Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 31

Bókasafnið - mar. 2020, Blaðsíða 31
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 31 Númer eitt, tvö og þrjú Mikilvægast er að vefurinn, Facebook og Google business aðgangurinn séu uppfærð reglulega. Fólk sækir þangað grunnupplýsingar um t.d. opnunartíma og staðsetningu. Þetta er ágætlega tímafrekt fyrir lítið bókasafn að sjá um svo ef þessi þrjú atriði eru ekki í góðu lagi þá skal varast það að stofna aðgang á nýjum miðlum. Tíminn sem fer í þessa vinnu er lúmskur en ofan á upplýsingaflæðið þá þurfum við að vera í stöðugri baráttu við algrímið. Algrímið stjórnar dreifingu efnisins miðað við vinsældir svo það er eins gott að leggja metnað í færslurnar. Regluleg skemmtun sigrar algrímið Segjum sem svo að þið birtið mynd á Facebook. Algrím Facebook dreifir efninu fyrst til nokkurra vel valdra fylgj- enda. Ef fyrstu fylgjendurnir bregðast við með því að setja þumal, hjarta eða skrifa athugasemd, þá dreifir Facebook efninu til stærri hóps og svo koll af kolli. Ef færslurnar eru ekki nógu spennandi (þ.e. ef þær fá lítil viðbrögð) þá setur algrímið ykkur í skammarkrókinn og dreifir efninu illa. Þetta þýðir að til að sigrast á algríminu þarf bæði að vera skemmtilegur og reglulegur – svo það er eins gott að taka frá þann tíma sem þarf til að sinna miðlunum vel. En hvað er skemmtilegt? Skoðið tölfræðina til að sjá hvaða færslum gengur vel og hvaða færslum gengur illa. Hversu margir fylgjendur eru á miðlunum? Á hvaða hlekki er fólk að smella og á hvaða tíma dags er best að birta? Fá myndbönd meiri dreifingu en myndir? Skoðið tölurnar reglulega og takið stöðuna, þá sjáið þið hvað ykkar fylgjendum þykir skemmtilegt og hvað ekki. Lesandi vikunnar er einn af fáum liðum sem birtast á mörgum vígstöðvum Borgarbókasafnsins, t.d. Facebook, Instagram og á vefnum. Fæst innlegg henta svona mörgum miðlum. Gaman er að rýna í tölfræðina. Fylgjendum finnst líka gaman að sjá bak við tjöldin. Hér sýnir Borgarbókasafnið fylgjendum sínum hver áhugamál þeirra eru skv. greiningu Twitter. Instagram er sniðug leið til að ná til ungs fólks. Hér má sjá #bókafés eða #bookface frá Borgarbókasafninu sem náði til 13-17 ára og fékk marga nýja fylgjendur til að skoða fleiri færslur frá bókasafninu.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.