 Mynd 3 – Samanburður á hlutfallslegri (%) notkun meistaranema á mismunandi tegundum heimilda 2002–2003 og 2015, fjöldi heimilda: 2002–2003: N=1246, 2015: N=8697 Samanburð á notkun bóka og bókarkafla þarf samt að taka með ákveðnum fyrirvara því misjafnt er hvernig einefnisrit eru skilgreind í rannsóknum. Þar eru tímaritsgreinar áreiðanlegri til samanburðar. Þær eru ekki nema 32,8% heimilda í verkefnum hér þegar hlutfallið í erlendum rannsóknum er yfirleitt á bilinu kringum 40 til 50% (Feyereisen og Spoiden, 2009; Griffin, 2016; La Haycock, 2004; Smith, 2003) og yfir 55% að meðaltali í rannsókn Kayongo og Helm (2012). Þetta er talsverður munur. Námsritgerðir reka lestina með 215 heimildir. Við kennslu í upplýsingalæsi eru nemendur varaðir við að vísa mikið í námsritgerðir. Notkun þeirra er á bilin 1,4 til 2,1% sem er svipað hlutfall og í niðurstöðum Smiths (2003) og Feyereisens og Spoidens (2009) sem mældu slíka notkun. Form heimilda Eins og áður hefur verið vikið að, er ekki einfalt mál að sjá út frá heimildalistum hversu stór hluti heimilda er rafræ n. Í úrtaki 2 er hlutfall þeirra heimilda sem aðgeng legar eru rafrænar tæplega 58%. Það er þó ekki þar með sagt að notandinn hafi endilega notað rafrænt efni þótt það sé aðgengilegt, því sumt af þessu efni er bæði til rafrænt og prentað og á það einkum við íslensku tímaritin. Í úrtaki 2 eru 37% einefnisrita eða bóka til rafrænar. Flestar rafrænu bókanna eru skýrslur opinberra aðila eða stofnana sem eru aðgengilegar sem pdf-skjöl á vef. Hér eru einnig hefðbundnar bækur í opnum aðgangi, í landsaðgangi eða á háskólanetinu. Hlutfall rafrænna bóka lækkar í rúmlega 27% þegar bókarkaflar eru taldir með í úrtaki 2 því mikið er vísað í kafla í tilteknum bókum sem eru á pappír. Niðurstöður rannsóknar Kristínar og Þórhildar (2004) bentu til að af heildinni (bakkalár- og meistaraverkefnum) væru vefheimildir 12,9% en að viðbættu efni sem við nánari athugun, var greinilega tekið af vef, fór hlutfallið upp í 15,8%. Af 281 erlendum tímaritum, voru 146 aðgengileg í landsaðgangi á árunum 2002 og 2003, eð 52%. Fjöldi erlendra tímarita hefur hátt í fjórfaldast síðan og fjöldi tímaritsgreina gott betur. Árið 2015 er vísað átta sinnum í einungis sjö erlend tímarit sem keypt eru í pappírsformi. Það gera 0,6% þannig að 99,4% erlendra tímarita munu vera rafræn. Notkun rafræns efnis hefur því stóraukist, frá bilinu 10-16% í tæplega 58% sé tekið mið af úrtaki 2. 0 10 20 30 40 50 60 70 Bækur og bókarkaflar Tímaritsgreinar Vefefni Annað % 2002–2003 2015 Forma&ed: Font colour: Red Mynd 5 – Fjöldi heimilda á íslensku og erlendu máli samanborið við útgáfuár heimilda Mynd 5 – Fjöldi heimilda á íslensku og erlendu máli samanborið við útgáfuár heimilda Aldur heimilda Aldur heimilda er einn mælikvarða um gæði (Beile, Boote og Killingsworth, 2004; Weber og Allen, 2014). Mynd 6 sýnir hlutfallslega skiptingu eftir tímabilum. Flestar heimildir eru frá 2006–2010. Fjöldi heimilda ÍTÞ og UMF eykst jafnt og þétt til útgáfuáranna 2006–2010 en síðan dregur úr notkun á nýrra efni, eða frá tímabilinu 2011–2015, einkum hjá ÍTÞ. Hjá KEN eykst notkun á yngra efni jafnt og þétt til 2011–2015 að frátöldu efni útgefnu 1991–1995 þar sem eitthvað dregur úr notkun. Meðalaldur heimildar er 9,9 ár. Mynd 6 – Hlutfallsleg (%) skipting heimilda eftir deildum og útgáfuárum 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 Fyrir 1991 1991–2000 2001–2005 2006–2010 2011–2015 e.d. Fj öl di Erlend mál Íslenska 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Fy rir 19 45 19 45 –1 98 0 19 81 –1 99 0 19 91 –1 99 5 19 96 –2 00 0 20 01 –2 00 5 20 06 –2 01 0 20 11 –2 01 5 e.d . % ÍTÞ KEN UPP Mynd 6 – Hlutfallsleg (%) skipting heimilda eftir deildum og útgáfuárum Mynd 5 – Fjöldi heimilda á íslensku og erlendu máli samanborið við útgáfuár heimilda Aldur heimilda Aldur heimilda er einn mælikvarða um gæði (Beile, Boote og Killingsworth, 2004; Weber og Allen, 2014). Mynd 6 sýnir hlutfallslega skiptingu eftir tímabilum. Flestar heimildir eru frá 2006–2010. Fjöldi heimilda ÍTÞ og UMF eykst jafnt og þétt til útgáfuáranna 2006–2010 en síðan dregur úr notkun á nýrra efni, eða frá tímabilinu 2011–2015, einkum hjá ÍTÞ. Hjá KEN eykst notkun á yngra efni jafnt og þétt til 2011–2015 að frátöldu efni útgefnu 1991–1995 þar sem eitthvað dregur úr notkun. Meðalaldur heimildar er 9,9 ár. Mynd 6 – Hlutfallsleg (%) skipting heimilda eftir deildum og útgáfuárum 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 Fyrir 1991 1991–2000 2001–2005 2006–2010 2011–2015 e.d. Fj öl di Erlend mál Íslenska 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Fy rir 19 45 19 45 –1 98 0 19 81 –1 99 0 19 91 –1 99 5 19 96 –2 00 0 20 01 –2 00 5 20 06 –2 01 0 20 11 –2 01 5 e.d . % ÍTÞ KEN UPP

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.